Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. september 2025 13:02 Umhverfisráðherra óttast að Evrópureglur um íslenskar merkingar á plastvörum muni leiða til verðhækkana og bitna á konum og barnafjölskyldum. Hann muni gæti hagsmuna Íslands og segir mögulegt að reglurnar verði ekki innleiddar að fullu. Drög að reglugerð um plastvörur, sem miðar að innleiðingu tilskipunar Evrópusambandsins, voru nýverið birt í samráðsgátt stjórnvalda og hafa ýmis hagsmunasamtök gagnrýnt þau harðlega. Samkvæmt reglugerðinni verður skylt merkja einnota vörur sérstaklega sem plastvörur á móðurtungumálinu, eða á íslensku hér á landi. Sökum smæðar íslenska markaðarins hefur verið bent á að þetta gæti leitt til minna vöruframboðs og verðhækkana, sem bitni fyrst og fremst á konum og barnafjölskyldum, þar sem tíðavörur og blautþurrkur eru þar undir. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis og loftslagsráðherra, tekur undir þessi sjónarmið. „Það er alveg ljóst að þessi framkvæmdareglugerð frá Evrópusambandinu og þessi stranga tungumálakrafa felur í sér mjög íþyngjandi kröfur á atvinnulíf og neytendur. Ég hef áhyggjur af því að þetta verði til þess að þrýsta upp verði,“ segir Jóhann. Reglugerðin myndi hafa áhrif á vörur á borð við tíðavörur, blautþurrkur, tóbaksvörur sem innihalda plast og bolla og glös fyrir drykkjarvörur.vísir/getty Hann mun fara yfir mögulega kosti í stöðunni á ríkisstjórnarfundi á morgun, meðal annars hvort það eigi annað hvort að sleppa því að innleiða tilskipunina eða setja reglugerð með meiri sveigjanleika. Það gæti aftur á móti leitt til þess að látið verði á málið reyna fyrir EFTA-dómstólnum. Hann útilokar ekki að svo fari. „Ég held að það megi færa sterk rök fyrir því að framkvæmdastjórnin hafi farið út fyrir valdmörk sín með þessari reglugerð, ekki tekið tillit til ákveðinna meginsjónarmiða um meðalhóf. Þetta bitnar sérstaklega illa á Íslandi af því við erum örhagkerfi og við erum fámennt málsvæði og það skiptir gríðarlega miklu máli að við höldum vöku okkar og tryggjum að svona reglur séu aðlagaðar að íslenskum aðstæðum. Ég mun gæta ítrustu hagmuna Íslands í þessu máli,“ segir Jóhann Páll. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Neytendur Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira
Drög að reglugerð um plastvörur, sem miðar að innleiðingu tilskipunar Evrópusambandsins, voru nýverið birt í samráðsgátt stjórnvalda og hafa ýmis hagsmunasamtök gagnrýnt þau harðlega. Samkvæmt reglugerðinni verður skylt merkja einnota vörur sérstaklega sem plastvörur á móðurtungumálinu, eða á íslensku hér á landi. Sökum smæðar íslenska markaðarins hefur verið bent á að þetta gæti leitt til minna vöruframboðs og verðhækkana, sem bitni fyrst og fremst á konum og barnafjölskyldum, þar sem tíðavörur og blautþurrkur eru þar undir. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis og loftslagsráðherra, tekur undir þessi sjónarmið. „Það er alveg ljóst að þessi framkvæmdareglugerð frá Evrópusambandinu og þessi stranga tungumálakrafa felur í sér mjög íþyngjandi kröfur á atvinnulíf og neytendur. Ég hef áhyggjur af því að þetta verði til þess að þrýsta upp verði,“ segir Jóhann. Reglugerðin myndi hafa áhrif á vörur á borð við tíðavörur, blautþurrkur, tóbaksvörur sem innihalda plast og bolla og glös fyrir drykkjarvörur.vísir/getty Hann mun fara yfir mögulega kosti í stöðunni á ríkisstjórnarfundi á morgun, meðal annars hvort það eigi annað hvort að sleppa því að innleiða tilskipunina eða setja reglugerð með meiri sveigjanleika. Það gæti aftur á móti leitt til þess að látið verði á málið reyna fyrir EFTA-dómstólnum. Hann útilokar ekki að svo fari. „Ég held að það megi færa sterk rök fyrir því að framkvæmdastjórnin hafi farið út fyrir valdmörk sín með þessari reglugerð, ekki tekið tillit til ákveðinna meginsjónarmiða um meðalhóf. Þetta bitnar sérstaklega illa á Íslandi af því við erum örhagkerfi og við erum fámennt málsvæði og það skiptir gríðarlega miklu máli að við höldum vöku okkar og tryggjum að svona reglur séu aðlagaðar að íslenskum aðstæðum. Ég mun gæta ítrustu hagmuna Íslands í þessu máli,“ segir Jóhann Páll.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Neytendur Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira