Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar 1. október 2025 12:31 Það er oft sagt að viðhorf séu lykillinn að breytingum. Þegar rætt er um inngildingu og skóla án aðgreiningar verður það strax augljóst: hugmyndafræðin stendur og fellur með því hvernig við í skólunum horfum á og nálgumst fjölbreytileikann. Ef fjölbreytileiki er álitinn sem byrði, verður inngilding að þungri skyldu. Sé litið á hann sem auðlind getur hann skapað skólaumhverfi þar sem öll börn fá að blómstra. Viðhorf – meira í munni en í raun? Viðhorf kennara, foreldra, stjórnenda og jafnvel samnemenda skipta sköpum. Ef nemandi sem þarf stuðning er stimplaður fyrst og fremst út frá vanda sínum hefur það áhrif á sjálfsmynd hans, líðan og námsframvindu. Á móti getur jákvætt viðhorf – að sjá tækifæri í hverjum nemenda til framfara og lærdóms– gjörbreytt andrúmsloftinu í skólastofunni. Viðhorfið yrði þannig ekki aðeins huglæg afstaða heldur lykilatriði í framkvæmd inngildingarinnar. Þróun fagvitundar – hvernig verðum við betur í stakk búin? Starfsfólk skóla hefur marga möguleika til að efla fagvitund sína í starfi með fjölbreyttum nemendahópi. Námskeið, samráð og þverfaglegt samstarf eru mikilvægar leiðir. Fagvitund þróast þó ekki síður í gegnum daglegt starf, þegar kennarar staldra við, meta eigið starf og læra hvert af öðru.Það væri því rökrétt að gera kröfu um að þessi þróun væri sífelld – ekki aðeins þegar ný stefna er innleidd, heldur samofin öllu skólastarfi. Þannig verður fagvitund ekki aðeins einstaklingsmál heldur sameiginlegur grunnur sem allt starfsfólk byggir á. Lausnir sem virka Mín reynsla er sú að lausnir sem byggja á samstarfi gefa mestan árangur. Þegar teymi kennara hittist reglulega til að ræða einstaka nemendur og leita leiða til að þróa sameiginlegar lausnir, eykst bæði víðsýni og hugkvæmni, með því verður ábyrgðin ekki á herðum eins kennara, heldur dreifist á fleiri. Inngilding ætti þó ekki einungis að byggjast á samvinnu og samábyrgð kennara og stjórnsýslu, heldur geta nemendur sjálfir gegnt lykilhlutverki í mótun viðhorfa. Markviss fræðsla og samræður við nemendur getur í því samhengi reynst afar árangursrík leið til að draga úr dómhörku og efla um leið bekkjaranda og jákvætt viðhorf í skólastofunni. Brennandi spurningar Þrátt fyrir að margar lausnir séu þekktar sit ég eftir með spurningar sem brenna á mér: Hvernig tryggjum við að fagmennska fylgi stuðningsfulltrúum sem vinna með viðkvæmustu börnunum? Hvernig getum við tryggt að snemmtæk íhlutun sé ekki orðin að slagorði, heldur raunveruleg aðgerð þar sem barn fær hjálp á réttum tíma? Hver ber í raun ábyrgð á því að hugmyndafræðin um inngildingu sé framkvæmd? Er það kennarinn, skólinn, sveitarfélagið eða ríkið? Þessar spurningar varpa ljósi á að við erum á vegferð – falleg orð á blaði duga ekki nema þau endurspeglist í verkum. Frá viðhorfi til veruleika Ef inngildandi skólastarf á að verða lifandi veruleiki, verðum við að byrja á viðhorfunum. Það þarf að endurskilgreina fjölbreytileikann sem styrk, efla fagvitund starfsfólks með markvissum hætti og tryggja að lausnir og úrræði séu bæði raunhæf og aðgengileg. Í upphafi spurði ég hvort viðhorf væru lykillinn, nú sit ég sannfærð: já, þau eru það. Viðhorfin ráða því hvernig hugmyndin um skóla án aðgreiningar birtist í daglegum veruleika barna og kennara. Þegar viðhorfin breytast, opnast dyr – og í gegnum þær eiga allir að geta gengið inn. Höfundur er meistaranemi í kennslufræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Það er oft sagt að viðhorf séu lykillinn að breytingum. Þegar rætt er um inngildingu og skóla án aðgreiningar verður það strax augljóst: hugmyndafræðin stendur og fellur með því hvernig við í skólunum horfum á og nálgumst fjölbreytileikann. Ef fjölbreytileiki er álitinn sem byrði, verður inngilding að þungri skyldu. Sé litið á hann sem auðlind getur hann skapað skólaumhverfi þar sem öll börn fá að blómstra. Viðhorf – meira í munni en í raun? Viðhorf kennara, foreldra, stjórnenda og jafnvel samnemenda skipta sköpum. Ef nemandi sem þarf stuðning er stimplaður fyrst og fremst út frá vanda sínum hefur það áhrif á sjálfsmynd hans, líðan og námsframvindu. Á móti getur jákvætt viðhorf – að sjá tækifæri í hverjum nemenda til framfara og lærdóms– gjörbreytt andrúmsloftinu í skólastofunni. Viðhorfið yrði þannig ekki aðeins huglæg afstaða heldur lykilatriði í framkvæmd inngildingarinnar. Þróun fagvitundar – hvernig verðum við betur í stakk búin? Starfsfólk skóla hefur marga möguleika til að efla fagvitund sína í starfi með fjölbreyttum nemendahópi. Námskeið, samráð og þverfaglegt samstarf eru mikilvægar leiðir. Fagvitund þróast þó ekki síður í gegnum daglegt starf, þegar kennarar staldra við, meta eigið starf og læra hvert af öðru.Það væri því rökrétt að gera kröfu um að þessi þróun væri sífelld – ekki aðeins þegar ný stefna er innleidd, heldur samofin öllu skólastarfi. Þannig verður fagvitund ekki aðeins einstaklingsmál heldur sameiginlegur grunnur sem allt starfsfólk byggir á. Lausnir sem virka Mín reynsla er sú að lausnir sem byggja á samstarfi gefa mestan árangur. Þegar teymi kennara hittist reglulega til að ræða einstaka nemendur og leita leiða til að þróa sameiginlegar lausnir, eykst bæði víðsýni og hugkvæmni, með því verður ábyrgðin ekki á herðum eins kennara, heldur dreifist á fleiri. Inngilding ætti þó ekki einungis að byggjast á samvinnu og samábyrgð kennara og stjórnsýslu, heldur geta nemendur sjálfir gegnt lykilhlutverki í mótun viðhorfa. Markviss fræðsla og samræður við nemendur getur í því samhengi reynst afar árangursrík leið til að draga úr dómhörku og efla um leið bekkjaranda og jákvætt viðhorf í skólastofunni. Brennandi spurningar Þrátt fyrir að margar lausnir séu þekktar sit ég eftir með spurningar sem brenna á mér: Hvernig tryggjum við að fagmennska fylgi stuðningsfulltrúum sem vinna með viðkvæmustu börnunum? Hvernig getum við tryggt að snemmtæk íhlutun sé ekki orðin að slagorði, heldur raunveruleg aðgerð þar sem barn fær hjálp á réttum tíma? Hver ber í raun ábyrgð á því að hugmyndafræðin um inngildingu sé framkvæmd? Er það kennarinn, skólinn, sveitarfélagið eða ríkið? Þessar spurningar varpa ljósi á að við erum á vegferð – falleg orð á blaði duga ekki nema þau endurspeglist í verkum. Frá viðhorfi til veruleika Ef inngildandi skólastarf á að verða lifandi veruleiki, verðum við að byrja á viðhorfunum. Það þarf að endurskilgreina fjölbreytileikann sem styrk, efla fagvitund starfsfólks með markvissum hætti og tryggja að lausnir og úrræði séu bæði raunhæf og aðgengileg. Í upphafi spurði ég hvort viðhorf væru lykillinn, nú sit ég sannfærð: já, þau eru það. Viðhorfin ráða því hvernig hugmyndin um skóla án aðgreiningar birtist í daglegum veruleika barna og kennara. Þegar viðhorfin breytast, opnast dyr – og í gegnum þær eiga allir að geta gengið inn. Höfundur er meistaranemi í kennslufræðum.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun