Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 8. október 2025 07:30 „Vegna náinna tengsla Norðurlandanna og vináttu Noregs og Íslands þekkti Jens Stoltenberg til sérstöðu okkar og útskýrði hana fyrir Bandaríkjaforseta,“ segir í grein sem Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, ritaði í Morgunblaðið nýverið og skírskotaði þar til ummæla sem höfð eru eftir Donald Trump í endurminningum Stoltenbergs, þáverandi framkvæmdastjóra NATO, þar sem forsetinn er sagður hafa spurt hvað gera ætti við Ísland í þeim efnum. Dagur segir Stoltenberg, sem er fyrrverandi forsætisráðherra Noregs og leiðtogi norska Verkamannaflokksins, þannig hafa reynzt Íslandi haukur í horni. Talsvert önnur frásögn af samtali Stoltenbergs og Trumps birtist hins vegar í brezka dagblaðinu Guardian síðastliðinn laugardag. Þar segir að Stoltenberg hafi verið að reyna að fegra fjárframlög evrópskra aðildarríkja NATO til varnarmála í samtalinu, sem átt hafi sér stað 2017, og óvart vakið við það athygli forsetans á stöðu Íslands. „Fyrir Trump var mikilvægasta málið útgjöld NATO-ríkjanna til varnarmála. Ég vildi að hann liti jákvæðar á bandalagið og hafði með mér línurit sem sýndi að útgjöldin væru að aukast. Trump hafði mestar áhyggjur af því að aðeins fimm aðildarríki hefðu náð markmiðinu um að verja 2% af landsframleiðslu sinni til varnarmála. Ég benti á að nokkur lönd væru nálægt því og sex eða sjö stefndu að því að ná markmiðinu í náinni framtíð,“ segir í endurminningunum samkvæmt Guardian. „Svo væri það Ísland, það hefði engan her og myndi því aldrei eyða 2% af landsframleiðslu sinni í varnarmál. Það væru því í raun fimm af 27 löndum sem hefðu náð markmiðinu, frekar en fimm af 28 og hélt að ég gæti virst frekar nördalegur með allar þessar tölur. En þetta vakti áhuga Trumps, þó ekki á þann hátt sem ég hafði ætlað mér. „Hvað höfum við þá að gera með Ísland?“ Með öðrum orðum vakti Stoltenberg í hugsunarleysi sínu athygli Trumps á Íslandi á neikvæðum forsendum. Fát kom greinilega á Stoltenberg miðað við frásögn hans og greip þá Jim Mattis, þáverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, inn í til þess að bjarga málum. „Áður en ég gat sagt meira kom Jim Mattis mér til hjálpar og útskýrði hversu mikilvæg herstöð NATO þar væri fyrir kafbáta, skip og flugvélar bandalagsins: „Herra forseti, það er gott að hafa þær ef þú vilt elta uppi rússneska kafbáta.“ Trump hugsaði sig um andartak. „Jæja, þá leyfum við Íslandi að vera áfram aðildarríki.““ Með öðrum orðum er það alls ekki svo að Stoltenberg hafi útskýrt sérstöðu Íslands innan NATO fyrir Trump og verið landinu haukur í horni heldur henti hann okkur miklu heldur undir strætisvagninn í þágu annarra ríkja bandalagsins. Það var þvert á móti Mattis, sem er fyrrverandi hershöðingi í Bandaríkjaher, sem kom Íslandi til hjálpar og útskýrði fyrir Trump stöðu okkar. Væntanlega einmitt vegna náinna tengsla Íslands og Bandaríkjanna sem Dagur gerir lítið úr í greininni. Fram hefur komið að ríkur skilningur sé á stöðu Íslands í NATO hjá stjórnvöldum í Bandaríkjunum. Þar á meðal í máli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra eftir samskipti við bandaríska ráðamenn. Vonandi hefur Dagur einungis misskilið hlutina þegar hann las skrif Stoltenbergs og hefur fyrir vikið ekki verið að draga upp ranga mynd í því skyni að fegra fyrrverandi leiðtoga systurflokks Samfylkingarinnar. Með vini eins og Stoltenberg þurfum við ljóslega ekki óvini. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Bandaríkin NATO Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
„Vegna náinna tengsla Norðurlandanna og vináttu Noregs og Íslands þekkti Jens Stoltenberg til sérstöðu okkar og útskýrði hana fyrir Bandaríkjaforseta,“ segir í grein sem Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, ritaði í Morgunblaðið nýverið og skírskotaði þar til ummæla sem höfð eru eftir Donald Trump í endurminningum Stoltenbergs, þáverandi framkvæmdastjóra NATO, þar sem forsetinn er sagður hafa spurt hvað gera ætti við Ísland í þeim efnum. Dagur segir Stoltenberg, sem er fyrrverandi forsætisráðherra Noregs og leiðtogi norska Verkamannaflokksins, þannig hafa reynzt Íslandi haukur í horni. Talsvert önnur frásögn af samtali Stoltenbergs og Trumps birtist hins vegar í brezka dagblaðinu Guardian síðastliðinn laugardag. Þar segir að Stoltenberg hafi verið að reyna að fegra fjárframlög evrópskra aðildarríkja NATO til varnarmála í samtalinu, sem átt hafi sér stað 2017, og óvart vakið við það athygli forsetans á stöðu Íslands. „Fyrir Trump var mikilvægasta málið útgjöld NATO-ríkjanna til varnarmála. Ég vildi að hann liti jákvæðar á bandalagið og hafði með mér línurit sem sýndi að útgjöldin væru að aukast. Trump hafði mestar áhyggjur af því að aðeins fimm aðildarríki hefðu náð markmiðinu um að verja 2% af landsframleiðslu sinni til varnarmála. Ég benti á að nokkur lönd væru nálægt því og sex eða sjö stefndu að því að ná markmiðinu í náinni framtíð,“ segir í endurminningunum samkvæmt Guardian. „Svo væri það Ísland, það hefði engan her og myndi því aldrei eyða 2% af landsframleiðslu sinni í varnarmál. Það væru því í raun fimm af 27 löndum sem hefðu náð markmiðinu, frekar en fimm af 28 og hélt að ég gæti virst frekar nördalegur með allar þessar tölur. En þetta vakti áhuga Trumps, þó ekki á þann hátt sem ég hafði ætlað mér. „Hvað höfum við þá að gera með Ísland?“ Með öðrum orðum vakti Stoltenberg í hugsunarleysi sínu athygli Trumps á Íslandi á neikvæðum forsendum. Fát kom greinilega á Stoltenberg miðað við frásögn hans og greip þá Jim Mattis, þáverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, inn í til þess að bjarga málum. „Áður en ég gat sagt meira kom Jim Mattis mér til hjálpar og útskýrði hversu mikilvæg herstöð NATO þar væri fyrir kafbáta, skip og flugvélar bandalagsins: „Herra forseti, það er gott að hafa þær ef þú vilt elta uppi rússneska kafbáta.“ Trump hugsaði sig um andartak. „Jæja, þá leyfum við Íslandi að vera áfram aðildarríki.““ Með öðrum orðum er það alls ekki svo að Stoltenberg hafi útskýrt sérstöðu Íslands innan NATO fyrir Trump og verið landinu haukur í horni heldur henti hann okkur miklu heldur undir strætisvagninn í þágu annarra ríkja bandalagsins. Það var þvert á móti Mattis, sem er fyrrverandi hershöðingi í Bandaríkjaher, sem kom Íslandi til hjálpar og útskýrði fyrir Trump stöðu okkar. Væntanlega einmitt vegna náinna tengsla Íslands og Bandaríkjanna sem Dagur gerir lítið úr í greininni. Fram hefur komið að ríkur skilningur sé á stöðu Íslands í NATO hjá stjórnvöldum í Bandaríkjunum. Þar á meðal í máli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra eftir samskipti við bandaríska ráðamenn. Vonandi hefur Dagur einungis misskilið hlutina þegar hann las skrif Stoltenbergs og hefur fyrir vikið ekki verið að draga upp ranga mynd í því skyni að fegra fyrrverandi leiðtoga systurflokks Samfylkingarinnar. Með vini eins og Stoltenberg þurfum við ljóslega ekki óvini. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar