„Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. september 2025 12:14 Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. getty/vísir/arnar Forstjóri Lyfjastofnunar varar fólk við aukinni ógn ólöglegra lyfja sem eru auglýst á samfélagsmiðlum sem þyngdarstjórnunarlyf. Lyfin eru mögulega í umferð hér á landi en dæmi eru um að þyngdarstjórnunarlyf gangi kaupum og sölum á Facebook-síðum innan landsteinanna. Lyfjastofnun hefur varað við ólöglegum lyfjum við sykursýki og ofþyngd en framboð þeirra í Evrópu hefur aukist til muna undanfarið. Lyfin eru gjarnan seld á fölskum netsíðum og auglýst á samfélagsmiðlum en þau eru ekki með markaðsleyfi og uppfylla engar kröfur. Í tilkynningu frá Lyfjastofnun kemur fram að lyfin séu alvarleg ógn við heilsu fólks. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segist ekki hafa orðið vör við sölu umræddra lyfja hér á landi. „Þar ekkert þar með sagt að við þurfum að vita af því. Þess vegna er mikilvægt að brýna fyrir þessu. Okkur hefur ekki verið tilkynnt um þetta af tollinum eða slíku en það er ekki þar með sagt að við myndum vita það.“ Gangi kaupum og sölu á Facebook Þó séu merki um ólöglegan markað þyngdarstjórnunarlyfja á Íslandi. „Ég meina það eru bara einhverjar síður þar sem fólk eru að selja einhver lyf. Ef þetta eru einhverjar Facebook síður þá getum við ekkert annað en tilkynnt þetta til lögreglunnar. Því það er náttúrulega ólöglegt að selja lyfseðilsskyld lyf. Líklegast eru þetta lyf sem hefur verið ávísað á Íslandi en við vitum ekkert um það.“ Innan Evrópu er um hundruð falskra Facebook-síðna og sölusíðna að ræða. Opinber merki lyfjayfirvalda eru misnotuð og falskar umsagnir notaðar til að villa um fyrir neytendum. „Annað hvort eru þetta falskar Facebook-síður eða sölusíður þar sem er látið líta út fyrir að þetta séu viðurkenndir aðilar.“ Eru þetta sannfærandi svindl? „Já ég held að þetta séu mjög sannfærandi svindl.“ „Þá veistu bara ekkert hvað þú ert að fá“ Fólk er hvatt til að tilkynna ef það verður vart við ólögleg þyngdarstjórnunarlyf. Lyfin geti verið lífshættuleg. „Þetta þurfa ekki að vera ólöglega framleidd lyf en þau eru kannski seld ólöglega. Síðan geta þetta verið ólögleg lyf, þannig að maður veit ekkert hvað er í þeim. Þau geta hafa verið ólöglega framleidd. Eru þau þá framleidd í heimahúsum? „Það getur bara verið alls konar. Það getur verið framleitt bara við einhverjar aðstæður sem maður ekki þekkir. Það getur verið að það sé bara búið að skipta um miða. Þetta eru náttúrulega stungulyf. Það er í besta falli vatn í þessu en í versta falli er eitthvað annað í þessu. Það geta verið pakkarnir og áletranir sem hefur verið breytt.“ Hún biðlar til fólks að kaupa alls ekki lyf á netinu. „Þá veistu bara ekkert hvað þú ert að fá.“ Hvað er það alvarlegasta sem þú hefur heyrt af varðandi afleiðingar við einhverju svona? „Það geta verið dauðsföll, Þú veist ekkert hvað er í þessu. Það komst inn á breska markaðinn eitthvað sem innihélt insúlín í staðinn fyrir þessi lyf. Það eru bara ríkar ástæður fyrir því að það sé verið að vara við þessu. Það er rík eftirspurn eftir þessu og það er verið að villa um fyrir neytendum með skipulögðum hætti,“ segir hún og ítrekar að fólk eigi að taka lyf eins og þeim er ávísað. Þyngdarstjórnunarlyf Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Sjá meira
Lyfjastofnun hefur varað við ólöglegum lyfjum við sykursýki og ofþyngd en framboð þeirra í Evrópu hefur aukist til muna undanfarið. Lyfin eru gjarnan seld á fölskum netsíðum og auglýst á samfélagsmiðlum en þau eru ekki með markaðsleyfi og uppfylla engar kröfur. Í tilkynningu frá Lyfjastofnun kemur fram að lyfin séu alvarleg ógn við heilsu fólks. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segist ekki hafa orðið vör við sölu umræddra lyfja hér á landi. „Þar ekkert þar með sagt að við þurfum að vita af því. Þess vegna er mikilvægt að brýna fyrir þessu. Okkur hefur ekki verið tilkynnt um þetta af tollinum eða slíku en það er ekki þar með sagt að við myndum vita það.“ Gangi kaupum og sölu á Facebook Þó séu merki um ólöglegan markað þyngdarstjórnunarlyfja á Íslandi. „Ég meina það eru bara einhverjar síður þar sem fólk eru að selja einhver lyf. Ef þetta eru einhverjar Facebook síður þá getum við ekkert annað en tilkynnt þetta til lögreglunnar. Því það er náttúrulega ólöglegt að selja lyfseðilsskyld lyf. Líklegast eru þetta lyf sem hefur verið ávísað á Íslandi en við vitum ekkert um það.“ Innan Evrópu er um hundruð falskra Facebook-síðna og sölusíðna að ræða. Opinber merki lyfjayfirvalda eru misnotuð og falskar umsagnir notaðar til að villa um fyrir neytendum. „Annað hvort eru þetta falskar Facebook-síður eða sölusíður þar sem er látið líta út fyrir að þetta séu viðurkenndir aðilar.“ Eru þetta sannfærandi svindl? „Já ég held að þetta séu mjög sannfærandi svindl.“ „Þá veistu bara ekkert hvað þú ert að fá“ Fólk er hvatt til að tilkynna ef það verður vart við ólögleg þyngdarstjórnunarlyf. Lyfin geti verið lífshættuleg. „Þetta þurfa ekki að vera ólöglega framleidd lyf en þau eru kannski seld ólöglega. Síðan geta þetta verið ólögleg lyf, þannig að maður veit ekkert hvað er í þeim. Þau geta hafa verið ólöglega framleidd. Eru þau þá framleidd í heimahúsum? „Það getur bara verið alls konar. Það getur verið framleitt bara við einhverjar aðstæður sem maður ekki þekkir. Það getur verið að það sé bara búið að skipta um miða. Þetta eru náttúrulega stungulyf. Það er í besta falli vatn í þessu en í versta falli er eitthvað annað í þessu. Það geta verið pakkarnir og áletranir sem hefur verið breytt.“ Hún biðlar til fólks að kaupa alls ekki lyf á netinu. „Þá veistu bara ekkert hvað þú ert að fá.“ Hvað er það alvarlegasta sem þú hefur heyrt af varðandi afleiðingar við einhverju svona? „Það geta verið dauðsföll, Þú veist ekkert hvað er í þessu. Það komst inn á breska markaðinn eitthvað sem innihélt insúlín í staðinn fyrir þessi lyf. Það eru bara ríkar ástæður fyrir því að það sé verið að vara við þessu. Það er rík eftirspurn eftir þessu og það er verið að villa um fyrir neytendum með skipulögðum hætti,“ segir hún og ítrekar að fólk eigi að taka lyf eins og þeim er ávísað.
Þyngdarstjórnunarlyf Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent