Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Eiður Þór Árnason skrifar 8. september 2025 15:33 Álver Alcoa Fjarðaáls á Reyðafirði. Vísir/Arnar Afl starfsgreinafélag og Rafiðnaðarsamband Íslands (RSÍ) hafa fengið ábendingar um að stjórnendur álvers Alcoa á Reyðarfirði hafi rætt við óbreytta starfsmenn um kjaradeilu verkalýðsfélaganna við fyrirtækið. Viðræður hafa gengið illa og stendur til að greiða atkvæði um verkfall starfsmanna. Alcoa Fjarðaál segir það vonbrigði að viðræður hafi ekki borið árangur. Verkalýðsfélögin tvö segja að þeim hafi jafnframt „borist vísbendingar um að félagsfólki okkar hafi verið beitt óeðlilegum þrýstingi á vinnustaðnum.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá Afli or RSÍ. Þar er sagt óásættanlegt að venjulegt starfsfólk upplifi þrýsting eða afskipti sem geti haft áhrif á skoðun þeirra á deilunni. „Við krefjumst þess að þessum afskiptum verði hætt strax og að stjórnendur einbeiti sér frekar að því að koma að samningaborðinu með tilboð sem felur í sér sömu launahækkanir og tryggðar hafa verið í öðrum stóriðjum á Íslandi á næstu árum.“ Kjaraviðræður Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði við Afl starfsgreinafélag og Rafiðnaðarsamband Íslands hafa staðið yfir án árangurs frá því í desember. Hafa um 400 starfsmenn álversins verið án starfssamnings síðan í febrúar. Undirbúningur atkvæðagreiðslu um verkfall stendur nú yfir og á Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Afls, von á því að niðurstaða liggi fyrir innan tveggja vikna. Hún sagði í samtali við fréttastofu í gær að enn væri nokkuð langt á milli aðila. Vonbrigði að viðræður hafi ekki enn borið árangur Alcoa Fjarðaál segir stjórnendur fyrirtækisins vonsvikna yfir því að stéttarfélögin hafi hafnað síðustu tveimur tilboðum þess, sem þeir telji að „hefðu skilað sanngjarnri niðurstöðu og tryggt starfsfólki samkeppnishæf laun.“ Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn fréttastofu en fyrirtækið vildi ekki tjá sig um ásakanir um óeðlileg afskipti stjórnenda. „Við kunnum ríkissáttasemjara bestu þakkir fyrir sína vinnu við að færa samningaviðræðurnar áfram. Stéttarfélögin hafa tilkynnt að undirbúningur sé hafinn fyrir atkvæðagreiðslu um verkfall. Við virðum lögbundin réttindi starfsfólks í þessu ferli og erum áfram reiðubúin til opins samtals til að leita sameiginlegrar lausnar,“ segir í svari Alcoa. Fréttin hefur verið uppfærð með svari frá Alcoa Fjarðaáli. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Tengdar fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Formaður Afls starfsgreinafélags segir það mjög miður að kjaraviðræður við Alcoa Fjarðarál séu komnar á þann stað sem blasi við. Innan tveggja vikna muni liggja fyrir hvort 400 starfsmenn leggi niður störf, þolinmæðin sé af skornum skammti. 7. september 2025 22:01 Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Félagsmenn AFLs starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ) sem starfa í álveri Alcoa á Reyðarfirði munu greiða atkvæði um verkfall. Verkalýðsfélögin hafa átt í kjaradeilu við fyrirtækið um nokkurt skeið og funduðu með félagsfólki sínu og starfsfólki Alcoa síðustu tvo daga. 5. september 2025 17:28 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Verkalýðsfélögin tvö segja að þeim hafi jafnframt „borist vísbendingar um að félagsfólki okkar hafi verið beitt óeðlilegum þrýstingi á vinnustaðnum.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá Afli or RSÍ. Þar er sagt óásættanlegt að venjulegt starfsfólk upplifi þrýsting eða afskipti sem geti haft áhrif á skoðun þeirra á deilunni. „Við krefjumst þess að þessum afskiptum verði hætt strax og að stjórnendur einbeiti sér frekar að því að koma að samningaborðinu með tilboð sem felur í sér sömu launahækkanir og tryggðar hafa verið í öðrum stóriðjum á Íslandi á næstu árum.“ Kjaraviðræður Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði við Afl starfsgreinafélag og Rafiðnaðarsamband Íslands hafa staðið yfir án árangurs frá því í desember. Hafa um 400 starfsmenn álversins verið án starfssamnings síðan í febrúar. Undirbúningur atkvæðagreiðslu um verkfall stendur nú yfir og á Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Afls, von á því að niðurstaða liggi fyrir innan tveggja vikna. Hún sagði í samtali við fréttastofu í gær að enn væri nokkuð langt á milli aðila. Vonbrigði að viðræður hafi ekki enn borið árangur Alcoa Fjarðaál segir stjórnendur fyrirtækisins vonsvikna yfir því að stéttarfélögin hafi hafnað síðustu tveimur tilboðum þess, sem þeir telji að „hefðu skilað sanngjarnri niðurstöðu og tryggt starfsfólki samkeppnishæf laun.“ Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn fréttastofu en fyrirtækið vildi ekki tjá sig um ásakanir um óeðlileg afskipti stjórnenda. „Við kunnum ríkissáttasemjara bestu þakkir fyrir sína vinnu við að færa samningaviðræðurnar áfram. Stéttarfélögin hafa tilkynnt að undirbúningur sé hafinn fyrir atkvæðagreiðslu um verkfall. Við virðum lögbundin réttindi starfsfólks í þessu ferli og erum áfram reiðubúin til opins samtals til að leita sameiginlegrar lausnar,“ segir í svari Alcoa. Fréttin hefur verið uppfærð með svari frá Alcoa Fjarðaáli.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Tengdar fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Formaður Afls starfsgreinafélags segir það mjög miður að kjaraviðræður við Alcoa Fjarðarál séu komnar á þann stað sem blasi við. Innan tveggja vikna muni liggja fyrir hvort 400 starfsmenn leggi niður störf, þolinmæðin sé af skornum skammti. 7. september 2025 22:01 Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Félagsmenn AFLs starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ) sem starfa í álveri Alcoa á Reyðarfirði munu greiða atkvæði um verkfall. Verkalýðsfélögin hafa átt í kjaradeilu við fyrirtækið um nokkurt skeið og funduðu með félagsfólki sínu og starfsfólki Alcoa síðustu tvo daga. 5. september 2025 17:28 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
„Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Formaður Afls starfsgreinafélags segir það mjög miður að kjaraviðræður við Alcoa Fjarðarál séu komnar á þann stað sem blasi við. Innan tveggja vikna muni liggja fyrir hvort 400 starfsmenn leggi niður störf, þolinmæðin sé af skornum skammti. 7. september 2025 22:01
Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Félagsmenn AFLs starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ) sem starfa í álveri Alcoa á Reyðarfirði munu greiða atkvæði um verkfall. Verkalýðsfélögin hafa átt í kjaradeilu við fyrirtækið um nokkurt skeið og funduðu með félagsfólki sínu og starfsfólki Alcoa síðustu tvo daga. 5. september 2025 17:28