„Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. september 2025 15:52 Arndís telur að ákvörðun um að skera niður í bókasafnssjóði sé illa ígrunduð, enda fari hún ekki saman við þau fyrirheit sem sett eru fram í stjórnarsáttmála. Aðsend/Cat Gundry-Beck Niðurskurðarhnífur stjórnvalda nær til bókasafnssjóðs rithöfunda að þessu sinni samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2026 sem kynnt voru í morgun. Arndís Þórarinsdóttir rithöfundur, sem skrifað hefur fjölda barna- og unglingabóka, segir þetta kaldar kveðjur á degi læsis. „Bók sem er til útláns á bókasafni ratar til margra lesenda. Bókin er engu að síður keypt á almennu verði í bókaverslun, og fólk sem les bókina af safninu kaupir hana þá ekki til einkanota.“ Bókasafnssjóður höfunda sé tæki sem komi til móts við þessa óvenjulegu notkun á eintökunum sem bókasöfnin kaupa. Arndís segir gagnrýnisvert hvernig Bókasafnssjóður er fjármagnaður. Það sé hvorki gegnsætt né sanngjarnt. „Lög sjóðsins skilgreina ekki stærð hans og unnt er að stækka hann og minnka eftir geðþótta. Geðþótti stjórnvalda í fjárlögum ársins 2025 bauð að sjóðurinn væri skorinn niður um fimmtung. Í nýbirtu fjárlagafrumvarpi er sultaról höfunda enn hert – sjóður sem var 184,6 milljónir fyrir tveimur árum og 197,4 milljónir fyrir fimm skal nú vera 144,5 milljónir. Ef verðlagsþróun er skoðuð eru 197,4 milljónir árið 2021 jafngildi 265 milljóna nú. Skerðingin jafngildir 45%.“ Nokkrum dögum eftir að niðurstöður úr alþjóðlegu PISA könnuninni voru birtar í desember 2023 kepptust menn við að finna leiðir til að bæta úr stöðunni en íslenskir nemendur reyndust undir meðaltali á þremur stórum sviðum, meðal annars lesskilningi. Dröfn Vilhjálmsdóttir safnstjóri skólasafns Salaskóla kannaðist ekki við að börn og unglinga skorti áhuga á lestri, þvert á móti gæti fátæklegt úrval íslenskra bóka ekki mettað eftirspurn þeirra. Hún sagði það blasa við að styðja þyrfti betur við íslenska barnabókahöfunda, helst þyrfti að bera þá á gullstól. Ekki er beint hægt að segja að niðurskurðurinn sé gullstólameðferðin sem Dröfn kallaði eftir í kjölfar PISA. Arnís segir að svo virðist sem ákvörðunin hafi verið tekin án nokkurrar ígrundunar, rithöfundar, þýðendur og teiknarar séu síst ofaldir. Þá bendir hún á að í stjórnarsáttmála væru fyrirheit um að styðja við listir og menningu með myndarlegum hætti. „Fjarskalega er lítilmannlegt að leggja til þeirrar láglaunastéttar með niðurskurðarhnífnum.“ Fjárlagafrumvarp 2026 Bókmenntir PISA-könnun Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis varð fyrir djúpum vonbrigðum með framkomið fjárlagafrumvarp. Þrátt fyrir fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að skattar verði ekki hækkaðir þá hafi hann komið auga á skattahækkanir upp á 28 milljarða eftir grúsk í frumvarpinu. Þá hefði hann viljað sjá ríkisstjórnina loka fjárlagagatinu. 8. september 2025 12:28 Afkoman batnar frá fjármálaáætlun en aðhaldsstigið „því sem næst hlutlaust“ Samkvæmt boðuðu fjárlagafrumvarpi verður meiri afgangur á frumjöfnuði og minni halli á heildarafkomu ríkissjóðs á árinu 2026 miðað við það sem var gert ráð fyrir í fjármálaáætlun stjórnvalda frá því sumar, en fjármálaráðuneytið metur aðhaldsstig ríkisfjármálanna samt óbreytt og það verði „því sem næst hlutlaust“ á næsta ári. Viðbrögð skuldabréfafjárfesta á markaði hafa verið takmörkuð en útlit er fyrir nærri 300 milljarða lánsfjárþörf á næsta ári og því verður vaxtaáhætta ríkissjóðs áfram veruleg. 8. september 2025 12:27 Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Reiknað er með fimmtán milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs á næsta ári í fjárlögum fyrir árið 2026. Áður hafði verið gert ráð fyrir miklum mun meiri halla, upp á 26 milljarða króna. 8. september 2025 09:12 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
„Bók sem er til útláns á bókasafni ratar til margra lesenda. Bókin er engu að síður keypt á almennu verði í bókaverslun, og fólk sem les bókina af safninu kaupir hana þá ekki til einkanota.“ Bókasafnssjóður höfunda sé tæki sem komi til móts við þessa óvenjulegu notkun á eintökunum sem bókasöfnin kaupa. Arndís segir gagnrýnisvert hvernig Bókasafnssjóður er fjármagnaður. Það sé hvorki gegnsætt né sanngjarnt. „Lög sjóðsins skilgreina ekki stærð hans og unnt er að stækka hann og minnka eftir geðþótta. Geðþótti stjórnvalda í fjárlögum ársins 2025 bauð að sjóðurinn væri skorinn niður um fimmtung. Í nýbirtu fjárlagafrumvarpi er sultaról höfunda enn hert – sjóður sem var 184,6 milljónir fyrir tveimur árum og 197,4 milljónir fyrir fimm skal nú vera 144,5 milljónir. Ef verðlagsþróun er skoðuð eru 197,4 milljónir árið 2021 jafngildi 265 milljóna nú. Skerðingin jafngildir 45%.“ Nokkrum dögum eftir að niðurstöður úr alþjóðlegu PISA könnuninni voru birtar í desember 2023 kepptust menn við að finna leiðir til að bæta úr stöðunni en íslenskir nemendur reyndust undir meðaltali á þremur stórum sviðum, meðal annars lesskilningi. Dröfn Vilhjálmsdóttir safnstjóri skólasafns Salaskóla kannaðist ekki við að börn og unglinga skorti áhuga á lestri, þvert á móti gæti fátæklegt úrval íslenskra bóka ekki mettað eftirspurn þeirra. Hún sagði það blasa við að styðja þyrfti betur við íslenska barnabókahöfunda, helst þyrfti að bera þá á gullstól. Ekki er beint hægt að segja að niðurskurðurinn sé gullstólameðferðin sem Dröfn kallaði eftir í kjölfar PISA. Arnís segir að svo virðist sem ákvörðunin hafi verið tekin án nokkurrar ígrundunar, rithöfundar, þýðendur og teiknarar séu síst ofaldir. Þá bendir hún á að í stjórnarsáttmála væru fyrirheit um að styðja við listir og menningu með myndarlegum hætti. „Fjarskalega er lítilmannlegt að leggja til þeirrar láglaunastéttar með niðurskurðarhnífnum.“
Fjárlagafrumvarp 2026 Bókmenntir PISA-könnun Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis varð fyrir djúpum vonbrigðum með framkomið fjárlagafrumvarp. Þrátt fyrir fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að skattar verði ekki hækkaðir þá hafi hann komið auga á skattahækkanir upp á 28 milljarða eftir grúsk í frumvarpinu. Þá hefði hann viljað sjá ríkisstjórnina loka fjárlagagatinu. 8. september 2025 12:28 Afkoman batnar frá fjármálaáætlun en aðhaldsstigið „því sem næst hlutlaust“ Samkvæmt boðuðu fjárlagafrumvarpi verður meiri afgangur á frumjöfnuði og minni halli á heildarafkomu ríkissjóðs á árinu 2026 miðað við það sem var gert ráð fyrir í fjármálaáætlun stjórnvalda frá því sumar, en fjármálaráðuneytið metur aðhaldsstig ríkisfjármálanna samt óbreytt og það verði „því sem næst hlutlaust“ á næsta ári. Viðbrögð skuldabréfafjárfesta á markaði hafa verið takmörkuð en útlit er fyrir nærri 300 milljarða lánsfjárþörf á næsta ári og því verður vaxtaáhætta ríkissjóðs áfram veruleg. 8. september 2025 12:27 Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Reiknað er með fimmtán milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs á næsta ári í fjárlögum fyrir árið 2026. Áður hafði verið gert ráð fyrir miklum mun meiri halla, upp á 26 milljarða króna. 8. september 2025 09:12 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis varð fyrir djúpum vonbrigðum með framkomið fjárlagafrumvarp. Þrátt fyrir fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að skattar verði ekki hækkaðir þá hafi hann komið auga á skattahækkanir upp á 28 milljarða eftir grúsk í frumvarpinu. Þá hefði hann viljað sjá ríkisstjórnina loka fjárlagagatinu. 8. september 2025 12:28
Afkoman batnar frá fjármálaáætlun en aðhaldsstigið „því sem næst hlutlaust“ Samkvæmt boðuðu fjárlagafrumvarpi verður meiri afgangur á frumjöfnuði og minni halli á heildarafkomu ríkissjóðs á árinu 2026 miðað við það sem var gert ráð fyrir í fjármálaáætlun stjórnvalda frá því sumar, en fjármálaráðuneytið metur aðhaldsstig ríkisfjármálanna samt óbreytt og það verði „því sem næst hlutlaust“ á næsta ári. Viðbrögð skuldabréfafjárfesta á markaði hafa verið takmörkuð en útlit er fyrir nærri 300 milljarða lánsfjárþörf á næsta ári og því verður vaxtaáhætta ríkissjóðs áfram veruleg. 8. september 2025 12:27
Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Reiknað er með fimmtán milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs á næsta ári í fjárlögum fyrir árið 2026. Áður hafði verið gert ráð fyrir miklum mun meiri halla, upp á 26 milljarða króna. 8. september 2025 09:12