Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar 16. október 2025 10:02 Eftir áramamót munu fyrri eigendur íbúðarhúsnæðis í Grindavík fá tækifæri til að kaupa heimili sín til baka samkvæmt endurkaupaáætlun Þórkötlu fasteignafélags. Áætlunin, sem kynnt verður í byrjun árs 2026, hefur vekur von um að hægt verði að endurheimta eðlilegt líf í bænum eftir langvarandi óvissu vegna náttúruhamfara. Þrátt fyrir góðan ásetning stjórnvalda og Þórkötlu, hef ég verulegar áhyggjur um ástand húsnæðis sem boðið verður til endurkaups. Hef verið mjög gagnrýnin á skýrslur og úttektir Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) sem í mörgum tilfellum endurspegla ekki raunverulegt ástand eigna eða kostnað við viðgerðir. Hef þvi til sönnunar ótal skýrslur sem mér voru sendar til skoðunar sem og ástandsmat sem gert var á mínu eigin húsi. Þar vantaði inn í t.d. ástand burðarvirkis sem var brotið og byrjað að halla. Það er því brýnt að ástandsskoðun óháðs fagaðila verði gerð að skilyrði fyrir endurkaup, líkt og tíðkast í hefðbundnum fasteignaviðskiptum. Slík skoðun tryggir að kaupendur fái skýra og faglega mynd af ástandi eignarinnar, þar sem metið er meðal annars ástand burðarvirkis, raflagnir,vatns og frárennslislagnir og rakaskemmdir og einnig hvort eignin uppfylli lengur almennar kröfur mannvirkja og byggingareglugerðar og hollustuhætti. Í ljósi þess að endurkaup eru ekki hefðbundin fasteignaviðskipti heldur hluti af opinberri endurreisnaráætlun, er enn mikilvægara að tryggja gagnsæi og traust. Fólk á ekki að þurfa að kaupa aftur heimili sem getur reynst óíbúðarhæft eða kostað verulegar fjárfestingar í viðgerðum. Ástandsskoðun er ekki bara tæki til að meta eign – hún er trygging fyrir réttlátri meðferð og upplýstri ákvörðun. Það er von greinarhöfundar að stjórnvöld og Þórkatla taki þessi sjónarmið til greina og geri ástandsskoðun að ófrávíkjanlegum hluta endurkaupaferlisins. Grindvíkingar eiga skilið að snúa aftur heim með reisn – ekki með óvissu og óvæntum kostnaði. Höfundur er byggingafræðingur og húsasmíðameistari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir áramamót munu fyrri eigendur íbúðarhúsnæðis í Grindavík fá tækifæri til að kaupa heimili sín til baka samkvæmt endurkaupaáætlun Þórkötlu fasteignafélags. Áætlunin, sem kynnt verður í byrjun árs 2026, hefur vekur von um að hægt verði að endurheimta eðlilegt líf í bænum eftir langvarandi óvissu vegna náttúruhamfara. Þrátt fyrir góðan ásetning stjórnvalda og Þórkötlu, hef ég verulegar áhyggjur um ástand húsnæðis sem boðið verður til endurkaups. Hef verið mjög gagnrýnin á skýrslur og úttektir Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) sem í mörgum tilfellum endurspegla ekki raunverulegt ástand eigna eða kostnað við viðgerðir. Hef þvi til sönnunar ótal skýrslur sem mér voru sendar til skoðunar sem og ástandsmat sem gert var á mínu eigin húsi. Þar vantaði inn í t.d. ástand burðarvirkis sem var brotið og byrjað að halla. Það er því brýnt að ástandsskoðun óháðs fagaðila verði gerð að skilyrði fyrir endurkaup, líkt og tíðkast í hefðbundnum fasteignaviðskiptum. Slík skoðun tryggir að kaupendur fái skýra og faglega mynd af ástandi eignarinnar, þar sem metið er meðal annars ástand burðarvirkis, raflagnir,vatns og frárennslislagnir og rakaskemmdir og einnig hvort eignin uppfylli lengur almennar kröfur mannvirkja og byggingareglugerðar og hollustuhætti. Í ljósi þess að endurkaup eru ekki hefðbundin fasteignaviðskipti heldur hluti af opinberri endurreisnaráætlun, er enn mikilvægara að tryggja gagnsæi og traust. Fólk á ekki að þurfa að kaupa aftur heimili sem getur reynst óíbúðarhæft eða kostað verulegar fjárfestingar í viðgerðum. Ástandsskoðun er ekki bara tæki til að meta eign – hún er trygging fyrir réttlátri meðferð og upplýstri ákvörðun. Það er von greinarhöfundar að stjórnvöld og Þórkatla taki þessi sjónarmið til greina og geri ástandsskoðun að ófrávíkjanlegum hluta endurkaupaferlisins. Grindvíkingar eiga skilið að snúa aftur heim með reisn – ekki með óvissu og óvæntum kostnaði. Höfundur er byggingafræðingur og húsasmíðameistari.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar