Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar 18. september 2025 12:01 Í ár fagna starfsmenntasjóðirnir Landsmennt, Starfsafl og Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks 25 ára afmæli. Sjóðirnir voru stofnaðir árið 2000 á grundvelli kjarasamninga aðila vinnumarkaðarins með það að markmiði að styrkja menntun og byggja upp hæfni starfsfólks fyrirtækja á almennum vinnumarkaði. Áður höfðu iðnarmenn stofnað sjóði og síðar fylgdu fjöldi starfsmenntasjóða í kjölfarið, sem allir eru enn starfræktir í dag. Óhætt er að segja að stofnun sjóðanna hafi markað tímamót í starfs-, sí- og endurmenntun hérlendis en aðilar vinnumarkaðarins sáu að með hraðri þróun og breytingum á vinnumarkaði yrði öflug og aðgengileg færniuppbygging lykill að samkeppnishæfni fyrirtækja og starfsþróun starfsfólks. Með stofnun sjóðanna var komið á sameiginlegu fyrirkomulagi þar sem bæði atvinnurekendur og stéttarfélög leggja sitt af mörkum til að efla menntun og stuðla að aukinni hæfni á íslenskum vinnumarkaði. Árangur starfsmenntasjóðanna er óumdeildur en á undanförnum 25 árum hafa tugþúsundir launafólks og þúsundir fyrirtækja nýtt sér úrræði starfsmenntasjóðanna. Þótt starfsmenntasjóðirnir starfi sjálfstætt hefur samstarf þeirra á milli reynst árangursríkt. Samstarfið felst einkum í samnýtingu reynslu og þekkingar og mikið framfaraskref tekið þegar að Áttin, sameiginleg vefgátt sjóðanna, var tekin í notkun fyrir 10 árum. Áttin er vefgátt sem tekur á móti umsóknum fyrirtækja um fræðslustyrki og kemur þeim til viðkomandi starfsmenntasjóðs. Að Áttinni standa, auk fyrrnefndra sjóða, Iðan fræðslusetur, Samband Stjórnendafélaga, Rafmennt, Starfsmenntasjóður Verslunarinnar og Sjómennt. Sjóðirnir hafa talað einum rómi um mikilvægi starfs-, sí- og endurmenntunar, ekki síst til að mæta hraðri tækniþróun og breytingum á vinnumarkaði sem sífellt krefst nýrrar hæfni starfsfólks. Það er ljóst að vinnumarkaður framtíðarinnar kallar á nýja og breytta hæfni, ekki síst í ljósi stafrænnar umbreytingar og tilkomu gervigreindar og áhrifum hennar á störf. Ef mæta á þeirri þróun, svo vel sé, skiptir menntun lykilmáli, hvort sem er að ræða bók-, iðn-, tækni- eða starfs- , sí- og endurmenntun. Mun hlutverk starfsmenntasjóðanna því einungis verða mikilvægara. Til að fjármagn starfsmenntasjóðanna nýtist sem best er nauðsynlegt að gera hæfni- og færniþörf á vinnumarkaði góð skil. Marktæk spá um færniþörf er þar lykilatriði. Aðgerðir í mennta- og fræðslumálum er varða námsframboð gagnast best ef þær byggja á áreiðanlegum gögnum. Slík gögn eru ekki nothæf í dag sem hindrar mótun framtíðaráætlana. Síðastliðin 25 ár hafa atvinnurekendur og stéttarfélög sammælst um að fjárfesta sameiginlega í aukinni hæfni á íslenskum vinnumarkaði, starfsfólki og fyrirtækjum til heilla. Starfsmenntasjóðirnir eru nú í krafti stærðar og samvinnu betur í stakk búnir en nokkru sinni fyrr til að efla íslenskan vinnumarkað til framtíðar. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði Samtaka atvinnulífsins og stjórnarkona í Landsmennt, Starfsafli og Starfsmenntasjóði verslunar- og skrifstofufólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Maj-Britt Hjördís Briem Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Skoðun Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Sjá meira
Í ár fagna starfsmenntasjóðirnir Landsmennt, Starfsafl og Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks 25 ára afmæli. Sjóðirnir voru stofnaðir árið 2000 á grundvelli kjarasamninga aðila vinnumarkaðarins með það að markmiði að styrkja menntun og byggja upp hæfni starfsfólks fyrirtækja á almennum vinnumarkaði. Áður höfðu iðnarmenn stofnað sjóði og síðar fylgdu fjöldi starfsmenntasjóða í kjölfarið, sem allir eru enn starfræktir í dag. Óhætt er að segja að stofnun sjóðanna hafi markað tímamót í starfs-, sí- og endurmenntun hérlendis en aðilar vinnumarkaðarins sáu að með hraðri þróun og breytingum á vinnumarkaði yrði öflug og aðgengileg færniuppbygging lykill að samkeppnishæfni fyrirtækja og starfsþróun starfsfólks. Með stofnun sjóðanna var komið á sameiginlegu fyrirkomulagi þar sem bæði atvinnurekendur og stéttarfélög leggja sitt af mörkum til að efla menntun og stuðla að aukinni hæfni á íslenskum vinnumarkaði. Árangur starfsmenntasjóðanna er óumdeildur en á undanförnum 25 árum hafa tugþúsundir launafólks og þúsundir fyrirtækja nýtt sér úrræði starfsmenntasjóðanna. Þótt starfsmenntasjóðirnir starfi sjálfstætt hefur samstarf þeirra á milli reynst árangursríkt. Samstarfið felst einkum í samnýtingu reynslu og þekkingar og mikið framfaraskref tekið þegar að Áttin, sameiginleg vefgátt sjóðanna, var tekin í notkun fyrir 10 árum. Áttin er vefgátt sem tekur á móti umsóknum fyrirtækja um fræðslustyrki og kemur þeim til viðkomandi starfsmenntasjóðs. Að Áttinni standa, auk fyrrnefndra sjóða, Iðan fræðslusetur, Samband Stjórnendafélaga, Rafmennt, Starfsmenntasjóður Verslunarinnar og Sjómennt. Sjóðirnir hafa talað einum rómi um mikilvægi starfs-, sí- og endurmenntunar, ekki síst til að mæta hraðri tækniþróun og breytingum á vinnumarkaði sem sífellt krefst nýrrar hæfni starfsfólks. Það er ljóst að vinnumarkaður framtíðarinnar kallar á nýja og breytta hæfni, ekki síst í ljósi stafrænnar umbreytingar og tilkomu gervigreindar og áhrifum hennar á störf. Ef mæta á þeirri þróun, svo vel sé, skiptir menntun lykilmáli, hvort sem er að ræða bók-, iðn-, tækni- eða starfs- , sí- og endurmenntun. Mun hlutverk starfsmenntasjóðanna því einungis verða mikilvægara. Til að fjármagn starfsmenntasjóðanna nýtist sem best er nauðsynlegt að gera hæfni- og færniþörf á vinnumarkaði góð skil. Marktæk spá um færniþörf er þar lykilatriði. Aðgerðir í mennta- og fræðslumálum er varða námsframboð gagnast best ef þær byggja á áreiðanlegum gögnum. Slík gögn eru ekki nothæf í dag sem hindrar mótun framtíðaráætlana. Síðastliðin 25 ár hafa atvinnurekendur og stéttarfélög sammælst um að fjárfesta sameiginlega í aukinni hæfni á íslenskum vinnumarkaði, starfsfólki og fyrirtækjum til heilla. Starfsmenntasjóðirnir eru nú í krafti stærðar og samvinnu betur í stakk búnir en nokkru sinni fyrr til að efla íslenskan vinnumarkað til framtíðar. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði Samtaka atvinnulífsins og stjórnarkona í Landsmennt, Starfsafli og Starfsmenntasjóði verslunar- og skrifstofufólks.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun