Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Eiður Þór Árnason skrifar 5. september 2025 17:28 Álver Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði. Vísir/Arnar Félagsmenn AFLs starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ) sem starfa í álveri Alcoa á Reyðarfirði munu greiða atkvæði um verkfall. Verkalýðsfélögin hafa átt í kjaradeilu við fyrirtækið um nokkurt skeið og funduðu með félagsfólki sínu og starfsfólki Alcoa síðustu tvo daga. Í yfirlýsingu frá AFLi starfsgreinafélagi og RSÍ segir að félagsfólk hafi verið skýrt í afstöðu sinni, „tilbúið að setja fyrirtækinu mörk“ og krefjist sambærilegra kjarabóta og samið hafi verið um í öðrum stóriðjum á Íslandi. „Á öllum fundunum var einróma samþykkt að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall og hafa félögin þegar hafið undirbúning þess,“ segir í yfirlýsingu verkalýðsfélaganna. Kjaradeilunni var vísað til ríkissáttasemjara í apríl síðastliðnum en í lok ágúst höfnuðu AFL og RSÍ tilboði Alcoa og hófu undirbúning atkvæðagreiðslu um verkfall. Eigendur álversins forðist að taka þátt í viðræðunum „Það er ljóst að eigendur Alcoa eru ekki tilbúnir að tryggja sömu launahækkanir og sambærileg kjör og gilda í öðrum álverksmiðjum á Íslandi,“ gáfu fulltrúar verkalýðsfélaganna út þegar ákvörðun var tekin um að hafna tilboði Alcoa 29. ágúst. Ekki yrði skrifað undir kjarasamning sem tryggði lakari kjör eða minni launahækkanir en samið hafi verið um í hinum álverunum. Þá gagnrýndu forsvarsmenn AFL og RSÍ að samninganefndir hafi einungis fengið að ræða við „umboðslausa aðila“ með takmarkað umboð til samninga á meðan erlendir eigendur álversins forðist að taka þátt í kjaraviðræðunum, eins og það var orðað í yfirlýsingu. Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Áliðnaður Stóriðja Vinnumarkaður Fjarðabyggð Tengdar fréttir Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara Kjaradeilu AFLs Starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands við Alcoa Fjarðaál hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Ákvörðun um þetta var tekin í vikunni en viðræður hafa staðið yfir síðan í desember án árangurs. 5. apríl 2025 20:40 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Sjá meira
Í yfirlýsingu frá AFLi starfsgreinafélagi og RSÍ segir að félagsfólk hafi verið skýrt í afstöðu sinni, „tilbúið að setja fyrirtækinu mörk“ og krefjist sambærilegra kjarabóta og samið hafi verið um í öðrum stóriðjum á Íslandi. „Á öllum fundunum var einróma samþykkt að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall og hafa félögin þegar hafið undirbúning þess,“ segir í yfirlýsingu verkalýðsfélaganna. Kjaradeilunni var vísað til ríkissáttasemjara í apríl síðastliðnum en í lok ágúst höfnuðu AFL og RSÍ tilboði Alcoa og hófu undirbúning atkvæðagreiðslu um verkfall. Eigendur álversins forðist að taka þátt í viðræðunum „Það er ljóst að eigendur Alcoa eru ekki tilbúnir að tryggja sömu launahækkanir og sambærileg kjör og gilda í öðrum álverksmiðjum á Íslandi,“ gáfu fulltrúar verkalýðsfélaganna út þegar ákvörðun var tekin um að hafna tilboði Alcoa 29. ágúst. Ekki yrði skrifað undir kjarasamning sem tryggði lakari kjör eða minni launahækkanir en samið hafi verið um í hinum álverunum. Þá gagnrýndu forsvarsmenn AFL og RSÍ að samninganefndir hafi einungis fengið að ræða við „umboðslausa aðila“ með takmarkað umboð til samninga á meðan erlendir eigendur álversins forðist að taka þátt í kjaraviðræðunum, eins og það var orðað í yfirlýsingu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Áliðnaður Stóriðja Vinnumarkaður Fjarðabyggð Tengdar fréttir Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara Kjaradeilu AFLs Starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands við Alcoa Fjarðaál hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Ákvörðun um þetta var tekin í vikunni en viðræður hafa staðið yfir síðan í desember án árangurs. 5. apríl 2025 20:40 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Sjá meira
Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara Kjaradeilu AFLs Starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands við Alcoa Fjarðaál hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Ákvörðun um þetta var tekin í vikunni en viðræður hafa staðið yfir síðan í desember án árangurs. 5. apríl 2025 20:40