Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar 8. september 2025 15:30 Fyrir ári síðan skrifaði ég þessa grein sem á enn við þar sem ekkert hefur breyst annað en að fleiri einstaklingar sem greinst hafa með heilabilun hafa ekki fengið viðeigandi úrræði og fjölgað á biðlistum. „Árið 2021 opnuðu Alzheimersamtökin Seigluna, sem þá var alveg nýtt úrræði ætlað einstaklingum á fyrstu stigum heilabilunar. Úrræðið var algjör bylting og hefur árangurinn og ánægjan ekki staðið á sér. Áhersla er á að tryggja líkamlega, vitræna og félagslega virkni skjólstæðinga á fjölbreyttan hátt og eftir þörfum einstaklinganna sem sækja þjónustuna hverju sinni. Það er fjölbreyttur hópur sem greinist með heilabilun, sum eru eldri, en önnur yngri og enn virk á vinnumarkaði. Flest þeirra detta því miður fljótlega út af vinnumarkaði eftir greiningu á heilabilun og mörg hver alltof snemma vegna vanþekkingar vinnuveitenda. Í kjölfarið einangrast mörg þeirra og draga sig í hlé sem hefur slæm áhrif. Rannsóknir sýna okkur að með því að vera líkamlega, félagslega og vitrænt virk minnkum við ekki einungis líkur á heilabilun heldur geta einstaklingar með heilabilun einnig hægt á framgangi sjúkdómsins, minnkað einkenni og aukið lífsgæði sín. Í dag eru 33 pláss í Seiglunni og eru um 50 einstaklingar um þau pláss á hverjum tíma, sum þeirra mæta alla daga en önnur sjaldnar. Reksturinn er fjármagnaður af Sjúkratryggingum Íslands en rekstrarkostnaður Seiglunnar er um 100 m.kr. á ári sem er ekki há upphæð ef horft til ávinningsins. Aukin lífsgæði þeirra einstaklinga sem sækja þjónustu Seiglunnar og léttir aðstandenda, er ekki metinn til fjár. En ef við viljum skoða fjárhagslegan ávinning slíks úrræðis fyrir samfélagið er hann umtalsverður. Fyrir hvern mánuð sem við komum í veg fyrir þörf á plássi á hjúkrunarheimili fyrir þá 50 einstaklinga sem sækja þjónustu í Seigluna sparast tæplega 100 m.kr. sem er rekstrarkostnaður Seiglunnar á einu ári. Fjárhagslegi ávinningurinn fyrir samfélagið er því borðleggjandi og augljós. Í dag eru um 60100 (uppfært 2025) einstaklingar á biðlista eftir plássi í Seiglunni. Á meðan þau bíða missa þau hratt færni og eru jafnvel komin of langt í sínum sjúkdómi til að þiggja pláss í Seiglunni þegar röðin kemur að þeim. Við þurfum fjármagn til þess að opna annað sambærilegt úrræði líkt og Seigluna sem allra fyrst, því ljóst er að þörfin er aðkallandi og biðin, hún veikir og tekur.“ Alzheimersamtökin halda áfram að vinna að hagsmunum einstaklinga með heilabilun og aðstandenda þeirra eins og þau hafa gert síðan 1985. Í ár fagna Alzheimersamtökin 40 ára afmæli og vil ég nota tækifærið og minna á afmælisráðstefnu Alzheimersamtakanna laugardaginn 20. september á Hilton Reykjavík Nordica frá kl. 13.00 - 17.00. Engin skráning og öll velkomin! Höfundur er framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir ári síðan skrifaði ég þessa grein sem á enn við þar sem ekkert hefur breyst annað en að fleiri einstaklingar sem greinst hafa með heilabilun hafa ekki fengið viðeigandi úrræði og fjölgað á biðlistum. „Árið 2021 opnuðu Alzheimersamtökin Seigluna, sem þá var alveg nýtt úrræði ætlað einstaklingum á fyrstu stigum heilabilunar. Úrræðið var algjör bylting og hefur árangurinn og ánægjan ekki staðið á sér. Áhersla er á að tryggja líkamlega, vitræna og félagslega virkni skjólstæðinga á fjölbreyttan hátt og eftir þörfum einstaklinganna sem sækja þjónustuna hverju sinni. Það er fjölbreyttur hópur sem greinist með heilabilun, sum eru eldri, en önnur yngri og enn virk á vinnumarkaði. Flest þeirra detta því miður fljótlega út af vinnumarkaði eftir greiningu á heilabilun og mörg hver alltof snemma vegna vanþekkingar vinnuveitenda. Í kjölfarið einangrast mörg þeirra og draga sig í hlé sem hefur slæm áhrif. Rannsóknir sýna okkur að með því að vera líkamlega, félagslega og vitrænt virk minnkum við ekki einungis líkur á heilabilun heldur geta einstaklingar með heilabilun einnig hægt á framgangi sjúkdómsins, minnkað einkenni og aukið lífsgæði sín. Í dag eru 33 pláss í Seiglunni og eru um 50 einstaklingar um þau pláss á hverjum tíma, sum þeirra mæta alla daga en önnur sjaldnar. Reksturinn er fjármagnaður af Sjúkratryggingum Íslands en rekstrarkostnaður Seiglunnar er um 100 m.kr. á ári sem er ekki há upphæð ef horft til ávinningsins. Aukin lífsgæði þeirra einstaklinga sem sækja þjónustu Seiglunnar og léttir aðstandenda, er ekki metinn til fjár. En ef við viljum skoða fjárhagslegan ávinning slíks úrræðis fyrir samfélagið er hann umtalsverður. Fyrir hvern mánuð sem við komum í veg fyrir þörf á plássi á hjúkrunarheimili fyrir þá 50 einstaklinga sem sækja þjónustu í Seigluna sparast tæplega 100 m.kr. sem er rekstrarkostnaður Seiglunnar á einu ári. Fjárhagslegi ávinningurinn fyrir samfélagið er því borðleggjandi og augljós. Í dag eru um 60100 (uppfært 2025) einstaklingar á biðlista eftir plássi í Seiglunni. Á meðan þau bíða missa þau hratt færni og eru jafnvel komin of langt í sínum sjúkdómi til að þiggja pláss í Seiglunni þegar röðin kemur að þeim. Við þurfum fjármagn til þess að opna annað sambærilegt úrræði líkt og Seigluna sem allra fyrst, því ljóst er að þörfin er aðkallandi og biðin, hún veikir og tekur.“ Alzheimersamtökin halda áfram að vinna að hagsmunum einstaklinga með heilabilun og aðstandenda þeirra eins og þau hafa gert síðan 1985. Í ár fagna Alzheimersamtökin 40 ára afmæli og vil ég nota tækifærið og minna á afmælisráðstefnu Alzheimersamtakanna laugardaginn 20. september á Hilton Reykjavík Nordica frá kl. 13.00 - 17.00. Engin skráning og öll velkomin! Höfundur er framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar