Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. september 2025 14:37 Fossinn Dynjandi er meðal helstu ferðamannastaða á Vestfjörðum. Lengi hefur verið ófært um Dynjandisheiði á veturna, sem tengir sunnanverða og norðanverða Vestfirði. Þegar úrbætur vegagerðarinnar á veginum klárast næsta haust opnast ýmsar dyr. Vísir/Anton Brink Vestfjarðarstofa hefur hrundið af stað átaki til að auka vetrarferðamennsku á svæðinu. Verkefnisstjóri segir fjölmörg tækifæri birtast með vegabótum en framkvæmdir standa yfir víða á vegaköflum sem hingað til hafa verið lokaðir á veturna. Framkvæmdir við endurbætur á Dynjandisvegi hófst í byrjun júní og eru verklok áætluð í september á næsta ári. Með endurbótunum verður hægt að ferðast um Dynjandisveg allan ársins hring, ekki bara á sumrin eins og verið hefur. „Sumrin eru feykigóð og hér er hægt að njóta þess að koma og skoða Látrabjarg eða fara upp í Árneshrepp eða skoða Dynjanda og bara njóta svæðisins á sumrin en það er vissulega hægt að sækja þetta heim á veturna,“ segir Sölvi Guðmundsson verkefnisstjóri markaðsmála hjá Vestfjarðarstofu. Aðgengi batni enn meira með brúargerð yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og Dýrafjarðargöngum. Vestfjarðarstofa er nú í sérstöku átaki til að efla vetrarferðaþjónustu á svæðinu enn frekar. Er ekki færðin á veturna þannig að það er ekkert vit fyrir þá sem ekki þekkja til að fara þarna um á veturna? „Þarna talarðu um þessa gömlu góðu mýtu að það sé alltaf ófært á Vestfirði. Það er alltaf áskorun að ferðast á vetrartímanum á Íslandi, sama hvort þú ætlar norður, austur eða hingað vestur á firði. Auðvitað þarf maður alltaf að passa færð og veður þegar maður ferðast.“ Verkefnið sé til þess gert að auka framboðið og laða að fleira fólk. „Hér er ferðaþjónusta á veturna og hefur verið. Til dæmis eru norðurljósaferðir í Heydal, sleðaferðir í Djúpavík og ljósmyndaferðir á Hornstrandir yfir háveturinn. Hér er alþjóðlegt gönguskíðamót og gönguskíðaferðir eru vinsælar á norðanverðum Vestfjörðum og Ströndum. Það eru hátíðir eins og Galdrafár, heimildamyndahátíðir og Aldrei fór ég suður.“ Ísafjarðarbær Vesturbyggð Ásahreppur Ferðaþjónusta Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Sjá meira
Framkvæmdir við endurbætur á Dynjandisvegi hófst í byrjun júní og eru verklok áætluð í september á næsta ári. Með endurbótunum verður hægt að ferðast um Dynjandisveg allan ársins hring, ekki bara á sumrin eins og verið hefur. „Sumrin eru feykigóð og hér er hægt að njóta þess að koma og skoða Látrabjarg eða fara upp í Árneshrepp eða skoða Dynjanda og bara njóta svæðisins á sumrin en það er vissulega hægt að sækja þetta heim á veturna,“ segir Sölvi Guðmundsson verkefnisstjóri markaðsmála hjá Vestfjarðarstofu. Aðgengi batni enn meira með brúargerð yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og Dýrafjarðargöngum. Vestfjarðarstofa er nú í sérstöku átaki til að efla vetrarferðaþjónustu á svæðinu enn frekar. Er ekki færðin á veturna þannig að það er ekkert vit fyrir þá sem ekki þekkja til að fara þarna um á veturna? „Þarna talarðu um þessa gömlu góðu mýtu að það sé alltaf ófært á Vestfirði. Það er alltaf áskorun að ferðast á vetrartímanum á Íslandi, sama hvort þú ætlar norður, austur eða hingað vestur á firði. Auðvitað þarf maður alltaf að passa færð og veður þegar maður ferðast.“ Verkefnið sé til þess gert að auka framboðið og laða að fleira fólk. „Hér er ferðaþjónusta á veturna og hefur verið. Til dæmis eru norðurljósaferðir í Heydal, sleðaferðir í Djúpavík og ljósmyndaferðir á Hornstrandir yfir háveturinn. Hér er alþjóðlegt gönguskíðamót og gönguskíðaferðir eru vinsælar á norðanverðum Vestfjörðum og Ströndum. Það eru hátíðir eins og Galdrafár, heimildamyndahátíðir og Aldrei fór ég suður.“
Ísafjarðarbær Vesturbyggð Ásahreppur Ferðaþjónusta Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Sjá meira