Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar 18. september 2025 12:30 Sem framkvæmdastjóri Félags lesblindra á Íslandi hef ég verið skipaður af stjórnvöldum í samráðshóp Hljóðbókasafns Íslands. Í hópnum eiga sæti fulltrúar frá Blindrafélaginu, Félagi sérkennara, Sjónstöð og Upplýsingu, félagi bókasafns- og upplýsingafræðinga. Hlutverk hópsins er að veita ráðgjöf og koma á framfæri sjónarmiðum notenda og hagsmunaaðila. Á síðasta ári ákvað ríkisstjórnin að undirbúa sameiningu þriggja stofnana – Hljóðbókasafns Íslands, Kvikmyndasafns Íslands og Landsbókasafns Íslands og var ákveðið að flytja minni söfnin í Þjóðarbókhlöðuna. Markmiðið er hagræðing og sparnaður. Þó að Félag lesblindra hafi skilning á nauðsyn hagræðingar í rekstri ríkisins höfum við alvarlegar áhyggjur af afleiðingum slíkrar sameiningar fyrir þjónustu við notendur Hljóðbókasafnsins. Hljóðbókasafnið, sem áður hét Blindrabókasafn Íslands og var stofnað árið 1983, hefur sérhæft sig í þjónustu við fólk sem á erfitt með lestur – blinda, sjónskerta og lesblinda einstaklinga. Lesblindir eru nú stærsti lánþegahópurinn, en blindir eru meðal virkastu notenda safnsins. Safnið hefur byggt upp einstaka nálægð við notendur sína: Þar hefur verið hægt að panta sérhæft efni og fá það lesið sérstaklega upp. Safnið hefur þróað náin tengsl við hagsmunasamtök og notendur. Þjónustan hefur verið persónuleg, sveigjanleg og sniðin að þörfum þeirra sem treysta á hana í daglegu námi, starfi og lífi. Stuttar boðleiðir hafa verið lykill í grunnþjónustu safnsins við notendur Við óttumst að við sameiningu muni þessi sérstaða tapast. Í stað þess að hafa framkvæmdastjóra sem ber eingöngu ábyrgð á Hljóðbókasafninu, verður einn stjórnandi settur yfir þrjár ólíkar stofnanir. Þá er hætt við að forgangsröðun færist frá notendum sem þurfa sérsniðinn stuðning – og þjónustan verði dregin saman í stað þess að þróast áfram. Það má minna á að Hljóðbókasafnið hefur lengi glímt við fjárhagslega þrengingu og ef safnið verður hluti af stærri einingu er veruleg hætta á að þessi mikilvæga þjónusta verði enn meira aðþrengd, ekki síst með það í huga að Landsbókasafn hefur undanfarin ár verið rekið með nokkrum halla. Við hjá Félagi lesblindra teljum að sameiningin muni leiða til skerðingar á þjónustu og framboði af lesnu efni. Hún gæti grafið undan þeirri sérstöðu sem Hljóðbókasafnið hefur byggt upp í 40 ár og sem þúsundir Íslendinga með lestrarörðugleika treysta á. Við hvetjum stjórnvöld til að endurmeta þessa ákvörðun og tryggja að notendur Hljóðbókasafnsins fái áfram þá persónulegu og sérhæfðu þjónustu sem hefur verið hornsteinn starfseminnar frá upphafi. Sparnaður má ekki verða til þess að veikja rétt þeirra sem standa höllum fæti þegar kemur að lestri og aðgengi að menntun, menningu og upplýsingum. Framkvæmdastjóri Félags lesblindra á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Sem framkvæmdastjóri Félags lesblindra á Íslandi hef ég verið skipaður af stjórnvöldum í samráðshóp Hljóðbókasafns Íslands. Í hópnum eiga sæti fulltrúar frá Blindrafélaginu, Félagi sérkennara, Sjónstöð og Upplýsingu, félagi bókasafns- og upplýsingafræðinga. Hlutverk hópsins er að veita ráðgjöf og koma á framfæri sjónarmiðum notenda og hagsmunaaðila. Á síðasta ári ákvað ríkisstjórnin að undirbúa sameiningu þriggja stofnana – Hljóðbókasafns Íslands, Kvikmyndasafns Íslands og Landsbókasafns Íslands og var ákveðið að flytja minni söfnin í Þjóðarbókhlöðuna. Markmiðið er hagræðing og sparnaður. Þó að Félag lesblindra hafi skilning á nauðsyn hagræðingar í rekstri ríkisins höfum við alvarlegar áhyggjur af afleiðingum slíkrar sameiningar fyrir þjónustu við notendur Hljóðbókasafnsins. Hljóðbókasafnið, sem áður hét Blindrabókasafn Íslands og var stofnað árið 1983, hefur sérhæft sig í þjónustu við fólk sem á erfitt með lestur – blinda, sjónskerta og lesblinda einstaklinga. Lesblindir eru nú stærsti lánþegahópurinn, en blindir eru meðal virkastu notenda safnsins. Safnið hefur byggt upp einstaka nálægð við notendur sína: Þar hefur verið hægt að panta sérhæft efni og fá það lesið sérstaklega upp. Safnið hefur þróað náin tengsl við hagsmunasamtök og notendur. Þjónustan hefur verið persónuleg, sveigjanleg og sniðin að þörfum þeirra sem treysta á hana í daglegu námi, starfi og lífi. Stuttar boðleiðir hafa verið lykill í grunnþjónustu safnsins við notendur Við óttumst að við sameiningu muni þessi sérstaða tapast. Í stað þess að hafa framkvæmdastjóra sem ber eingöngu ábyrgð á Hljóðbókasafninu, verður einn stjórnandi settur yfir þrjár ólíkar stofnanir. Þá er hætt við að forgangsröðun færist frá notendum sem þurfa sérsniðinn stuðning – og þjónustan verði dregin saman í stað þess að þróast áfram. Það má minna á að Hljóðbókasafnið hefur lengi glímt við fjárhagslega þrengingu og ef safnið verður hluti af stærri einingu er veruleg hætta á að þessi mikilvæga þjónusta verði enn meira aðþrengd, ekki síst með það í huga að Landsbókasafn hefur undanfarin ár verið rekið með nokkrum halla. Við hjá Félagi lesblindra teljum að sameiningin muni leiða til skerðingar á þjónustu og framboði af lesnu efni. Hún gæti grafið undan þeirri sérstöðu sem Hljóðbókasafnið hefur byggt upp í 40 ár og sem þúsundir Íslendinga með lestrarörðugleika treysta á. Við hvetjum stjórnvöld til að endurmeta þessa ákvörðun og tryggja að notendur Hljóðbókasafnsins fái áfram þá persónulegu og sérhæfðu þjónustu sem hefur verið hornsteinn starfseminnar frá upphafi. Sparnaður má ekki verða til þess að veikja rétt þeirra sem standa höllum fæti þegar kemur að lestri og aðgengi að menntun, menningu og upplýsingum. Framkvæmdastjóri Félags lesblindra á Íslandi.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun