Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 4. október 2025 07:00 Sem ráðherra jafnréttismála og þingmaður Reykvíkinga þótti mér áhugavert að fylgjast með nýjasta útspili meirihlutans í borginni. Nú á að stytta dvalartíma barna, festa skráningarskyldu í sessi og hækka gjaldskrár fyrir heilsdagsvistun. Leikskólavandinn Vandi leikskólakerfisins er auðvitað flóknari en svo að hann verði leystur með einu pennastriki. Það er ekki til ein formúla sem virkar. Það hefur reynst erfitt að fá fólk til starfa og það hefur reynst erfitt að halda úti góðu húsnæði. Of mikil og hröð fólksfjölgun hefur líka haft sitt að segja. Leikskólakennarar og annað starfsfólk leikskóla líður enn fyrir að störf þeirra voru um langt skeið í höndum mæðra inni á heimilum. Virði starfanna hefur því ekki verið metið til jafns við önnur störf. Því er grundvallaratriði að endurmeta virði þeirra starfa sem sinnt er af stórum kvennastéttum. Sú vinna er leidd af dómsmálaráðuneytinu. Ég nefni líka að þegar þensla er í hagkerfinu reynist sérstaklega erfitt að manna leikskóla. Þannig var það á árunum fyrir efnahagshrunið, rétt eins og undanfarin ár. Það er dapurt því starfsfólk leikskóla er samfélaginu sérstaklega dýrmætt. „Góður“ rekstur á kostnað kvenna Það kom mér skemmtilega á óvart að sjá Sjálfstæðisflokkinn gagnrýna tillögurnar í Reykjavík. Það er jákvæð stefnubreyting í ljósi aðdáunar þeirra á hinu svokallaða „Kópavogs-módeli“ sem Sjálfstæðisflokkurinn innleiddi þar í bæ. Í meginatriðum er Reykjavík að taka það upp. Þessi hugmynd tekur ekki mið af því að leikskólar snúast vitaskuld um meira en bókhald og algjörlega er litið fram hjá ólíkum áhrifum á kynin. Leikskólar starfa fyrir okkar mikilvægasta hóp sem eru börnin okkar. Gott leikskólakerfi er jafnframt mikilvægt jafnréttismál fyrir atvinnuþátttöku og nám og grunnstoð blómlegs samfélags fyrir barnafjölskyldur. Leikskólakerfið sem byggðist upp í Reykjavík á 10. áratug síðustu aldar markaði straumhvörf í lífi íslenskra kvenna og barnafjölskyldna. Á þeim tíma þótti ýmsum þetta vitleysa.Ég hef stundum hugsað um hópinn sem var á móti þessu. Þessi hópur er enn áberandi í dag en birtingarmyndirnar eru aðrar, enda vilja allir gott leikskólakerfi. Nú skilgreinir þessi hópur jafnrétti eingöngu út frá fjölda kvenna í stjórnunarstöðum en ekki almennum veruleika kvenna. Þessum sama hópi finnst fátt hlægilegra en úrbætur í jafnréttismálum, t.d. framkvæmdaáætlun mín í jafnréttismálum. Hvert skref áfram í jafnréttisbaráttunni skiptir máli. Þetta skref meirihlutans í Reykjavíkurborg er því miður skref afturábak. Ríkisstjórnin stendur vaktina Ríkisstjórnin styður við barnafjölskyldur. Nýlega var samþykkt á Alþingi að þak fæðingarorlofs verði hækkað í 900.000 krónur. Það tekur gildi á næsta ári. Ríkisstjórnin vinnur nú tillögur um að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Það er nauðsynlegt að ríkið taki þátt í því verkefni. Þá er vinnan við endurmat á virði kvennastarfa í fullum gangi. Dómsmálaráðuneytið leiðir þá vinnu og afrakstur hennar verður kynntur haustið 2026. Ég fagna allri viðleitni til að bregðast við stöðunni í leikskólum Reykjavíkurborgar. Breytingar mega þó ekki auka álagið enn frekar á mæður og framkalla veikari stöðu kvenna. Það er skýrt af hálfu Viðreisnar. Barnafjölskyldur eiga betra skilið. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Sem ráðherra jafnréttismála og þingmaður Reykvíkinga þótti mér áhugavert að fylgjast með nýjasta útspili meirihlutans í borginni. Nú á að stytta dvalartíma barna, festa skráningarskyldu í sessi og hækka gjaldskrár fyrir heilsdagsvistun. Leikskólavandinn Vandi leikskólakerfisins er auðvitað flóknari en svo að hann verði leystur með einu pennastriki. Það er ekki til ein formúla sem virkar. Það hefur reynst erfitt að fá fólk til starfa og það hefur reynst erfitt að halda úti góðu húsnæði. Of mikil og hröð fólksfjölgun hefur líka haft sitt að segja. Leikskólakennarar og annað starfsfólk leikskóla líður enn fyrir að störf þeirra voru um langt skeið í höndum mæðra inni á heimilum. Virði starfanna hefur því ekki verið metið til jafns við önnur störf. Því er grundvallaratriði að endurmeta virði þeirra starfa sem sinnt er af stórum kvennastéttum. Sú vinna er leidd af dómsmálaráðuneytinu. Ég nefni líka að þegar þensla er í hagkerfinu reynist sérstaklega erfitt að manna leikskóla. Þannig var það á árunum fyrir efnahagshrunið, rétt eins og undanfarin ár. Það er dapurt því starfsfólk leikskóla er samfélaginu sérstaklega dýrmætt. „Góður“ rekstur á kostnað kvenna Það kom mér skemmtilega á óvart að sjá Sjálfstæðisflokkinn gagnrýna tillögurnar í Reykjavík. Það er jákvæð stefnubreyting í ljósi aðdáunar þeirra á hinu svokallaða „Kópavogs-módeli“ sem Sjálfstæðisflokkurinn innleiddi þar í bæ. Í meginatriðum er Reykjavík að taka það upp. Þessi hugmynd tekur ekki mið af því að leikskólar snúast vitaskuld um meira en bókhald og algjörlega er litið fram hjá ólíkum áhrifum á kynin. Leikskólar starfa fyrir okkar mikilvægasta hóp sem eru börnin okkar. Gott leikskólakerfi er jafnframt mikilvægt jafnréttismál fyrir atvinnuþátttöku og nám og grunnstoð blómlegs samfélags fyrir barnafjölskyldur. Leikskólakerfið sem byggðist upp í Reykjavík á 10. áratug síðustu aldar markaði straumhvörf í lífi íslenskra kvenna og barnafjölskyldna. Á þeim tíma þótti ýmsum þetta vitleysa.Ég hef stundum hugsað um hópinn sem var á móti þessu. Þessi hópur er enn áberandi í dag en birtingarmyndirnar eru aðrar, enda vilja allir gott leikskólakerfi. Nú skilgreinir þessi hópur jafnrétti eingöngu út frá fjölda kvenna í stjórnunarstöðum en ekki almennum veruleika kvenna. Þessum sama hópi finnst fátt hlægilegra en úrbætur í jafnréttismálum, t.d. framkvæmdaáætlun mín í jafnréttismálum. Hvert skref áfram í jafnréttisbaráttunni skiptir máli. Þetta skref meirihlutans í Reykjavíkurborg er því miður skref afturábak. Ríkisstjórnin stendur vaktina Ríkisstjórnin styður við barnafjölskyldur. Nýlega var samþykkt á Alþingi að þak fæðingarorlofs verði hækkað í 900.000 krónur. Það tekur gildi á næsta ári. Ríkisstjórnin vinnur nú tillögur um að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Það er nauðsynlegt að ríkið taki þátt í því verkefni. Þá er vinnan við endurmat á virði kvennastarfa í fullum gangi. Dómsmálaráðuneytið leiðir þá vinnu og afrakstur hennar verður kynntur haustið 2026. Ég fagna allri viðleitni til að bregðast við stöðunni í leikskólum Reykjavíkurborgar. Breytingar mega þó ekki auka álagið enn frekar á mæður og framkalla veikari stöðu kvenna. Það er skýrt af hálfu Viðreisnar. Barnafjölskyldur eiga betra skilið. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun