Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir og Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifa 27. september 2025 07:03 Þrátt fyrir áratugalanga viðleitni velferðarkerfis og dómskerfis stöndum við enn frammi fyrir því að stór hluti samfélagsins okkar glímir við vímuefnavanda og áhættuhegðun. Það er varla ofmælt að segja að hver einasta fjölskylda á landinu hafi einhvern tíma fundið fyrir áhrifum vandans – beint eða óbeint. Við höfum flest séð fólk sem okkur þykir vænt um dragast inn í mikla áfengis- og vímuefnanotkun, og alltof oft höfum við horft á kerfin sem eiga að styðja þau, bregðast algjörlega. Hefðbundnar meðferðir hafa lengi metið árangur út frá einum mælikvarða: hvort fólk hættir að nota vímuefni eða ekki. En þegar það er eini mælikvarðinn verða fjölmargir útundan. Sumir treysta sér ekki til að hætta, aðrir vilja ekki hætta. Enn aðrir hætta en byrja aftur – og mæta einstaklingar oft skömm, höfnun og útilokun frá úrræðum sem ættu að styðja þau. Við vitum nú að vímuefnavandi er ekki spurning um viljastyrk eða siðferði. Hann er flókið samspil líffræði, umhverfis og oft óunninna áfalla. Með nýrri sýn á vandann verður líka að fylgja ný nálgun í meðferð og þjónustu. Skaðaminnkun Skaðaminnkun er ein slík leið og er viðurkennd aðferðafræði innan fíknifræða. Hún snýst ekki um að gefast upp á bata, heldur um að skapa öryggi og traust, og bjóða fólki hjálp þar sem það er statt, ekki aðeins þar sem við viljum að það sé statt, viðhorf sem ríkir oft í kerfinu. Skaðaminnkun leggur áherslu á að draga úr áhættu og skaða, minnka skömm og bjóða fram stuðning án skilyrða. Þannig opnar skaðaminnkun dyr sem annars væru lokaðar. Hún gerir fólki kleift að taka skref í átt að öruggara og heilbrigðara lífi á eigin hraða. Í öðrum löndum hefur þessi nálgun sýnt fram á árangur. Hún hefur dregið úr dauðsföllum af völdum ofnotkunar og sjálfsvíga, minnkað útbreiðslu smitsjúkdóma og sýkinga, og hjálpað fólki að byggja upp líf með meiri reisn og tilgangi. Á Íslandi hefur skaðaminnkun oft verið misskilin og jafnvel lítilsvirt. Enn er áherslan oftar en ekki á að meðferð verði að byggjast á algerri edrúmennsku, þótt vitað sé að sú leið hentar ekki öllum. Fólk sem ekki nær að falla inn í þau viðmið falla milli skips og bryggju, og stundum með hörmulegum afleiðingum. Það er kominn tími til að við horfum til annarra leiða: aðferða sem byggja á gagnreyndri þekkingu og samkennd. Samþætt skaðaminnkandi meðferð Ein þeirra er samþætt skaðaminnkandi meðferð (Integrative Harm Reduction Psychotherapy), þróuð af bandaríska sálfræðingnum Dr. Andrew Tatarsky. Hún sameinar meginreglur skaðaminnkunar og sálfræðimeðferðar og snýst ekki aðeins um vímuefnanotkun eða áhættuhegðun heldur líka um undirliggjandi áföll, tengsl og tilfinningavanda sem oft liggja að baki vandans. Dr. Tatarsky er brautryðjandi á þessu sviði og hefur unnið að því í yfir þrjá áratugi, bæði sem meðferðaraðili og kennari. Hann hefur kennt starfsfólki víða um heim hvernig hægt er að innleiða skaðaminnkun í meðferð og ráðlagt stjórnvöldum við að þróa nýja þjónustu og meðferðir. Fræðsludagur 6. október Í byrjun október kemur Dr. Tatarsky til Íslands í annað sinn, í boði Matthildarsamtakanna og Heilshugar. Dr. Tatarsky mun halda þriggja daga námskeið fyrir fagfólk þann 6. – 8. október og er fyrsti dagur námskeiðis 6. október sérstakur fræðsludagur sem opinn er öllum almenningi. Þar er boðið velkomið allt frá starfsfólki og stjórnendum úrræða til aðstandenda, notenda, nemenda og allra sem hafa áhuga á málefninu. Nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn og er hægt að finna upplýsingar á facebook viðburðinum „Hugsum fíknivanda upp á nýtt – fræðsludagur með Dr. Andrew Tatarsky“, eða hægt er að senda póst á heilshugar@heilshugar.is. Þau sem vilja fræðast nánar um þessa nálgun og meðferð hafa nú tækifæri til að taka þátt í nýrri og mannúðlegri umræðu um hvernig við getum sem samfélag brugðist við ört stækkandi vímuefnavanda með meiri skilningi, árangri og samkennd. Það er okkur hjartans mál að ná sem flestum að borðinu. Svala Jóhannesdóttir er formaður Matthildar, samtaka um skaðaminnkun. Lilja Sif Þorsteinsdóttir er sérfræðingur í klínískri sálfræði hjá Heilshugar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir áratugalanga viðleitni velferðarkerfis og dómskerfis stöndum við enn frammi fyrir því að stór hluti samfélagsins okkar glímir við vímuefnavanda og áhættuhegðun. Það er varla ofmælt að segja að hver einasta fjölskylda á landinu hafi einhvern tíma fundið fyrir áhrifum vandans – beint eða óbeint. Við höfum flest séð fólk sem okkur þykir vænt um dragast inn í mikla áfengis- og vímuefnanotkun, og alltof oft höfum við horft á kerfin sem eiga að styðja þau, bregðast algjörlega. Hefðbundnar meðferðir hafa lengi metið árangur út frá einum mælikvarða: hvort fólk hættir að nota vímuefni eða ekki. En þegar það er eini mælikvarðinn verða fjölmargir útundan. Sumir treysta sér ekki til að hætta, aðrir vilja ekki hætta. Enn aðrir hætta en byrja aftur – og mæta einstaklingar oft skömm, höfnun og útilokun frá úrræðum sem ættu að styðja þau. Við vitum nú að vímuefnavandi er ekki spurning um viljastyrk eða siðferði. Hann er flókið samspil líffræði, umhverfis og oft óunninna áfalla. Með nýrri sýn á vandann verður líka að fylgja ný nálgun í meðferð og þjónustu. Skaðaminnkun Skaðaminnkun er ein slík leið og er viðurkennd aðferðafræði innan fíknifræða. Hún snýst ekki um að gefast upp á bata, heldur um að skapa öryggi og traust, og bjóða fólki hjálp þar sem það er statt, ekki aðeins þar sem við viljum að það sé statt, viðhorf sem ríkir oft í kerfinu. Skaðaminnkun leggur áherslu á að draga úr áhættu og skaða, minnka skömm og bjóða fram stuðning án skilyrða. Þannig opnar skaðaminnkun dyr sem annars væru lokaðar. Hún gerir fólki kleift að taka skref í átt að öruggara og heilbrigðara lífi á eigin hraða. Í öðrum löndum hefur þessi nálgun sýnt fram á árangur. Hún hefur dregið úr dauðsföllum af völdum ofnotkunar og sjálfsvíga, minnkað útbreiðslu smitsjúkdóma og sýkinga, og hjálpað fólki að byggja upp líf með meiri reisn og tilgangi. Á Íslandi hefur skaðaminnkun oft verið misskilin og jafnvel lítilsvirt. Enn er áherslan oftar en ekki á að meðferð verði að byggjast á algerri edrúmennsku, þótt vitað sé að sú leið hentar ekki öllum. Fólk sem ekki nær að falla inn í þau viðmið falla milli skips og bryggju, og stundum með hörmulegum afleiðingum. Það er kominn tími til að við horfum til annarra leiða: aðferða sem byggja á gagnreyndri þekkingu og samkennd. Samþætt skaðaminnkandi meðferð Ein þeirra er samþætt skaðaminnkandi meðferð (Integrative Harm Reduction Psychotherapy), þróuð af bandaríska sálfræðingnum Dr. Andrew Tatarsky. Hún sameinar meginreglur skaðaminnkunar og sálfræðimeðferðar og snýst ekki aðeins um vímuefnanotkun eða áhættuhegðun heldur líka um undirliggjandi áföll, tengsl og tilfinningavanda sem oft liggja að baki vandans. Dr. Tatarsky er brautryðjandi á þessu sviði og hefur unnið að því í yfir þrjá áratugi, bæði sem meðferðaraðili og kennari. Hann hefur kennt starfsfólki víða um heim hvernig hægt er að innleiða skaðaminnkun í meðferð og ráðlagt stjórnvöldum við að þróa nýja þjónustu og meðferðir. Fræðsludagur 6. október Í byrjun október kemur Dr. Tatarsky til Íslands í annað sinn, í boði Matthildarsamtakanna og Heilshugar. Dr. Tatarsky mun halda þriggja daga námskeið fyrir fagfólk þann 6. – 8. október og er fyrsti dagur námskeiðis 6. október sérstakur fræðsludagur sem opinn er öllum almenningi. Þar er boðið velkomið allt frá starfsfólki og stjórnendum úrræða til aðstandenda, notenda, nemenda og allra sem hafa áhuga á málefninu. Nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn og er hægt að finna upplýsingar á facebook viðburðinum „Hugsum fíknivanda upp á nýtt – fræðsludagur með Dr. Andrew Tatarsky“, eða hægt er að senda póst á heilshugar@heilshugar.is. Þau sem vilja fræðast nánar um þessa nálgun og meðferð hafa nú tækifæri til að taka þátt í nýrri og mannúðlegri umræðu um hvernig við getum sem samfélag brugðist við ört stækkandi vímuefnavanda með meiri skilningi, árangri og samkennd. Það er okkur hjartans mál að ná sem flestum að borðinu. Svala Jóhannesdóttir er formaður Matthildar, samtaka um skaðaminnkun. Lilja Sif Þorsteinsdóttir er sérfræðingur í klínískri sálfræði hjá Heilshugar.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun