Innlent

Sendu kæligáma til Úkraínu

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra. Vísir/Ívar Fannar

Íslensk stjórnvöld hafa afhent stjórnvöldum í Kænugarði kæligáma sem notaðir verða til að varðveita líkamsleifar fallinna hermanna. Gámarnir eru nú þegar komnir til landsins.

Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að 25 gámar hafi þegar verið fluttir á réttarmeinadeildir víðs vegar um Úkraínu. Þeir koma til með að flýta fyrir flutningum á föllnum úkraínskum hermönnum af vígvellinum og í hendur aðstandanda þeirra. Slík varðveisla líkamsleifa gerir hægara um vik að bera kennsl á hermennina.

„Það var sjálfsagt að koma hratt og vel til móts við beiðni vina okkar með þessum hætti, sem skiptir auðvitað sköpum fyrir aðstandendur og ástvini þeirra sem hafa fallið í þessu blóðuga og ömurlega landvinningastríði Rússa,“ er haft eftir Þorgerði Katrín Gunnarsdóttur utanríkisráðherra í tilkynningunni.

Þar segir einnig að stjórnvöld í Úkraínu hafi komið innilegum þakkarkveðjum sínum á framfæri við íslensk stjórnvöld fyrir stuðninginn, hjálpina og vinarþelið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×