Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar 10. september 2025 12:30 Sumarið ´95 fór ég nokkar vikulangar hestaferðir yfir hálendi Íslands með útlendinga. Ekkert ferðalag stendur sterkara í minningunni. Eitt atvik hefur æ síðan fylgt mér. Opnaði augu mín fyrir stærsta fjársjóði okkar - en jafnframt þeim viðkvæmasta. Víðernum Íslands. Ég var ráðinn vegna þýskukunnáttu minnar sem þó var lítil. Tvær þýskar vinkonur, rúmlega fimmtugar, voru með í för. Á degi 1 riðum við upp Mælifellsdal inn á Eyvindastaðaheiði. Ég sagði frá Sturlungum og jarðfræði. Þær voru áhugasamar og spurðu margs til baka. Á degi 2 virtust þær þreyttar. Á degi 3 - mitt inni á hálendinu - voru viðbrögð nánast engin. Ég var viss um að ég hefði óvart sagt eitthvað óviðeigandi á minni fábrotnu þýsku. Reið upp að annarri þeirra og spurði beint út “getur verið að ég hafi móðgað þig?” Hún hváði og spurði af hverju ég héldi það. Ég útskýrði málið. Hún var hissa en brosti svo og sagði að þetta hefði ekkert með mig að gera. “Þú ert fínn. (Þögn. Leitar að orðum.) Þetta er bara þriðji dagurinn sem ég sit á þessum stórkostlegu hestum í gegnum náttúru sem verður sífellt magnaðri. (Þögn. Klökknar.) Ég get ekki talað.” Hún vildi útskýra og hélt áfram: “Ég býst ekki við að þú skiljir það, þú ert svo ungur. Ég er hálfnuð með mitt líf og nú sækja að mér alls kyns spurningar sem ég hef haldið frá mér. Af hverju fluttirðu til Bonn? Þú hefur alltaf hatað Bonn. Hvað ætlarðu að vera lengi í þessu starfi sem þú ert löngu búin að fá leið á? Af hverju býrðu í svona stóru húsi…?” Verandi ungur brosti ég bara til baka og reið áfram. Þær þýsku fengu fljótt málið aftur og blik í auga sem þau ein fá sem hafa leyft sér að verða bergnumin af víðernum Íslands. Æ síðan hafa þau verið mér helgidómur. Þetta er loforð þeirra til þín: Sama hvað áhyggjur þínar eru þungar, farir þú með hægð inn í ósnortin víðerni landsins, muntu aðeins koma með brot af þeim til baka. Hafir þú lagt líf þitt í rangar skorður þá muntu ekki komast hjá því að heyra þína innri rödd. Þú munt vita hvað er satt og rétt fyrir þig. Fátt er dýrmætara en það. Þennan helgidóm átt þú en hann á líka þig. Hann er arfur þinn og það er þitt að tryggja að hann verði enn til fyrir börnin þín og barnabörn. Til að njóta og vernda. Núna á náttúra landsins fáa vini og smáa. Við erum tvístruð, upptekin í símunum, í umferðinni, í rifrildum á Facebook. Getum ekki meira. Og þá er gengið á lagið. Ramminn sem gerður var náttúrunni til varnar er brotinn. Um allt land vilja fjársterkir aðilar skera sneið af víðernunum fyrir sig sjálfa. Vindmyllugarð hér og hálendishótel þar. Þá deyja töfrarnir. Ef þú vilt vernda arfinn þinn og tryggja að börnin þín og barnabörn fái líka að njóta töfranna - setjið þið þá símana í vasann, kakó á brúsa og komið með út. Gangið í Landvernd, Ferðafélag Íslands, Útivist eða aðra hópa sem eru að njóta náttúrunnar í sátt við hana. Þið getið varla gefið börnunum ykkar og ykkur sjálfum betri gjöf. Höfuðborgarbúar og nærsveitafólk á dásamlegt útivistarsvæði í Henglinum. Akirðu í 20 mínútur frá borginni upp Nesjavallaleið, geturðu gengið heilan dag um stórbrotna og lítt snortna náttúru. Orðið bergnumin. Upplifað helgidóm víðernanna. Heyrt þína innri rödd. Hjá Orkuveitu Reykjavíkur er aftur komið 2007. Það á að reisa vindmyllugarð á flatlendinu austan við Hengilinn. https://www.orkuveitan.is/vindorkukostur-vid-dyraveg/ Á morgun, fimmtudag kl 17 ætlar hópur að ganga upp að nýreistu mastri sem Orkuveitan hefur reist sem fyrsta skref í átt að þessum vindmyllugarði. Komdu með. Stattu vörð um rétt þinn til að verða bergnuminn af náttúru Íslands. https://fb.me/e/2jQmxurw76 Höfundur er MSc í hagfræði, pabbi og afi og vinur víðerna Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Vindorka Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Sumarið ´95 fór ég nokkar vikulangar hestaferðir yfir hálendi Íslands með útlendinga. Ekkert ferðalag stendur sterkara í minningunni. Eitt atvik hefur æ síðan fylgt mér. Opnaði augu mín fyrir stærsta fjársjóði okkar - en jafnframt þeim viðkvæmasta. Víðernum Íslands. Ég var ráðinn vegna þýskukunnáttu minnar sem þó var lítil. Tvær þýskar vinkonur, rúmlega fimmtugar, voru með í för. Á degi 1 riðum við upp Mælifellsdal inn á Eyvindastaðaheiði. Ég sagði frá Sturlungum og jarðfræði. Þær voru áhugasamar og spurðu margs til baka. Á degi 2 virtust þær þreyttar. Á degi 3 - mitt inni á hálendinu - voru viðbrögð nánast engin. Ég var viss um að ég hefði óvart sagt eitthvað óviðeigandi á minni fábrotnu þýsku. Reið upp að annarri þeirra og spurði beint út “getur verið að ég hafi móðgað þig?” Hún hváði og spurði af hverju ég héldi það. Ég útskýrði málið. Hún var hissa en brosti svo og sagði að þetta hefði ekkert með mig að gera. “Þú ert fínn. (Þögn. Leitar að orðum.) Þetta er bara þriðji dagurinn sem ég sit á þessum stórkostlegu hestum í gegnum náttúru sem verður sífellt magnaðri. (Þögn. Klökknar.) Ég get ekki talað.” Hún vildi útskýra og hélt áfram: “Ég býst ekki við að þú skiljir það, þú ert svo ungur. Ég er hálfnuð með mitt líf og nú sækja að mér alls kyns spurningar sem ég hef haldið frá mér. Af hverju fluttirðu til Bonn? Þú hefur alltaf hatað Bonn. Hvað ætlarðu að vera lengi í þessu starfi sem þú ert löngu búin að fá leið á? Af hverju býrðu í svona stóru húsi…?” Verandi ungur brosti ég bara til baka og reið áfram. Þær þýsku fengu fljótt málið aftur og blik í auga sem þau ein fá sem hafa leyft sér að verða bergnumin af víðernum Íslands. Æ síðan hafa þau verið mér helgidómur. Þetta er loforð þeirra til þín: Sama hvað áhyggjur þínar eru þungar, farir þú með hægð inn í ósnortin víðerni landsins, muntu aðeins koma með brot af þeim til baka. Hafir þú lagt líf þitt í rangar skorður þá muntu ekki komast hjá því að heyra þína innri rödd. Þú munt vita hvað er satt og rétt fyrir þig. Fátt er dýrmætara en það. Þennan helgidóm átt þú en hann á líka þig. Hann er arfur þinn og það er þitt að tryggja að hann verði enn til fyrir börnin þín og barnabörn. Til að njóta og vernda. Núna á náttúra landsins fáa vini og smáa. Við erum tvístruð, upptekin í símunum, í umferðinni, í rifrildum á Facebook. Getum ekki meira. Og þá er gengið á lagið. Ramminn sem gerður var náttúrunni til varnar er brotinn. Um allt land vilja fjársterkir aðilar skera sneið af víðernunum fyrir sig sjálfa. Vindmyllugarð hér og hálendishótel þar. Þá deyja töfrarnir. Ef þú vilt vernda arfinn þinn og tryggja að börnin þín og barnabörn fái líka að njóta töfranna - setjið þið þá símana í vasann, kakó á brúsa og komið með út. Gangið í Landvernd, Ferðafélag Íslands, Útivist eða aðra hópa sem eru að njóta náttúrunnar í sátt við hana. Þið getið varla gefið börnunum ykkar og ykkur sjálfum betri gjöf. Höfuðborgarbúar og nærsveitafólk á dásamlegt útivistarsvæði í Henglinum. Akirðu í 20 mínútur frá borginni upp Nesjavallaleið, geturðu gengið heilan dag um stórbrotna og lítt snortna náttúru. Orðið bergnumin. Upplifað helgidóm víðernanna. Heyrt þína innri rödd. Hjá Orkuveitu Reykjavíkur er aftur komið 2007. Það á að reisa vindmyllugarð á flatlendinu austan við Hengilinn. https://www.orkuveitan.is/vindorkukostur-vid-dyraveg/ Á morgun, fimmtudag kl 17 ætlar hópur að ganga upp að nýreistu mastri sem Orkuveitan hefur reist sem fyrsta skref í átt að þessum vindmyllugarði. Komdu með. Stattu vörð um rétt þinn til að verða bergnuminn af náttúru Íslands. https://fb.me/e/2jQmxurw76 Höfundur er MSc í hagfræði, pabbi og afi og vinur víðerna Íslands.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun