Stóriðja

Fréttamynd

Vatnsbúskapurinn fer batnandi

Landsvirkjun hefur ákveðið að hætta endurkaupum raforku af járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga. Ástæðan er sú að vatnsbúskapur Landsvirkjunar hefur batnað.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ekkert sam­ráð – ekkert traust

Samtök stórfyrirtækja, fara daglega í fjölmiðla með sína svarthvítu mynd um að samfélagið fari á neyðarstig, fái fjárfestar ekki fullt svigrúm til auðlindanýtingar án endurgjalds og helst með ríkisstyrkjum. Þeim er ekki trúað. Og þótt samtök náttúruverndar bendi á móti á hættur og staðreyndir er þeim ekki heldur trúað. 

Skoðun
Fréttamynd

Orkan og álið

Liðna helgi var umfjöllun á Sprengisandi um hækkað raforkuverð, raforkuskort og forgangsorku til almennings. Í framhaldi af þeirri umfjöllun er rétt að eftirfarandi komi fram.

Skoðun
Fréttamynd

Fín­malað mó­berg til að lækka kolefnisspor sements á Ís­landi og í Evrópu.

Við erum nú í þeirri einstöku stöðu að geta þróað og innleitt nýjar tegundir sements sem byggjast á hagnýtum rannsóknum sem upprunalega voru gerðar af íslenskum vísindamönnum á sjöunda áratugnum. Þessi nýja tegund sements, sem byggir að hluta til á náttúrulegu íslensku móbergi, mun hafa veruleg áhrif á kolefnisspor sem tengjast byggingariðnaði á Íslandi og víðar. 

Skoðun
Fréttamynd

Minnkandi losun en um­­­fram út­hlutanir Ís­lands

Losun gróðurhúsalofttegunda var líklega umfram úthlutanir Íslands í fyrra þrátt fyrir að hún drægist saman um þrjú prósent á milli ára. Stjórnvöld hafa þó nægjanlegan sveigjanleika til þess að standast alþjóðlegar skuldbindingar sínar.

Innlent
Fréttamynd

Fordæmalaus á­form og enginn lagarammi til um eftir­lit

Hafrannsóknarstofnun leggst aftur gegn áformum þýska sementsfyrirtækisins Heidelberg um efnistöku af hafsbotni við Landeyjar. Öll framkvæmdin sé stórskala og án fordæma. Sviðsstjóri segir heildaráhrif framkvæmdarinnar neikvæð á hrygningu helstu fiskistofna, strandlengjuna og lífríkið á svæðinu. Talsmaður Heidelberg segir umsögnina ekki bæta miklu við fyrri umsögn stofnunarinnar sem fyrirtækið hafi komið á móts við. Nú sé verið að fara yfir síðara matið. 

Innlent
Fréttamynd

Um orku­skort, auð­lindir og endur­vinnslu

Síðustu daga hefur eitt og annað verið ritað á vefmiðla gegn yfirvofandi orkuskorti í landinu. Þar eru færð ýmis rök fyrir því að orkuskortur sé ástæðulaus áróður og Íslendingar séu „orkusóðar“

Skoðun
Fréttamynd

Tap kísilversins á Bakka jókst veru­lega og nam tólf milljörðum fyrir skatta

Tap kísilvers PCC á Bakka jókst verulega í fyrra, nam nærri tólf milljörðum króna fyrir skatta, samhliða fallandi tekjum. Verksmiðjan hefur verið rekin á fullum afköstum frá ársbyrjun 2024 sem hefur þýtt umbætur í rekstrinum og framleiðsla verksmiðjunnar farið yfir uppgefna framleiðslugetu. Staða félagsins er því sögð hafa batnað umtalsvert.

Innherji
Fréttamynd

„Týpísk pólitík að tefja málið“

Tillögu Jóns Inga Hákonarsonar, bæjarfulltrúa Viðreisnar í Hafnarfirði, um að Coda Terminal-verkefni Carbfix verði sett í íbúakosningu var vísað til bæjarráðs á bæjarstjórnarfundi í gær. Jón Ingi harmar þessa ákvörðun og vænir fulltrúa meirihlutans um ósamræmi í máli og verkum.

Innlent
Fréttamynd

Mengum minna

Heiðar Guðjónsson hefur allt á hornum sér gagnvart Orkuveitunni og dótturfyrirtæki hennar Carbfix í grein hér á Vísi sem ber fyrirsögnina “Mengum meira”. Aðrir hafa hrakið sumt í grein Heiðars en víkja þarf að fleiru.

Skoðun
Fréttamynd

And­staða við Car­b­fix-verk­efnið gýs upp í Hafnar­firði

Svo virðist sem fátt geti komið í veg fyrir uppbygging á móttöku- og förgunarmiðstöðinni Coda Terminal, Sódastöðinni, í Straumsvík. Þar stendur til að farga allt að þremur milljónum tonna af CO2 á ári hverju. Þetta nemur um 65% af heildarlosun Íslands árið 2019. En nú er sem íbúar Hafnarfjarðar séu að vakna upp við vondan draum.

Innlent
Fréttamynd

Leggja til íbúakosningu vegna fram­kvæmda Carbfix

Viðreisn hyggst leggja fram tillögu innan bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, þar sem flokkurinn er í minnihluta, að íbúakosning fari fram um leyfi Carbfix til þess að koma upp aðstöðu fyrir loftslagsverkefnið Coda Terminal.

Innlent
Fréttamynd

Um­ræðan verði að vera mál­efna­leg

Edda Sif Pind Aradóttir framkvæmdastjóri Carbfix segir eðlilegt að íbúar spyrji spurninga um verkefni fyrirtækisins í Straumsvík. Umræðan verði hins vegar að vera málefnaleg. 

Innlent
Fréttamynd

„Enn fólk að birtast sem hafði ekki hug­mynd um þetta“

Tæplega 4500 manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem staðsetningu borteiga Carbfix í Hafnarfirði er mótmælt. Þar stendur til að dæla koldíoxíð í berg á svæðinu sunnan við álverið í Straumsvík, steinsnar frá íbúabyggð á Völlunum. Ábyrgðarmaður undirskriftarlistans segir fjölda íbúa hafa ekki áttað sig á því hvað sé í uppsiglingu. 

Innlent
Fréttamynd

Lykillinn að orku­skiptunum er úr áli

Í dag tala einhverjir um að með endurskoðun raforkusamninga við stóriðju á Íslandi megi tryggja næga orkutil framtíðar. Með því móti getum við klárað orkuskiptin í samgöngum án frekari virkjunarframkvæmda. Endurskoðun raforkusamninga undir formerkjum skerðinga leiðir einfaldlega til forsendubrests í rekstri álveranna á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Ör­saga um ál og auð­lindir

Raforka Íslendinga er að sönnu þjóðarauðlind. Í umræðunni um orkuskort gefa einhverjir þeirri hugmynd undir fótinn að stórkaupendum raforku sé ofaukið og á þeirra kostnað væri hægt að nýta orkuna í orkuskiptin og styrkja ferðaþjónustu.

Skoðun
Fréttamynd

Fernando Costa nýr for­stjóri Alcoa Fjarðaáls

Fernando Costa hefur verið ráðinn forstjóri Alcoa Fjarðaáls og tekur við af Smára Kristinssyni sem hefur gegnt forstjórastarfinu tímabundið eftir að Einar Þorsteinsson lét af störfum fyrr á þessu ári. Smári fer á sama tíma aftur í starf framkvæmdastjóra framleiðslu.

Viðskipti innlent