Innlent

Tveir fluttir til að­hlynningar eftir á­rekstur á Suður­lands­vegi

Eiður Þór Árnason skrifar
Einn var í hvorum bíl og voru þeir fluttir með sjúkrabíl til aðhlynningar.
Einn var í hvorum bíl og voru þeir fluttir með sjúkrabíl til aðhlynningar. Aðsend

Tveir voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands eftir árekstur á Suðurlandsvegi nú síðdegis. Ökumaður bifreiðar sem var að keyra Suðurlandsveginn keyrði inn í hliðina á öðrum bíl sem var að beygja inn á veginn með þeim afleiðingum að sá síðarnefndi valt.

Einn var í hvorum bíl og þurfti ekki að beita klippum til að ná þeim út en framrúða var fjarlægð úr öðrum þeirra.

Þetta segir Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, í samtali við fréttastofu en tilkynning barst þeim um slysið klukkan 17:37. Hann vildi ekki fullyrða um alvarleika meiðsla að svo stöddu en segir það markvert að ekki hafi þurft að beita klippum. 

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×