Stólarnir fastir í München Valur Páll Eiríksson skrifar 3. október 2025 13:30 Arnar Guðjónsson er þjálfari Tindastóls-liðsins sem festist í München. Það er margt verra en það, að hans sögn. Vísir/Arnar Leikur Vals og Tindastóls í Bónus-deild karla hefur frestast fram á mánudag. Leikmenn Tindastóls komust ekki heim frá München í Þýskalandi í gær vegna drónaumferðar á flugvellinum. Líkt og greint var frá á Vísi í morgun voru sautján flugferðir frá flugvellinum í München lagðar af vegna drónaumferðar við hann. Ein þeirra véla átti að fara til Íslands, með körfuboltalið Tindastóls innanborðs. Stólarnir unnu sigur í fyrsta leik sínum í Evrópudeildinni í körfubolta á Slovan Bratislava í Slóvakíu á miðvikudag. Daginn eftir, í gær, flugu þeir þaðan til München og áttu að fara þaðan heim á leið. Ekkert varð af því vegna drónaumferðarinnar. „Við vorum úti á braut í gær, að horfa á dómarahornið hans Harðar Unnsteinssonar. Við horfðum á það úti á flugbraut. Svo um leið og framlengingin kláraðist í Vesturbænum var okkur tilkynnt að við værum að fara aftur inn,“ segir Arnar Guðjónsson, þjálfari Tindastóls, léttur. Hann vísar þar til Skiptiborðsins í umsjón Harðar Unnsteinssonar á Sýn Sport, þar sem sýnt var frá fyrstu fjórum leikjum Bónus-deildar karla. Framlengingin í Vesturbæ endaði með naumum sigri KR á Íslandsmeisturum Stjörnunnar. Þegar sá leikur kláraðist hafði fólk setið í vélinni um hríð. „Það var ekki einu sinni kominn hálfleikur þegar við fórum út í vél,“ segir Arnar en menn höfðu þó blessunarlega Skiptiborðið til að stytta sér stundir. Þakklátir Valsmönnum Tindastóll átti að mæta Val klukkan 16:00 að Hlíðarenda á morgun. Stólarnir fengu flug í kvöld og koma heim upp úr miðnætti til Keflavíkur. Þeir höfðu samband við Valsmenn og þakka þeim liðleikann að færa leikinn fram á mánudag vegna aðstæðnanna sem upp eru komnar. „Við höfðum samband við Valsara og þeir tóku mjög vel í þetta. Það er frábært hvað þeir voru viljugir til að aðstoða okkur í þessum aðstæðum. Þeim stendur engin skylda til þess, þannig að við erum mjög þakklátir,“ „Leikurinn átti að vera klukkan fjögur vegna þess að það er fótboltaleikur á Hlíðarenda um kvöldið. Það hefði verið svolítið stuttur viðsnúningur þar sem við komum upp á hótel um tvöleytið í nótt. Þannig að við erum mjög þakklátir hversu samvinnuþýðir Valsmenn voru,“ segir Arnar. Stytta sér stundir á Oktoberfest Þá voru hæg heimatökin að finna sér eitthvað til dægrarstyttingar í Þýskalandi. „Við náðum að redda okkur æfingu hjá einhverju akademíufélagi sem verður klukkan hálf sex. Við förum þangað og höfum létta æfingu áður en við skellum okkur út á völl og fljúgum heim. Menn fóru að fá sér snæðing niðri í bæ og skoða mannlífið. Það er Oktoberfest, þannig að það er nóg að gerast,“ „Þetta er minnsta málið í heimi, að það falli niður eitt flug. Það hefur ekki drepið neinn hingað til,“ segir Arnar að lokum. Tindastóll Þýskaland Bónus-deild karla Körfubolti Fréttir af flugi Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Líkt og greint var frá á Vísi í morgun voru sautján flugferðir frá flugvellinum í München lagðar af vegna drónaumferðar við hann. Ein þeirra véla átti að fara til Íslands, með körfuboltalið Tindastóls innanborðs. Stólarnir unnu sigur í fyrsta leik sínum í Evrópudeildinni í körfubolta á Slovan Bratislava í Slóvakíu á miðvikudag. Daginn eftir, í gær, flugu þeir þaðan til München og áttu að fara þaðan heim á leið. Ekkert varð af því vegna drónaumferðarinnar. „Við vorum úti á braut í gær, að horfa á dómarahornið hans Harðar Unnsteinssonar. Við horfðum á það úti á flugbraut. Svo um leið og framlengingin kláraðist í Vesturbænum var okkur tilkynnt að við værum að fara aftur inn,“ segir Arnar Guðjónsson, þjálfari Tindastóls, léttur. Hann vísar þar til Skiptiborðsins í umsjón Harðar Unnsteinssonar á Sýn Sport, þar sem sýnt var frá fyrstu fjórum leikjum Bónus-deildar karla. Framlengingin í Vesturbæ endaði með naumum sigri KR á Íslandsmeisturum Stjörnunnar. Þegar sá leikur kláraðist hafði fólk setið í vélinni um hríð. „Það var ekki einu sinni kominn hálfleikur þegar við fórum út í vél,“ segir Arnar en menn höfðu þó blessunarlega Skiptiborðið til að stytta sér stundir. Þakklátir Valsmönnum Tindastóll átti að mæta Val klukkan 16:00 að Hlíðarenda á morgun. Stólarnir fengu flug í kvöld og koma heim upp úr miðnætti til Keflavíkur. Þeir höfðu samband við Valsmenn og þakka þeim liðleikann að færa leikinn fram á mánudag vegna aðstæðnanna sem upp eru komnar. „Við höfðum samband við Valsara og þeir tóku mjög vel í þetta. Það er frábært hvað þeir voru viljugir til að aðstoða okkur í þessum aðstæðum. Þeim stendur engin skylda til þess, þannig að við erum mjög þakklátir,“ „Leikurinn átti að vera klukkan fjögur vegna þess að það er fótboltaleikur á Hlíðarenda um kvöldið. Það hefði verið svolítið stuttur viðsnúningur þar sem við komum upp á hótel um tvöleytið í nótt. Þannig að við erum mjög þakklátir hversu samvinnuþýðir Valsmenn voru,“ segir Arnar. Stytta sér stundir á Oktoberfest Þá voru hæg heimatökin að finna sér eitthvað til dægrarstyttingar í Þýskalandi. „Við náðum að redda okkur æfingu hjá einhverju akademíufélagi sem verður klukkan hálf sex. Við förum þangað og höfum létta æfingu áður en við skellum okkur út á völl og fljúgum heim. Menn fóru að fá sér snæðing niðri í bæ og skoða mannlífið. Það er Oktoberfest, þannig að það er nóg að gerast,“ „Þetta er minnsta málið í heimi, að það falli niður eitt flug. Það hefur ekki drepið neinn hingað til,“ segir Arnar að lokum.
Tindastóll Þýskaland Bónus-deild karla Körfubolti Fréttir af flugi Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira