Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 2. október 2025 10:16 Á síðustu árum hafa orðið miklar samfélagslegar breytingar og tækniþróun sem umbreytt hafa allri umgjörð náms og kennslu. Við stöndum á tímamótum og þurfum að spyrja okkur grundvallarspurninga um hvaða hæfni og þekkingu skipti mestu máli að leggja grunn að í menntakerfinu okkar. Víða um heim er kallað eftir auknum áherslum á verklega og skapandi starfshætti þar sem leitast er við að tengja saman hug og hönd, efla sjálfstæða og skapandi hugsun, hlúa að samskiptahæfni og samkennd, og síðast en ekki síst, gera öllum kleift að njóta sín og vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Nú á haustmánuðum hófst starfsemi Menntavísindasviðs Háskóla Ísland í Sögu, þeirri sögufrægu byggingu sem áður hýsti hótel. Markmið flutningsins er að stórbæta náms- og kennsluaðstöðu og efla fjölbreytni í námsumhverfi háskólanema, ekki síst þeirra sem stefna á að starfa innan menntakerfisins og verða þannig áhrifavaldar í lífi annarra. Það er stór áfangi að taka í notkun glæsileg ný kennslurými og gera nemendum og starfsfólki Menntavísindasviðs kleift að vera virkari hluti af háskólasamfélaginu öllu. Nú hefur Háskólinn eignast í hjarta skólans fjölbreytta aðstöðu fyrir listir og skapandi greinar, en í Sögu verður meðal annars að finna leiklistarstofu, myndlistarstofu, textílrými, smíðastofu og tónlistarstofu. Þá verður hreyfirannsóknastofa fyrir íþrótta-og heilsufræði sem er mikið framfaraskref, sérhönnuð rými fyrir kennslu náttúruvísinda og stærðfræði og sérútbúnar leikstofur fyrir kennslu yngri barna. Þá er gaman að segja frá því að á fyrstu hæð er stefnt að því að opna stafrænt tækni- og sköpunarver í samvinnu við Reykjavíkurborg og Verkfræði-og náttúruvísindasvið sem mun stórbæta aðgengi háskólanema og fagfólks að stafrænum útbúnaði til sköpunar og miðlunar. Í dag hefst Menntakvika, stærsta menntaráðstefnu landsins, sem fer fram í Sögu dagana 2.-4. október. Á Menntakviku eru kynntar nýjustu rannsóknir á sviði menntavísinda og fjallað um brýn viðfangsefni á sviði náms, kennslu, velferðar, samfélags og íþrótta og tómstunda. Ráðstefnan er nú haldin í fyrsta sinn í Sögu og markar því spennandi tímamót. Markmið Menntakviku hefur frá upphafi verið að skapa vettvang fyrir fræða-og fagfólk í skóla- og frístundastarfi til að miðla þekkingu, hugmyndum og árangursríkum starfsháttum. Það verður gaman að sjá Sögu fyllast af lífi en margir bíða spenntir eftir að sjá hvernig hefur tekist til að breyta hóteli í háskóla. Kennaramenntun og skipulag hennar hefur töluvert borið á góma undanfarið. Það er því vel við hæfi að opnunarmálstofa Menntakviku fimmtudaginn 2. október kl. 14.30 ber heitið Kennaramenntun í deiglunni. Meðal efnis eru spurningar um hvort til sé sameiginleg sýn á kennaramenntun, hvernig gangi að brúa bil fræða og starfs í náminu, og hvernig kennaramenntun undirbýr nýliða fyrir starf. Föstudaginn 3. október verða flutt 235 erindi í 57 málstofum á Menntakviku og því verður úr nægu að velja. Hægt er að mæta á staðinn eða fylgjast með málstofum í beinu streymi á ZOOM. Ég vek sérstaka athygli á því að á laugardeginum 4. október verður boðið upp á skapandi vinnusmiðjur kl. 11.30 til 13.00 í Sögu og stendur skráning á þær enn yfir á heimasíðu ráðstefnunnar: https://menntakvika.hi.is/. Verið velkomin á Menntakviku 2025. Sjáumst í Sögu! Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skóla- og menntamál Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hafa orðið miklar samfélagslegar breytingar og tækniþróun sem umbreytt hafa allri umgjörð náms og kennslu. Við stöndum á tímamótum og þurfum að spyrja okkur grundvallarspurninga um hvaða hæfni og þekkingu skipti mestu máli að leggja grunn að í menntakerfinu okkar. Víða um heim er kallað eftir auknum áherslum á verklega og skapandi starfshætti þar sem leitast er við að tengja saman hug og hönd, efla sjálfstæða og skapandi hugsun, hlúa að samskiptahæfni og samkennd, og síðast en ekki síst, gera öllum kleift að njóta sín og vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Nú á haustmánuðum hófst starfsemi Menntavísindasviðs Háskóla Ísland í Sögu, þeirri sögufrægu byggingu sem áður hýsti hótel. Markmið flutningsins er að stórbæta náms- og kennsluaðstöðu og efla fjölbreytni í námsumhverfi háskólanema, ekki síst þeirra sem stefna á að starfa innan menntakerfisins og verða þannig áhrifavaldar í lífi annarra. Það er stór áfangi að taka í notkun glæsileg ný kennslurými og gera nemendum og starfsfólki Menntavísindasviðs kleift að vera virkari hluti af háskólasamfélaginu öllu. Nú hefur Háskólinn eignast í hjarta skólans fjölbreytta aðstöðu fyrir listir og skapandi greinar, en í Sögu verður meðal annars að finna leiklistarstofu, myndlistarstofu, textílrými, smíðastofu og tónlistarstofu. Þá verður hreyfirannsóknastofa fyrir íþrótta-og heilsufræði sem er mikið framfaraskref, sérhönnuð rými fyrir kennslu náttúruvísinda og stærðfræði og sérútbúnar leikstofur fyrir kennslu yngri barna. Þá er gaman að segja frá því að á fyrstu hæð er stefnt að því að opna stafrænt tækni- og sköpunarver í samvinnu við Reykjavíkurborg og Verkfræði-og náttúruvísindasvið sem mun stórbæta aðgengi háskólanema og fagfólks að stafrænum útbúnaði til sköpunar og miðlunar. Í dag hefst Menntakvika, stærsta menntaráðstefnu landsins, sem fer fram í Sögu dagana 2.-4. október. Á Menntakviku eru kynntar nýjustu rannsóknir á sviði menntavísinda og fjallað um brýn viðfangsefni á sviði náms, kennslu, velferðar, samfélags og íþrótta og tómstunda. Ráðstefnan er nú haldin í fyrsta sinn í Sögu og markar því spennandi tímamót. Markmið Menntakviku hefur frá upphafi verið að skapa vettvang fyrir fræða-og fagfólk í skóla- og frístundastarfi til að miðla þekkingu, hugmyndum og árangursríkum starfsháttum. Það verður gaman að sjá Sögu fyllast af lífi en margir bíða spenntir eftir að sjá hvernig hefur tekist til að breyta hóteli í háskóla. Kennaramenntun og skipulag hennar hefur töluvert borið á góma undanfarið. Það er því vel við hæfi að opnunarmálstofa Menntakviku fimmtudaginn 2. október kl. 14.30 ber heitið Kennaramenntun í deiglunni. Meðal efnis eru spurningar um hvort til sé sameiginleg sýn á kennaramenntun, hvernig gangi að brúa bil fræða og starfs í náminu, og hvernig kennaramenntun undirbýr nýliða fyrir starf. Föstudaginn 3. október verða flutt 235 erindi í 57 málstofum á Menntakviku og því verður úr nægu að velja. Hægt er að mæta á staðinn eða fylgjast með málstofum í beinu streymi á ZOOM. Ég vek sérstaka athygli á því að á laugardeginum 4. október verður boðið upp á skapandi vinnusmiðjur kl. 11.30 til 13.00 í Sögu og stendur skráning á þær enn yfir á heimasíðu ráðstefnunnar: https://menntakvika.hi.is/. Verið velkomin á Menntakviku 2025. Sjáumst í Sögu! Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun