Innlent

Breski sundkappinn kominn í land og lof­syngur Ís­lendinga

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ross Edgley og tækið sem er notað til að safna sýnum úr sjónum.
Ross Edgley og tækið sem er notað til að safna sýnum úr sjónum. Bjarni/aðsend

Heimsfrægur sundkappi frá Bretlandi lauk tæplega fjögurra mánaða sundi sínu í kringum Ísland í Nauthólsvík í dag. 

Sundkappinn Ross Edgley hefur sett hvert heimsmetið á fætur öðru og lauk nú enn einni áskoruninni; sextán hundruð kílómetra sundi í kringum Ísland. Hann lagði af stað frá Garði á Suðurnesjum þann 16. maí.

Tómas Arnar Þorláksson fréttamaður Sýnar hefur fylgst vel með sundi Bretans og tók á móti honum. 

Vísir var í beinni útsendingu frá Nauthólsvík þar sem rætt var við sérfræðinga og fjölmarga sem tengdust verkefninu með einum eða öðrum hætti. Útsendingin er aðgengileg í heild sinni í spilaranum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×