Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. september 2025 14:37 Fossinn Dynjandi er meðal helstu ferðamannastaða á Vestfjörðum. Lengi hefur verið ófært um Dynjandisheiði á veturna, sem tengir sunnanverða og norðanverða Vestfirði. Þegar úrbætur vegagerðarinnar á veginum klárast næsta haust opnast ýmsar dyr. Vísir/Anton Brink Vestfjarðarstofa hefur hrundið af stað átaki til að auka vetrarferðamennsku á svæðinu. Verkefnisstjóri segir fjölmörg tækifæri birtast með vegabótum en framkvæmdir standa yfir víða á vegaköflum sem hingað til hafa verið lokaðir á veturna. Framkvæmdir við endurbætur á Dynjandisvegi hófst í byrjun júní og eru verklok áætluð í september á næsta ári. Með endurbótunum verður hægt að ferðast um Dynjandisveg allan ársins hring, ekki bara á sumrin eins og verið hefur. „Sumrin eru feykigóð og hér er hægt að njóta þess að koma og skoða Látrabjarg eða fara upp í Árneshrepp eða skoða Dynjanda og bara njóta svæðisins á sumrin en það er vissulega hægt að sækja þetta heim á veturna,“ segir Sölvi Guðmundsson verkefnisstjóri markaðsmála hjá Vestfjarðarstofu. Aðgengi batni enn meira með brúargerð yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og Dýrafjarðargöngum. Vestfjarðarstofa er nú í sérstöku átaki til að efla vetrarferðaþjónustu á svæðinu enn frekar. Er ekki færðin á veturna þannig að það er ekkert vit fyrir þá sem ekki þekkja til að fara þarna um á veturna? „Þarna talarðu um þessa gömlu góðu mýtu að það sé alltaf ófært á Vestfirði. Það er alltaf áskorun að ferðast á vetrartímanum á Íslandi, sama hvort þú ætlar norður, austur eða hingað vestur á firði. Auðvitað þarf maður alltaf að passa færð og veður þegar maður ferðast.“ Verkefnið sé til þess gert að auka framboðið og laða að fleira fólk. „Hér er ferðaþjónusta á veturna og hefur verið. Til dæmis eru norðurljósaferðir í Heydal, sleðaferðir í Djúpavík og ljósmyndaferðir á Hornstrandir yfir háveturinn. Hér er alþjóðlegt gönguskíðamót og gönguskíðaferðir eru vinsælar á norðanverðum Vestfjörðum og Ströndum. Það eru hátíðir eins og Galdrafár, heimildamyndahátíðir og Aldrei fór ég suður.“ Ísafjarðarbær Vesturbyggð Ásahreppur Ferðaþjónusta Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla Sjá meira
Framkvæmdir við endurbætur á Dynjandisvegi hófst í byrjun júní og eru verklok áætluð í september á næsta ári. Með endurbótunum verður hægt að ferðast um Dynjandisveg allan ársins hring, ekki bara á sumrin eins og verið hefur. „Sumrin eru feykigóð og hér er hægt að njóta þess að koma og skoða Látrabjarg eða fara upp í Árneshrepp eða skoða Dynjanda og bara njóta svæðisins á sumrin en það er vissulega hægt að sækja þetta heim á veturna,“ segir Sölvi Guðmundsson verkefnisstjóri markaðsmála hjá Vestfjarðarstofu. Aðgengi batni enn meira með brúargerð yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og Dýrafjarðargöngum. Vestfjarðarstofa er nú í sérstöku átaki til að efla vetrarferðaþjónustu á svæðinu enn frekar. Er ekki færðin á veturna þannig að það er ekkert vit fyrir þá sem ekki þekkja til að fara þarna um á veturna? „Þarna talarðu um þessa gömlu góðu mýtu að það sé alltaf ófært á Vestfirði. Það er alltaf áskorun að ferðast á vetrartímanum á Íslandi, sama hvort þú ætlar norður, austur eða hingað vestur á firði. Auðvitað þarf maður alltaf að passa færð og veður þegar maður ferðast.“ Verkefnið sé til þess gert að auka framboðið og laða að fleira fólk. „Hér er ferðaþjónusta á veturna og hefur verið. Til dæmis eru norðurljósaferðir í Heydal, sleðaferðir í Djúpavík og ljósmyndaferðir á Hornstrandir yfir háveturinn. Hér er alþjóðlegt gönguskíðamót og gönguskíðaferðir eru vinsælar á norðanverðum Vestfjörðum og Ströndum. Það eru hátíðir eins og Galdrafár, heimildamyndahátíðir og Aldrei fór ég suður.“
Ísafjarðarbær Vesturbyggð Ásahreppur Ferðaþjónusta Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla Sjá meira