Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. september 2025 11:16 Sigurjón segir að þeir sem eru andvígir veiðum á lunda ættu að koma hreint fram í stað þess að skálda upp einhverja náttúruvá. Vísir/Vilhelm Sigurjón Þórðarson, líffræðingur og þingmaður Flokks fólksins, segir að sveiflur í villtum dýrastofnum séu ofureðlilegar og það sé mikil rörsýn að ætla kenna afar takmörkuðum veiðum um ris og hnig lundastofnsins. Það sé langsótt að segja að lundastofninn sé í hættu, og þeir sem beiti sér fyrir því að minnka veiðar geri það á grundvelli svokallaðrar Walt Disneylíffræði. Í vikunni birtist svar frá umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytinu við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar um lundaveiði, þar sem spurt var meðal annars hversu stór lundastofninn væri og hvernig hann hefði sveiflast undanfarin 30 ár. Í svarinu segir að varpstofninn hafi verið metinn 5.970.000 fuglar árið 1992, en 3.258.000 2022. Nýliðun hafi dregist saman frá 1995, en aukist síðasta áratuginn. Veiði dregist saman Þar segir einnig að uppgefin veiði á lunda hafi dregist saman og sé nú um 20-35 þúsund fuglar á hverju ári. Veiðiálagið sé ekki mikið miðað við heildarstofnstærð lunda, en eðlilegra væri að meta veiðiálagið á þann hluta stofnsins sem helst veiðist í háf, 2-4 ára ungfugl. Stofninn þoli líklega ekki meira en 4-5 prósent veiðiálag á 2-4 ára ungfugli við bestu aðstæður samkvæmt greiningu erlendra sérfræðinga. Samkvæmt greiningunni er veiðiálagið á þessa fugla undir tíu prósentum í dag, en ekki kom fram hversu mikið undir. Lundinn sé langlífur, með hæga viðkomu og með afar hægan stofnvöxt jafnvel við bestu skilyrði. Órökstuddar fullyrðingar um ofveiði Sigurjón Þórðarson segir að hann hafi beint fyrirspurn sinni að ráðherra í ljósi áforma sem uppi eru um að draga enn frekar úr veiðum. Svörin sem hann hafi fengið hafi gefið til kynna að dregið hafi verulega úr veiðum undanfarin ár. „Ekki er veitt nema um 20 til 35 þús lundar árlega úr stofni sem telur margar milljónir fugla. Til samanburðar þá voru veiddir 100.000 til 200.000 svartfuglar í Skagafirði einum árlega um miðja síðustu öld.“ Hann hafi kynnt sér skýrslu sem lögð var til grundvallar málsins, þar sem fram hafi komið órökstuddar fullyrðingar um að mild ofveiði hafi staðið yfir á lunda um aldir. „Í samantektinni er veiðum ekki einum kennt um samdrátt á lundastofninum heldur einnig fæðuskorti á ungatíma. Í sjálfu sér er það undarlegt að ætla að dýrastofn geti stækkað sem glímir við fæðuskort.“ „Þegar farið er yfir málið þá blasir við að þeir sem beita sér fyrir að þrengt sé að veiðum gera það miklu frekar á grundvelli neikvæðrar afstöðu til veiða eða Walt Disneylíffræði þar sem dýr eru persónugerð. Það er afar langsótt að lundastofninn sé í raunverulegri hættu og að veiðarnar hafi umtalsverð áhrif á stofninn.“ „Það er miklu heiðarlegra að þeir sem eru andvígir veiðum á lunda komi hreint fram í stað þess að skálda upp einhverja náttúruvá.“ Flokkur fólksins Fuglar Dýr Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Í vikunni birtist svar frá umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytinu við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar um lundaveiði, þar sem spurt var meðal annars hversu stór lundastofninn væri og hvernig hann hefði sveiflast undanfarin 30 ár. Í svarinu segir að varpstofninn hafi verið metinn 5.970.000 fuglar árið 1992, en 3.258.000 2022. Nýliðun hafi dregist saman frá 1995, en aukist síðasta áratuginn. Veiði dregist saman Þar segir einnig að uppgefin veiði á lunda hafi dregist saman og sé nú um 20-35 þúsund fuglar á hverju ári. Veiðiálagið sé ekki mikið miðað við heildarstofnstærð lunda, en eðlilegra væri að meta veiðiálagið á þann hluta stofnsins sem helst veiðist í háf, 2-4 ára ungfugl. Stofninn þoli líklega ekki meira en 4-5 prósent veiðiálag á 2-4 ára ungfugli við bestu aðstæður samkvæmt greiningu erlendra sérfræðinga. Samkvæmt greiningunni er veiðiálagið á þessa fugla undir tíu prósentum í dag, en ekki kom fram hversu mikið undir. Lundinn sé langlífur, með hæga viðkomu og með afar hægan stofnvöxt jafnvel við bestu skilyrði. Órökstuddar fullyrðingar um ofveiði Sigurjón Þórðarson segir að hann hafi beint fyrirspurn sinni að ráðherra í ljósi áforma sem uppi eru um að draga enn frekar úr veiðum. Svörin sem hann hafi fengið hafi gefið til kynna að dregið hafi verulega úr veiðum undanfarin ár. „Ekki er veitt nema um 20 til 35 þús lundar árlega úr stofni sem telur margar milljónir fugla. Til samanburðar þá voru veiddir 100.000 til 200.000 svartfuglar í Skagafirði einum árlega um miðja síðustu öld.“ Hann hafi kynnt sér skýrslu sem lögð var til grundvallar málsins, þar sem fram hafi komið órökstuddar fullyrðingar um að mild ofveiði hafi staðið yfir á lunda um aldir. „Í samantektinni er veiðum ekki einum kennt um samdrátt á lundastofninum heldur einnig fæðuskorti á ungatíma. Í sjálfu sér er það undarlegt að ætla að dýrastofn geti stækkað sem glímir við fæðuskort.“ „Þegar farið er yfir málið þá blasir við að þeir sem beita sér fyrir að þrengt sé að veiðum gera það miklu frekar á grundvelli neikvæðrar afstöðu til veiða eða Walt Disneylíffræði þar sem dýr eru persónugerð. Það er afar langsótt að lundastofninn sé í raunverulegri hættu og að veiðarnar hafi umtalsverð áhrif á stofninn.“ „Það er miklu heiðarlegra að þeir sem eru andvígir veiðum á lunda komi hreint fram í stað þess að skálda upp einhverja náttúruvá.“
Flokkur fólksins Fuglar Dýr Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira