Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar 1. október 2025 12:31 Það er oft sagt að viðhorf séu lykillinn að breytingum. Þegar rætt er um inngildingu og skóla án aðgreiningar verður það strax augljóst: hugmyndafræðin stendur og fellur með því hvernig við í skólunum horfum á og nálgumst fjölbreytileikann. Ef fjölbreytileiki er álitinn sem byrði, verður inngilding að þungri skyldu. Sé litið á hann sem auðlind getur hann skapað skólaumhverfi þar sem öll börn fá að blómstra. Viðhorf – meira í munni en í raun? Viðhorf kennara, foreldra, stjórnenda og jafnvel samnemenda skipta sköpum. Ef nemandi sem þarf stuðning er stimplaður fyrst og fremst út frá vanda sínum hefur það áhrif á sjálfsmynd hans, líðan og námsframvindu. Á móti getur jákvætt viðhorf – að sjá tækifæri í hverjum nemenda til framfara og lærdóms– gjörbreytt andrúmsloftinu í skólastofunni. Viðhorfið yrði þannig ekki aðeins huglæg afstaða heldur lykilatriði í framkvæmd inngildingarinnar. Þróun fagvitundar – hvernig verðum við betur í stakk búin? Starfsfólk skóla hefur marga möguleika til að efla fagvitund sína í starfi með fjölbreyttum nemendahópi. Námskeið, samráð og þverfaglegt samstarf eru mikilvægar leiðir. Fagvitund þróast þó ekki síður í gegnum daglegt starf, þegar kennarar staldra við, meta eigið starf og læra hvert af öðru.Það væri því rökrétt að gera kröfu um að þessi þróun væri sífelld – ekki aðeins þegar ný stefna er innleidd, heldur samofin öllu skólastarfi. Þannig verður fagvitund ekki aðeins einstaklingsmál heldur sameiginlegur grunnur sem allt starfsfólk byggir á. Lausnir sem virka Mín reynsla er sú að lausnir sem byggja á samstarfi gefa mestan árangur. Þegar teymi kennara hittist reglulega til að ræða einstaka nemendur og leita leiða til að þróa sameiginlegar lausnir, eykst bæði víðsýni og hugkvæmni, með því verður ábyrgðin ekki á herðum eins kennara, heldur dreifist á fleiri. Inngilding ætti þó ekki einungis að byggjast á samvinnu og samábyrgð kennara og stjórnsýslu, heldur geta nemendur sjálfir gegnt lykilhlutverki í mótun viðhorfa. Markviss fræðsla og samræður við nemendur getur í því samhengi reynst afar árangursrík leið til að draga úr dómhörku og efla um leið bekkjaranda og jákvætt viðhorf í skólastofunni. Brennandi spurningar Þrátt fyrir að margar lausnir séu þekktar sit ég eftir með spurningar sem brenna á mér: Hvernig tryggjum við að fagmennska fylgi stuðningsfulltrúum sem vinna með viðkvæmustu börnunum? Hvernig getum við tryggt að snemmtæk íhlutun sé ekki orðin að slagorði, heldur raunveruleg aðgerð þar sem barn fær hjálp á réttum tíma? Hver ber í raun ábyrgð á því að hugmyndafræðin um inngildingu sé framkvæmd? Er það kennarinn, skólinn, sveitarfélagið eða ríkið? Þessar spurningar varpa ljósi á að við erum á vegferð – falleg orð á blaði duga ekki nema þau endurspeglist í verkum. Frá viðhorfi til veruleika Ef inngildandi skólastarf á að verða lifandi veruleiki, verðum við að byrja á viðhorfunum. Það þarf að endurskilgreina fjölbreytileikann sem styrk, efla fagvitund starfsfólks með markvissum hætti og tryggja að lausnir og úrræði séu bæði raunhæf og aðgengileg. Í upphafi spurði ég hvort viðhorf væru lykillinn, nú sit ég sannfærð: já, þau eru það. Viðhorfin ráða því hvernig hugmyndin um skóla án aðgreiningar birtist í daglegum veruleika barna og kennara. Þegar viðhorfin breytast, opnast dyr – og í gegnum þær eiga allir að geta gengið inn. Höfundur er meistaranemi í kennslufræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Það er oft sagt að viðhorf séu lykillinn að breytingum. Þegar rætt er um inngildingu og skóla án aðgreiningar verður það strax augljóst: hugmyndafræðin stendur og fellur með því hvernig við í skólunum horfum á og nálgumst fjölbreytileikann. Ef fjölbreytileiki er álitinn sem byrði, verður inngilding að þungri skyldu. Sé litið á hann sem auðlind getur hann skapað skólaumhverfi þar sem öll börn fá að blómstra. Viðhorf – meira í munni en í raun? Viðhorf kennara, foreldra, stjórnenda og jafnvel samnemenda skipta sköpum. Ef nemandi sem þarf stuðning er stimplaður fyrst og fremst út frá vanda sínum hefur það áhrif á sjálfsmynd hans, líðan og námsframvindu. Á móti getur jákvætt viðhorf – að sjá tækifæri í hverjum nemenda til framfara og lærdóms– gjörbreytt andrúmsloftinu í skólastofunni. Viðhorfið yrði þannig ekki aðeins huglæg afstaða heldur lykilatriði í framkvæmd inngildingarinnar. Þróun fagvitundar – hvernig verðum við betur í stakk búin? Starfsfólk skóla hefur marga möguleika til að efla fagvitund sína í starfi með fjölbreyttum nemendahópi. Námskeið, samráð og þverfaglegt samstarf eru mikilvægar leiðir. Fagvitund þróast þó ekki síður í gegnum daglegt starf, þegar kennarar staldra við, meta eigið starf og læra hvert af öðru.Það væri því rökrétt að gera kröfu um að þessi þróun væri sífelld – ekki aðeins þegar ný stefna er innleidd, heldur samofin öllu skólastarfi. Þannig verður fagvitund ekki aðeins einstaklingsmál heldur sameiginlegur grunnur sem allt starfsfólk byggir á. Lausnir sem virka Mín reynsla er sú að lausnir sem byggja á samstarfi gefa mestan árangur. Þegar teymi kennara hittist reglulega til að ræða einstaka nemendur og leita leiða til að þróa sameiginlegar lausnir, eykst bæði víðsýni og hugkvæmni, með því verður ábyrgðin ekki á herðum eins kennara, heldur dreifist á fleiri. Inngilding ætti þó ekki einungis að byggjast á samvinnu og samábyrgð kennara og stjórnsýslu, heldur geta nemendur sjálfir gegnt lykilhlutverki í mótun viðhorfa. Markviss fræðsla og samræður við nemendur getur í því samhengi reynst afar árangursrík leið til að draga úr dómhörku og efla um leið bekkjaranda og jákvætt viðhorf í skólastofunni. Brennandi spurningar Þrátt fyrir að margar lausnir séu þekktar sit ég eftir með spurningar sem brenna á mér: Hvernig tryggjum við að fagmennska fylgi stuðningsfulltrúum sem vinna með viðkvæmustu börnunum? Hvernig getum við tryggt að snemmtæk íhlutun sé ekki orðin að slagorði, heldur raunveruleg aðgerð þar sem barn fær hjálp á réttum tíma? Hver ber í raun ábyrgð á því að hugmyndafræðin um inngildingu sé framkvæmd? Er það kennarinn, skólinn, sveitarfélagið eða ríkið? Þessar spurningar varpa ljósi á að við erum á vegferð – falleg orð á blaði duga ekki nema þau endurspeglist í verkum. Frá viðhorfi til veruleika Ef inngildandi skólastarf á að verða lifandi veruleiki, verðum við að byrja á viðhorfunum. Það þarf að endurskilgreina fjölbreytileikann sem styrk, efla fagvitund starfsfólks með markvissum hætti og tryggja að lausnir og úrræði séu bæði raunhæf og aðgengileg. Í upphafi spurði ég hvort viðhorf væru lykillinn, nú sit ég sannfærð: já, þau eru það. Viðhorfin ráða því hvernig hugmyndin um skóla án aðgreiningar birtist í daglegum veruleika barna og kennara. Þegar viðhorfin breytast, opnast dyr – og í gegnum þær eiga allir að geta gengið inn. Höfundur er meistaranemi í kennslufræðum.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun