Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 3. október 2025 08:03 Skipulögð glæpasamtök eru ógn við samfélagið allt. Þau grafa undan kerfinu. Kosta ríkissjóð mikið, skerða samkeppnishæfni heiðarlegra fyrirtækja og ógna öryggi okkar allra. Aðgerðir lögreglu gegn skipulagðri glæpastarfsemi undanfarna mánuði hafa vakið athygli. Stefna ríkisstjórnarinnar er enda skýr í þessum efnum: Við munum taka á glæpum og glæpahópum af þunga. Við viljum að erlendum glæpamönnum sé brottvísað af landinu og sæti endurkomubanni. Nánari stefna stjórnvalda hvað þetta varðar verður kynnt á næstunni. Alþjóðlegt samstarf í þágu öruggra landamæra Skipulögð brotastarfsemi er alþjóðleg í eðli sínu. Þess vegna er mikilvægt að herða eftirlit á landamærunum eins og ríkisstjórnin hefur þegar gert og mun halda áfram að gera. Með fram því þarf að auka alþjóðlegt samstarf löggæsluyfirvalda. Því er stefnan að styrkja starf Íslands á vettvangi Europol og Eurojust. Einangrunarhyggja er nefnilega gagnslaus í þessari baráttu þó hún geti í fyrstu hljómað eins og sniðug lausn. Flestir glæpahópar eru fjölþjóðlegir. Það nægir því ekki að rannsaka brot eingöngu hér heima á Íslandi heldur þarf að vinna þvert á landmæri - rétt eins og glæpahóparnir. Þetta er gert í samstarfi lögreglu þvert á landamæri. Þar er Europol lykilstofnun. Sérfræðingshugtakið misnotað og mansal of algengt Ein birtingarmyndalþjóðlegra brota er innflutningur á fólki sem hingað kemur til lands í góðri trú og leit að betra lífi. Sá veruleiki sem hefur beðið þeirra hefur verið annar og verri. Nýleg umfjöllun Kveiks á RÚV um snyrtistofur birti veikleika í kerfinu okkar. Fólk hefur komið hingað til lands á grundvelli „sérfræðiþekkingar“. Ísland gerir fólki kleift að fá „sérfræðidvalarleyfi“ byggt á sérhæfðri þekkingu en leyfi á grundvelli þess að fólk taldist „sérfræðingar í asískri matargerð“ voru hér þónokkur. Þetta er mjög sérstakt í alþjóðlegum samanburði. Glufur í kerfinu hafa leitt af sér svigrúm sem fólk hefur notfært til að flytja inn fólk í bágborinni stöðu – fólk sem er háð atvinnurekanda sínum því leyfið er skilyrt á vinnustað. Vísbendingar eru um að þessi séríslenska regla eða glufa sem leidd var í lög árið 2023 hafi þá þegar leitt af sér stórar sakamálarannsóknir. Ég mun mæla fyrir frumvarpi á Alþingi á vorþingi sem tekur á þessum galla laganna um sérfræðileyfi sem og öðrum ágöllum í dvalarleyfiskerfinu. Þá hafa verið lagðar til hækkanir á dvalarleyfisgjöldum til samræmis við Norðurlöndin. Við viljum ekki samfélag þar sem óhindrað er hægt að flytja inn fólk til þess eins að brjóta gegn því og misnota. Við viljum ekki lög og regluverk sem stuðlar að því að hingað er fólk flutt inn til þess eins að búa við fátækt og óöryggi. Öflug löggæsla skilar árangri Nýlegar aðgerðir lögreglu og heilbrigðiseftirlits hafa leitt til þess að nú eru 17 eigendur nagla- og snyrtistofa sakborningar. Þessi mál eru vitaskuld enn til rannsóknar, en tölurnar geta þó sagt okkur hversu mikilvægt það er að lögregla hafi burði til að sinna kraftmikilli frumkvæðisvinnu sem þessari. Fjármögnun hefur verið tryggð fyrir 50 nýjum stöðugildum hjá lögreglu og nú hefur lögregla sagt frá því að hún hafi eflt mansalsrannsóknir með fleiri starfsmönnum. Lögregla hefur líka sýnt styrk sinn gagnvart mótorhjólagengjum eins og Vítisenglum, sem eru skilgreindir sem skipulögð glæpasamtök af Europol. Því verkefni er ekki lokið. Til að ná árangri í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi þarf að huga að mörgum þáttum. Við þurfum að loka glufum, auka eftirlit og yfirfara ýmis lög. Jafnframt þurfum við að halda áfram að fjölga lögreglumönnum og efla alþjóðlegt löggæslusamstarf. Samhliða þessu styrkjum við landamærin áfram. Stefna ríkisstjórnarinnar er skýr: Glæpamenn eiga ekki að fá að athafna sig óáreittir í íslensku samfélagi. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Lögreglumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Skipulögð glæpasamtök eru ógn við samfélagið allt. Þau grafa undan kerfinu. Kosta ríkissjóð mikið, skerða samkeppnishæfni heiðarlegra fyrirtækja og ógna öryggi okkar allra. Aðgerðir lögreglu gegn skipulagðri glæpastarfsemi undanfarna mánuði hafa vakið athygli. Stefna ríkisstjórnarinnar er enda skýr í þessum efnum: Við munum taka á glæpum og glæpahópum af þunga. Við viljum að erlendum glæpamönnum sé brottvísað af landinu og sæti endurkomubanni. Nánari stefna stjórnvalda hvað þetta varðar verður kynnt á næstunni. Alþjóðlegt samstarf í þágu öruggra landamæra Skipulögð brotastarfsemi er alþjóðleg í eðli sínu. Þess vegna er mikilvægt að herða eftirlit á landamærunum eins og ríkisstjórnin hefur þegar gert og mun halda áfram að gera. Með fram því þarf að auka alþjóðlegt samstarf löggæsluyfirvalda. Því er stefnan að styrkja starf Íslands á vettvangi Europol og Eurojust. Einangrunarhyggja er nefnilega gagnslaus í þessari baráttu þó hún geti í fyrstu hljómað eins og sniðug lausn. Flestir glæpahópar eru fjölþjóðlegir. Það nægir því ekki að rannsaka brot eingöngu hér heima á Íslandi heldur þarf að vinna þvert á landmæri - rétt eins og glæpahóparnir. Þetta er gert í samstarfi lögreglu þvert á landamæri. Þar er Europol lykilstofnun. Sérfræðingshugtakið misnotað og mansal of algengt Ein birtingarmyndalþjóðlegra brota er innflutningur á fólki sem hingað kemur til lands í góðri trú og leit að betra lífi. Sá veruleiki sem hefur beðið þeirra hefur verið annar og verri. Nýleg umfjöllun Kveiks á RÚV um snyrtistofur birti veikleika í kerfinu okkar. Fólk hefur komið hingað til lands á grundvelli „sérfræðiþekkingar“. Ísland gerir fólki kleift að fá „sérfræðidvalarleyfi“ byggt á sérhæfðri þekkingu en leyfi á grundvelli þess að fólk taldist „sérfræðingar í asískri matargerð“ voru hér þónokkur. Þetta er mjög sérstakt í alþjóðlegum samanburði. Glufur í kerfinu hafa leitt af sér svigrúm sem fólk hefur notfært til að flytja inn fólk í bágborinni stöðu – fólk sem er háð atvinnurekanda sínum því leyfið er skilyrt á vinnustað. Vísbendingar eru um að þessi séríslenska regla eða glufa sem leidd var í lög árið 2023 hafi þá þegar leitt af sér stórar sakamálarannsóknir. Ég mun mæla fyrir frumvarpi á Alþingi á vorþingi sem tekur á þessum galla laganna um sérfræðileyfi sem og öðrum ágöllum í dvalarleyfiskerfinu. Þá hafa verið lagðar til hækkanir á dvalarleyfisgjöldum til samræmis við Norðurlöndin. Við viljum ekki samfélag þar sem óhindrað er hægt að flytja inn fólk til þess eins að brjóta gegn því og misnota. Við viljum ekki lög og regluverk sem stuðlar að því að hingað er fólk flutt inn til þess eins að búa við fátækt og óöryggi. Öflug löggæsla skilar árangri Nýlegar aðgerðir lögreglu og heilbrigðiseftirlits hafa leitt til þess að nú eru 17 eigendur nagla- og snyrtistofa sakborningar. Þessi mál eru vitaskuld enn til rannsóknar, en tölurnar geta þó sagt okkur hversu mikilvægt það er að lögregla hafi burði til að sinna kraftmikilli frumkvæðisvinnu sem þessari. Fjármögnun hefur verið tryggð fyrir 50 nýjum stöðugildum hjá lögreglu og nú hefur lögregla sagt frá því að hún hafi eflt mansalsrannsóknir með fleiri starfsmönnum. Lögregla hefur líka sýnt styrk sinn gagnvart mótorhjólagengjum eins og Vítisenglum, sem eru skilgreindir sem skipulögð glæpasamtök af Europol. Því verkefni er ekki lokið. Til að ná árangri í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi þarf að huga að mörgum þáttum. Við þurfum að loka glufum, auka eftirlit og yfirfara ýmis lög. Jafnframt þurfum við að halda áfram að fjölga lögreglumönnum og efla alþjóðlegt löggæslusamstarf. Samhliða þessu styrkjum við landamærin áfram. Stefna ríkisstjórnarinnar er skýr: Glæpamenn eiga ekki að fá að athafna sig óáreittir í íslensku samfélagi. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun