Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar 10. september 2025 08:33 Logi Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra leggur til að skrásetningargjöld í Háskóla Íslands hækki úr 75.000 í 100.000 kr, sem er hófleg hækkun miðað við það sem Silja Bára, rektor HÍ, óskaði eftir eða 180.000 kr. Við í Vöku fögnum ákvörðun Loga að fara ekki svo geyst í hækkunina en höfnun því algjörlega að til hækkunar þurfi eða eigi að koma. Skrásetningargjald er ætlað að greiða þau útgjöld sem hljótast vegna nemendaskráningar og þjónustu við nemendur að frátöldum kennslukostnaði og rannsóknum. Því hefur lengi verið slegið upp að opinber háskólamenntun á Íslandi sé gjaldfrjáls að öðru leyti en það gjald sem rennur í skrásetningu. Notum réttu orðin. Þessi áform yfirvalda er að setja á skólagjöld í Háskóla Íslands. Við komumst ekki upp með að kalla þetta skrásetningargjald lengur enda er það ljóst að gjaldið rennur í umtalsvert fleira en skrásetningu. Það sem vekur aukinheldur furðu okkar í Vöku er það að ráðist sé í þessa hækkun á gjaldinu á þessari stundu í ljósi þess að enn hefur ekki verið skorið úr um það hvort Háskóla Íslands sé á annað borð heimilt að innheimta það. Lögmæti gjaldsins er satt best að segja í algjörri óvissu. Árið 2023 úrskurðaði Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema að innheimta gjaldsins í núverandi mynd væri ólögmæt í ljósi þess að Háskólanum hefði ekki tekist að sýna fram á hvernig gjaldinu væri ráðstafað. Þessu máli er þó ekki lokið enda fór Háskólinn fram á endurupptöku úrskurðarins og er málið nú til meðferðar hjá áfrýjunarnefndinni sem enn hefur ekki kveðið upp endanlega úrskurð sinn. Hér ber því að ítreka að eins og staðan er í dag hvílir gjaldið ekki á traustum grunni Með þessar staðreyndir í huga verður það að teljast afar óábyrgt af rektor að fara þess á leit að gjaldið verði hækkað og enn óábyrgara af ráðherra háskólamála að verða við þeirri beiðni rektors. Í þessu tilfelli væri betur heima setið en af stað farið, enda getur það haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar reynist gjaldið í raun vera ólögmætt. Háskóli Íslands er fjársveltur og er hann í rauninni langminnstur í gotinu miðað við systkini sín á Norðurlöndunum, þar sem opinber háskólamenntun er ýmist frjáls eða gjöld hófleg. Það er sorglegt að óskað sé eftir því að stúdenta eigi að bera upp rekstur opinberrar háskólamenntunar. Sérstaklega þegar Háskóli Íslands er ekki rekinn fyrir stúdenta. Á einhverjum tímapunkti urðu kaflaskil. Grunnskylda HÍ hætti að vera að sinna stúdentum sínum. Stúdentar fá ekki að mæta í skólann án þess að borga háar upphæðir fyrir bílastæði eða meingallaðar almenningssamgöngur, stúdentar fá ekki aðgang að upptökum af fyrirlestrum sínum, sumir stúdentar fá ekki að taka endurtektarpróf eða fá að taka þau það seint að þau missa af útskriftinni sinni, stúdentar þurfa að líða fyrir pláss- og stofuleysi og sumum stúdentum hefur verið gert að dúsa í stofum án rafmagns, internets og gluggatjalda eða í stofum sem hristast undan framkvæmda við Nýja Landspítala, stúdentar fá ekki einu sinni að velja sinn rektor. Ef yfirvöld fá sínu framgengt og koma á skólagjaldi við HÍ þá skerðir það aðgengi að námi, einkum fyrir efnaminni samfélagshópa. Einstæða móðirinn á ekki lengur efni að borga æfingagjöldin fyrir yngsta soninn. Norðfirðingurinn þarf að finna sér nýja drauma um ævistarf þar sem hann á ekki efni á leigu vegna þess að Menntasjóður námsmanna lánar ekki fyrir skólagjaldinu. Tilvonandi viðskiptafræði-, sálfræði-, hagfræði-, lögfræði- og tölvunarfræðinemar munu frekar leita í Háskólann í Reykjavík þar sem þau fá í það minnsta það sem þau borga fyrir. Fjármögnun háskólanna er nú hlutverk stúdenta, einfaldlega vegna þess að stjórnvöld hafa ekki tök á því að halda uppi grunnstarfsemi háskólanna með nægilegri fjárveitingu. Hinni fylkingunni hefur verið tíðrætt um fulltrúa stúdenta fyrir Vöku í háskólaráði. Þegar þetta mál kom fyrst á borð háskólaráðs var uppi spurningin um hvort senda ætti boð til háskólaráðuneytisins um hækkun skrásetningargjalds. Fulltrúi Vöku sat í upphafi hjá til að kynna sér málið betur og taka upplýsta afstöðu. Síðar á sama fundi óskar hann eftir að breyta sinni afstöðu og hafnar þessari tillögu. Það er ekki löstur að taka sér tíma til umhugsunar í þeirri meiningu að taka upplýsta ákvörðun. Hefur hann árétt afstöðu sína og félagsins til gjaldtöku í Háskóla Íslands nú í tvígang. Vaka er mótfallin allri gjaldtöku sem leggst á stúdenta, líkt og bílastæðagjöldum og skrásetningargjöldum, slíkar álögur ganga gegn grundvallarmarkmiðum okkar um jafnt aðgengi að námi óháð efnahag og okkar gæslu að réttindum stúdenta. Vaka krefst þess að tryggt verði að núverandi gjöld haldist óbreytt og hefur farið fram á fundi með rektor og ráðherra. Höfundur er oddviti Vöku, félag lýðræðissinnaðra stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Fjárlagafrumvarp 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Logi Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra leggur til að skrásetningargjöld í Háskóla Íslands hækki úr 75.000 í 100.000 kr, sem er hófleg hækkun miðað við það sem Silja Bára, rektor HÍ, óskaði eftir eða 180.000 kr. Við í Vöku fögnum ákvörðun Loga að fara ekki svo geyst í hækkunina en höfnun því algjörlega að til hækkunar þurfi eða eigi að koma. Skrásetningargjald er ætlað að greiða þau útgjöld sem hljótast vegna nemendaskráningar og þjónustu við nemendur að frátöldum kennslukostnaði og rannsóknum. Því hefur lengi verið slegið upp að opinber háskólamenntun á Íslandi sé gjaldfrjáls að öðru leyti en það gjald sem rennur í skrásetningu. Notum réttu orðin. Þessi áform yfirvalda er að setja á skólagjöld í Háskóla Íslands. Við komumst ekki upp með að kalla þetta skrásetningargjald lengur enda er það ljóst að gjaldið rennur í umtalsvert fleira en skrásetningu. Það sem vekur aukinheldur furðu okkar í Vöku er það að ráðist sé í þessa hækkun á gjaldinu á þessari stundu í ljósi þess að enn hefur ekki verið skorið úr um það hvort Háskóla Íslands sé á annað borð heimilt að innheimta það. Lögmæti gjaldsins er satt best að segja í algjörri óvissu. Árið 2023 úrskurðaði Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema að innheimta gjaldsins í núverandi mynd væri ólögmæt í ljósi þess að Háskólanum hefði ekki tekist að sýna fram á hvernig gjaldinu væri ráðstafað. Þessu máli er þó ekki lokið enda fór Háskólinn fram á endurupptöku úrskurðarins og er málið nú til meðferðar hjá áfrýjunarnefndinni sem enn hefur ekki kveðið upp endanlega úrskurð sinn. Hér ber því að ítreka að eins og staðan er í dag hvílir gjaldið ekki á traustum grunni Með þessar staðreyndir í huga verður það að teljast afar óábyrgt af rektor að fara þess á leit að gjaldið verði hækkað og enn óábyrgara af ráðherra háskólamála að verða við þeirri beiðni rektors. Í þessu tilfelli væri betur heima setið en af stað farið, enda getur það haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar reynist gjaldið í raun vera ólögmætt. Háskóli Íslands er fjársveltur og er hann í rauninni langminnstur í gotinu miðað við systkini sín á Norðurlöndunum, þar sem opinber háskólamenntun er ýmist frjáls eða gjöld hófleg. Það er sorglegt að óskað sé eftir því að stúdenta eigi að bera upp rekstur opinberrar háskólamenntunar. Sérstaklega þegar Háskóli Íslands er ekki rekinn fyrir stúdenta. Á einhverjum tímapunkti urðu kaflaskil. Grunnskylda HÍ hætti að vera að sinna stúdentum sínum. Stúdentar fá ekki að mæta í skólann án þess að borga háar upphæðir fyrir bílastæði eða meingallaðar almenningssamgöngur, stúdentar fá ekki aðgang að upptökum af fyrirlestrum sínum, sumir stúdentar fá ekki að taka endurtektarpróf eða fá að taka þau það seint að þau missa af útskriftinni sinni, stúdentar þurfa að líða fyrir pláss- og stofuleysi og sumum stúdentum hefur verið gert að dúsa í stofum án rafmagns, internets og gluggatjalda eða í stofum sem hristast undan framkvæmda við Nýja Landspítala, stúdentar fá ekki einu sinni að velja sinn rektor. Ef yfirvöld fá sínu framgengt og koma á skólagjaldi við HÍ þá skerðir það aðgengi að námi, einkum fyrir efnaminni samfélagshópa. Einstæða móðirinn á ekki lengur efni að borga æfingagjöldin fyrir yngsta soninn. Norðfirðingurinn þarf að finna sér nýja drauma um ævistarf þar sem hann á ekki efni á leigu vegna þess að Menntasjóður námsmanna lánar ekki fyrir skólagjaldinu. Tilvonandi viðskiptafræði-, sálfræði-, hagfræði-, lögfræði- og tölvunarfræðinemar munu frekar leita í Háskólann í Reykjavík þar sem þau fá í það minnsta það sem þau borga fyrir. Fjármögnun háskólanna er nú hlutverk stúdenta, einfaldlega vegna þess að stjórnvöld hafa ekki tök á því að halda uppi grunnstarfsemi háskólanna með nægilegri fjárveitingu. Hinni fylkingunni hefur verið tíðrætt um fulltrúa stúdenta fyrir Vöku í háskólaráði. Þegar þetta mál kom fyrst á borð háskólaráðs var uppi spurningin um hvort senda ætti boð til háskólaráðuneytisins um hækkun skrásetningargjalds. Fulltrúi Vöku sat í upphafi hjá til að kynna sér málið betur og taka upplýsta afstöðu. Síðar á sama fundi óskar hann eftir að breyta sinni afstöðu og hafnar þessari tillögu. Það er ekki löstur að taka sér tíma til umhugsunar í þeirri meiningu að taka upplýsta ákvörðun. Hefur hann árétt afstöðu sína og félagsins til gjaldtöku í Háskóla Íslands nú í tvígang. Vaka er mótfallin allri gjaldtöku sem leggst á stúdenta, líkt og bílastæðagjöldum og skrásetningargjöldum, slíkar álögur ganga gegn grundvallarmarkmiðum okkar um jafnt aðgengi að námi óháð efnahag og okkar gæslu að réttindum stúdenta. Vaka krefst þess að tryggt verði að núverandi gjöld haldist óbreytt og hefur farið fram á fundi með rektor og ráðherra. Höfundur er oddviti Vöku, félag lýðræðissinnaðra stúdenta.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun