Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar 10. október 2025 11:32 Í dag gerum við ráð fyrir því frelsið sé sjálfsagt. Það virðist okkur ekkert eðlilegra en að búa við lýðræði, að yfirvöld beiti hvorki ofbeldi né kúgun og að vald sé bundið af lögum og ábyrgð. Þetta eru forsendur sem við byggjum daglegt líf okkar á. En við gleymum því að þetta er í raun fyrsta tímabil sögunnar þar sem slíkt má teljast sjálfsagt. Þar liggur hættan. Þegar fólk venst frelsi hættir það að átta sig á því hversu viðkvæmt það er og hvað það kostar að viðhalda því. Þegar lýðræði virðist hægt og ófullkomið, þegar ákvarðanir tefjast og málamiðlanir deyfa afdráttarlausar skoðanir, vex gremjan. Þá fara menn að horfa í aðrar áttir. Þá vaknar hugmyndin um að einn sterkur leiðtogi gæti gert betur, einhver sem taki einfaldlega ákvörðun og framkvæmi hana. Slík hugsun er heillandi. Einræði virðist skilvirkt, lýðræði virðist tafsamt. En tregða lýðræðisins er ekki galli, heldur fórnin sem fylgir þátttöku allra. Lýðræði tekur tíma vegna þess að það gefur öllum rödd. Það krefst þolinmæði vegna þess að það ver okkur fyrir skyndilegum ákvarðanatökum, knúnum áfram af reiði eða ofmetnaði. Það sem gleymist oft í slíkum hugsunarhætti er hvað gerist þegar sá leiðtogi snýr sér gegn eigin þjóð. Þeir sem áður dáðust að ákveðni hans vilja þá skyndilega fá sína rödd til baka. En þá er það of seint. Þegar einum manni hefur verið veitt óskorað vald er nánast útilokað að taka það til baka. Við sjáum þessa hættu birtast á ný á okkar tímum. Uppgangur valdboðshneigðra leiðtoga eins og Donalds Trump, Vladimírs Pútín, Benjamíns Netanjahú og fjölmargra annarra sýnir vaxandi óþolinmæði gagnvart lýðræðislegum ferlum. Margir laðast að slíkum leiðtogum vegna þess að þeir virðast framkvæma hluti, virðast sniðganga rauða tape-ið og ná árangri. En þessi valdbeiting kemur oft niður á lögmæti, gagnsæi og ábyrgð. Fórnin fyrir þann árangur er ekkert minna en okkar eigin rödd. Þegar við veitum einum manni óskorað vald afsölum við okkur jafnframt rétti til að mótmæla. Hvað gerum við þegar sá leiðtogi tekur ákvarðanir sem við stöndum ekki að? Hvað gerum við þegar hann fer gegn gildum okkar? Svarið, eins og sagan sýnir, er einfalt: við getum ekkert gert. Já, lýðræði krefst baráttu, en sú barátta fer fram með orðum, rökræðum og atkvæðum, ekki með vopnum. Hún getur verið þreytandi og stundum virst árangurslaus, en hún er og verður alltaf eins stefnan sem að við eigum að taka mark á. Við lifum á tímum þar sem frelsið virðist sjálfsagt, næstum náttúrulegt, eins og það sé eðlilegt ástand mannlegrar tilveru en ekki niðurstaða aldalangrar baráttu. Þessi hugsunarháttur er okkar mesti veikleiki. Vegna þess að við vitum ekki lengur hvernig það er að vera ófrjáls, gerum við lítið úr því hversu brothætt frelsið er. Við verðum að enduruppgötva gildi eigin raddar. Við verðum að skilja að lýðræði er ekki eitthvað sem við eigum, heldur eitthvað sem við framkvæmum í hvert sinn sem við tölum, rökræðum eða kjósum. Höfundur er háskólanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Í dag gerum við ráð fyrir því frelsið sé sjálfsagt. Það virðist okkur ekkert eðlilegra en að búa við lýðræði, að yfirvöld beiti hvorki ofbeldi né kúgun og að vald sé bundið af lögum og ábyrgð. Þetta eru forsendur sem við byggjum daglegt líf okkar á. En við gleymum því að þetta er í raun fyrsta tímabil sögunnar þar sem slíkt má teljast sjálfsagt. Þar liggur hættan. Þegar fólk venst frelsi hættir það að átta sig á því hversu viðkvæmt það er og hvað það kostar að viðhalda því. Þegar lýðræði virðist hægt og ófullkomið, þegar ákvarðanir tefjast og málamiðlanir deyfa afdráttarlausar skoðanir, vex gremjan. Þá fara menn að horfa í aðrar áttir. Þá vaknar hugmyndin um að einn sterkur leiðtogi gæti gert betur, einhver sem taki einfaldlega ákvörðun og framkvæmi hana. Slík hugsun er heillandi. Einræði virðist skilvirkt, lýðræði virðist tafsamt. En tregða lýðræðisins er ekki galli, heldur fórnin sem fylgir þátttöku allra. Lýðræði tekur tíma vegna þess að það gefur öllum rödd. Það krefst þolinmæði vegna þess að það ver okkur fyrir skyndilegum ákvarðanatökum, knúnum áfram af reiði eða ofmetnaði. Það sem gleymist oft í slíkum hugsunarhætti er hvað gerist þegar sá leiðtogi snýr sér gegn eigin þjóð. Þeir sem áður dáðust að ákveðni hans vilja þá skyndilega fá sína rödd til baka. En þá er það of seint. Þegar einum manni hefur verið veitt óskorað vald er nánast útilokað að taka það til baka. Við sjáum þessa hættu birtast á ný á okkar tímum. Uppgangur valdboðshneigðra leiðtoga eins og Donalds Trump, Vladimírs Pútín, Benjamíns Netanjahú og fjölmargra annarra sýnir vaxandi óþolinmæði gagnvart lýðræðislegum ferlum. Margir laðast að slíkum leiðtogum vegna þess að þeir virðast framkvæma hluti, virðast sniðganga rauða tape-ið og ná árangri. En þessi valdbeiting kemur oft niður á lögmæti, gagnsæi og ábyrgð. Fórnin fyrir þann árangur er ekkert minna en okkar eigin rödd. Þegar við veitum einum manni óskorað vald afsölum við okkur jafnframt rétti til að mótmæla. Hvað gerum við þegar sá leiðtogi tekur ákvarðanir sem við stöndum ekki að? Hvað gerum við þegar hann fer gegn gildum okkar? Svarið, eins og sagan sýnir, er einfalt: við getum ekkert gert. Já, lýðræði krefst baráttu, en sú barátta fer fram með orðum, rökræðum og atkvæðum, ekki með vopnum. Hún getur verið þreytandi og stundum virst árangurslaus, en hún er og verður alltaf eins stefnan sem að við eigum að taka mark á. Við lifum á tímum þar sem frelsið virðist sjálfsagt, næstum náttúrulegt, eins og það sé eðlilegt ástand mannlegrar tilveru en ekki niðurstaða aldalangrar baráttu. Þessi hugsunarháttur er okkar mesti veikleiki. Vegna þess að við vitum ekki lengur hvernig það er að vera ófrjáls, gerum við lítið úr því hversu brothætt frelsið er. Við verðum að enduruppgötva gildi eigin raddar. Við verðum að skilja að lýðræði er ekki eitthvað sem við eigum, heldur eitthvað sem við framkvæmum í hvert sinn sem við tölum, rökræðum eða kjósum. Höfundur er háskólanemi.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun