„Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. september 2025 12:14 Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. getty/vísir/arnar Forstjóri Lyfjastofnunar varar fólk við aukinni ógn ólöglegra lyfja sem eru auglýst á samfélagsmiðlum sem þyngdarstjórnunarlyf. Lyfin eru mögulega í umferð hér á landi en dæmi eru um að þyngdarstjórnunarlyf gangi kaupum og sölum á Facebook-síðum innan landsteinanna. Lyfjastofnun hefur varað við ólöglegum lyfjum við sykursýki og ofþyngd en framboð þeirra í Evrópu hefur aukist til muna undanfarið. Lyfin eru gjarnan seld á fölskum netsíðum og auglýst á samfélagsmiðlum en þau eru ekki með markaðsleyfi og uppfylla engar kröfur. Í tilkynningu frá Lyfjastofnun kemur fram að lyfin séu alvarleg ógn við heilsu fólks. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segist ekki hafa orðið vör við sölu umræddra lyfja hér á landi. „Þar ekkert þar með sagt að við þurfum að vita af því. Þess vegna er mikilvægt að brýna fyrir þessu. Okkur hefur ekki verið tilkynnt um þetta af tollinum eða slíku en það er ekki þar með sagt að við myndum vita það.“ Gangi kaupum og sölu á Facebook Þó séu merki um ólöglegan markað þyngdarstjórnunarlyfja á Íslandi. „Ég meina það eru bara einhverjar síður þar sem fólk eru að selja einhver lyf. Ef þetta eru einhverjar Facebook síður þá getum við ekkert annað en tilkynnt þetta til lögreglunnar. Því það er náttúrulega ólöglegt að selja lyfseðilsskyld lyf. Líklegast eru þetta lyf sem hefur verið ávísað á Íslandi en við vitum ekkert um það.“ Innan Evrópu er um hundruð falskra Facebook-síðna og sölusíðna að ræða. Opinber merki lyfjayfirvalda eru misnotuð og falskar umsagnir notaðar til að villa um fyrir neytendum. „Annað hvort eru þetta falskar Facebook-síður eða sölusíður þar sem er látið líta út fyrir að þetta séu viðurkenndir aðilar.“ Eru þetta sannfærandi svindl? „Já ég held að þetta séu mjög sannfærandi svindl.“ „Þá veistu bara ekkert hvað þú ert að fá“ Fólk er hvatt til að tilkynna ef það verður vart við ólögleg þyngdarstjórnunarlyf. Lyfin geti verið lífshættuleg. „Þetta þurfa ekki að vera ólöglega framleidd lyf en þau eru kannski seld ólöglega. Síðan geta þetta verið ólögleg lyf, þannig að maður veit ekkert hvað er í þeim. Þau geta hafa verið ólöglega framleidd. Eru þau þá framleidd í heimahúsum? „Það getur bara verið alls konar. Það getur verið framleitt bara við einhverjar aðstæður sem maður ekki þekkir. Það getur verið að það sé bara búið að skipta um miða. Þetta eru náttúrulega stungulyf. Það er í besta falli vatn í þessu en í versta falli er eitthvað annað í þessu. Það geta verið pakkarnir og áletranir sem hefur verið breytt.“ Hún biðlar til fólks að kaupa alls ekki lyf á netinu. „Þá veistu bara ekkert hvað þú ert að fá.“ Hvað er það alvarlegasta sem þú hefur heyrt af varðandi afleiðingar við einhverju svona? „Það geta verið dauðsföll, Þú veist ekkert hvað er í þessu. Það komst inn á breska markaðinn eitthvað sem innihélt insúlín í staðinn fyrir þessi lyf. Það eru bara ríkar ástæður fyrir því að það sé verið að vara við þessu. Það er rík eftirspurn eftir þessu og það er verið að villa um fyrir neytendum með skipulögðum hætti,“ segir hún og ítrekar að fólk eigi að taka lyf eins og þeim er ávísað. Þyngdarstjórnunarlyf Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Sjá meira
Lyfjastofnun hefur varað við ólöglegum lyfjum við sykursýki og ofþyngd en framboð þeirra í Evrópu hefur aukist til muna undanfarið. Lyfin eru gjarnan seld á fölskum netsíðum og auglýst á samfélagsmiðlum en þau eru ekki með markaðsleyfi og uppfylla engar kröfur. Í tilkynningu frá Lyfjastofnun kemur fram að lyfin séu alvarleg ógn við heilsu fólks. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segist ekki hafa orðið vör við sölu umræddra lyfja hér á landi. „Þar ekkert þar með sagt að við þurfum að vita af því. Þess vegna er mikilvægt að brýna fyrir þessu. Okkur hefur ekki verið tilkynnt um þetta af tollinum eða slíku en það er ekki þar með sagt að við myndum vita það.“ Gangi kaupum og sölu á Facebook Þó séu merki um ólöglegan markað þyngdarstjórnunarlyfja á Íslandi. „Ég meina það eru bara einhverjar síður þar sem fólk eru að selja einhver lyf. Ef þetta eru einhverjar Facebook síður þá getum við ekkert annað en tilkynnt þetta til lögreglunnar. Því það er náttúrulega ólöglegt að selja lyfseðilsskyld lyf. Líklegast eru þetta lyf sem hefur verið ávísað á Íslandi en við vitum ekkert um það.“ Innan Evrópu er um hundruð falskra Facebook-síðna og sölusíðna að ræða. Opinber merki lyfjayfirvalda eru misnotuð og falskar umsagnir notaðar til að villa um fyrir neytendum. „Annað hvort eru þetta falskar Facebook-síður eða sölusíður þar sem er látið líta út fyrir að þetta séu viðurkenndir aðilar.“ Eru þetta sannfærandi svindl? „Já ég held að þetta séu mjög sannfærandi svindl.“ „Þá veistu bara ekkert hvað þú ert að fá“ Fólk er hvatt til að tilkynna ef það verður vart við ólögleg þyngdarstjórnunarlyf. Lyfin geti verið lífshættuleg. „Þetta þurfa ekki að vera ólöglega framleidd lyf en þau eru kannski seld ólöglega. Síðan geta þetta verið ólögleg lyf, þannig að maður veit ekkert hvað er í þeim. Þau geta hafa verið ólöglega framleidd. Eru þau þá framleidd í heimahúsum? „Það getur bara verið alls konar. Það getur verið framleitt bara við einhverjar aðstæður sem maður ekki þekkir. Það getur verið að það sé bara búið að skipta um miða. Þetta eru náttúrulega stungulyf. Það er í besta falli vatn í þessu en í versta falli er eitthvað annað í þessu. Það geta verið pakkarnir og áletranir sem hefur verið breytt.“ Hún biðlar til fólks að kaupa alls ekki lyf á netinu. „Þá veistu bara ekkert hvað þú ert að fá.“ Hvað er það alvarlegasta sem þú hefur heyrt af varðandi afleiðingar við einhverju svona? „Það geta verið dauðsföll, Þú veist ekkert hvað er í þessu. Það komst inn á breska markaðinn eitthvað sem innihélt insúlín í staðinn fyrir þessi lyf. Það eru bara ríkar ástæður fyrir því að það sé verið að vara við þessu. Það er rík eftirspurn eftir þessu og það er verið að villa um fyrir neytendum með skipulögðum hætti,“ segir hún og ítrekar að fólk eigi að taka lyf eins og þeim er ávísað.
Þyngdarstjórnunarlyf Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda