Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. september 2025 19:05 Erla Gerður Sveinsdóttir, heimilislæknir sem hefur sérhæft sig í málefnum offitu. Vísir/arnar Læknir, sem hefur sérhæft sig í málefnum offitu, segir afleiðingarnar af notkun ólöglegra þyngdarstjórnunarlyfja geta verið gríðarlegar. Borið hefur á því að fólk taki sig saman og deili lyfseðli. Hún segir ekki hægt að réttlæta slíka notkun. Lyfjastofnun hefur varað við aukinni ógn ólöglegra þyngdarstjórnunarlyfja. Framboð ólöglegra lyfja sem geta verið lífshættuleg hefur aukist til muna undanfarið í Evrópu og getur verið að þau séu einnig í dreifingu hér á landi. Dæmi eru um að þyngdarstjórnunarlyf gangi kaupum og sölu á Facebook-síðum innan landsteinanna með ólöglegum hætti. Erla Gerður Sveinsdóttir, læknir sem starfað hefur sem sérfræðingur í offitu um árabil, segir um alvarlega þróun að ræða. „Þetta er alvöru lyf sem á að gefa samkvæmt ákveðnum ábendingum, fylgja því eftir á ákveðinn hátt og undirbúa meðferðina vel og fylgja henni eftir. Þetta er ekki bara saklaust efni sem á að fara með einhvern veginn. Það er svona alls konar hvatning, útlitsdýrkun og fólk leitast eftir þessu. Þá koma fram eftirlíkingar og falsefni. Allt þetta. Þannig er svolítið bara heimurinn.“ „Svakaleg óvissa á svo marga vegu“ Mikilvægt sé að vera á varðbergi og að meðferðin sé undir handleiðslu læknis. „Þú veist einu sinni ekki hvað er í því. Þú veist ekki hvað það er að gera fyrir líkamann þinn. Þú veist ekki í hvaða magni það er, jafnvel þó það sé efnið sem það segist vera. Þú veist ekkert í hvaða magni það er. Þú veist ekki hvaða magn myndi hæfa fyrir þinn líkama. Þetta er svo svakaleg óvissa á svo marga vegu.“ Of algengt sé að lyfið sé misnotað en sem dæmi hefur borið á því að nokkrir einstaklingar nýti lyfseðil sameiginlega og taki þyngdarstjórnunarlyf í minni skömmtum eða míkródósi. „Það er ekki ráðlagt og það eru ekki til rannsóknir sem sýna hvort það hafi árangur. Hvað það gerir í líkamanum, hvort það er skaðlegt eða ekki. Við getum ekki réttlætt þá meðferð.“ Stundum sé aðeins sagður hluti af heildarmyndinni Fá of margir þetta lyf eða samþykki fyrir þessu lyfi að þínu mati? „Ekki endilega. Það er ekkert endilega rétta fólkið. Það eru mjög margir að taka þetta lyf sem ættu ekki að vera taka þetta lyf við þyngdinni sinni. Eru kannski ekki með sjúkdóminn offitu sem við erum að meðhöndla með þessu og svo eru líka margir sem eru alls ekkert að fá meðferðina því hún er of dýr eða veigra sér við því að leita sér aðstoðar að einhverjum sökum.“ Kannast þú við það að fólk sem leitast eftir þessum lyfjum segi það sem læknar vilja heyra til að uppfylla ákveðin skilyrði? „Ég skil mjög vel löngun fólks til að vilja fá þessi lyf en það ætti ekki að þurfa segja neitt rangt til. Það á bara að geta rætt hreinskilnislega. Auðvitað eigum við líka að nota ákveðnar mælingar. Blóðprufur, líkamssamsetningu og annað til að vita hvort einstaklingur hafi þörf til að nýta þessi lyf eða ekki.“ Veistu til þess að fólk skrökvi í svona meðferð eða samtölum við lækni? „Veit ekki hvort ég eigi að segja skrökvi en stundum heyrir maður bara hluta af heildarmyndinni.“ Hún ítrekar það að það skipti öllu máli að rétti lífsstíllinn sé stundaður samhliða notkun lyfjanna. „Lyfið virkar ekki í líkama sem er í miklu ójafnvægi. Eins og í miklum næringarskorti eins og er oft þegar fólk er að svelta sig og reyna léttast mjög hratt. Þetta er ekki megrunarlyf. Þetta er lyf við sjúkdómnum offitu og við eigum að vanda okkur.“ Þyngdarstjórnunarlyf Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Lyfjastofnun hefur varað við aukinni ógn ólöglegra þyngdarstjórnunarlyfja. Framboð ólöglegra lyfja sem geta verið lífshættuleg hefur aukist til muna undanfarið í Evrópu og getur verið að þau séu einnig í dreifingu hér á landi. Dæmi eru um að þyngdarstjórnunarlyf gangi kaupum og sölu á Facebook-síðum innan landsteinanna með ólöglegum hætti. Erla Gerður Sveinsdóttir, læknir sem starfað hefur sem sérfræðingur í offitu um árabil, segir um alvarlega þróun að ræða. „Þetta er alvöru lyf sem á að gefa samkvæmt ákveðnum ábendingum, fylgja því eftir á ákveðinn hátt og undirbúa meðferðina vel og fylgja henni eftir. Þetta er ekki bara saklaust efni sem á að fara með einhvern veginn. Það er svona alls konar hvatning, útlitsdýrkun og fólk leitast eftir þessu. Þá koma fram eftirlíkingar og falsefni. Allt þetta. Þannig er svolítið bara heimurinn.“ „Svakaleg óvissa á svo marga vegu“ Mikilvægt sé að vera á varðbergi og að meðferðin sé undir handleiðslu læknis. „Þú veist einu sinni ekki hvað er í því. Þú veist ekki hvað það er að gera fyrir líkamann þinn. Þú veist ekki í hvaða magni það er, jafnvel þó það sé efnið sem það segist vera. Þú veist ekkert í hvaða magni það er. Þú veist ekki hvaða magn myndi hæfa fyrir þinn líkama. Þetta er svo svakaleg óvissa á svo marga vegu.“ Of algengt sé að lyfið sé misnotað en sem dæmi hefur borið á því að nokkrir einstaklingar nýti lyfseðil sameiginlega og taki þyngdarstjórnunarlyf í minni skömmtum eða míkródósi. „Það er ekki ráðlagt og það eru ekki til rannsóknir sem sýna hvort það hafi árangur. Hvað það gerir í líkamanum, hvort það er skaðlegt eða ekki. Við getum ekki réttlætt þá meðferð.“ Stundum sé aðeins sagður hluti af heildarmyndinni Fá of margir þetta lyf eða samþykki fyrir þessu lyfi að þínu mati? „Ekki endilega. Það er ekkert endilega rétta fólkið. Það eru mjög margir að taka þetta lyf sem ættu ekki að vera taka þetta lyf við þyngdinni sinni. Eru kannski ekki með sjúkdóminn offitu sem við erum að meðhöndla með þessu og svo eru líka margir sem eru alls ekkert að fá meðferðina því hún er of dýr eða veigra sér við því að leita sér aðstoðar að einhverjum sökum.“ Kannast þú við það að fólk sem leitast eftir þessum lyfjum segi það sem læknar vilja heyra til að uppfylla ákveðin skilyrði? „Ég skil mjög vel löngun fólks til að vilja fá þessi lyf en það ætti ekki að þurfa segja neitt rangt til. Það á bara að geta rætt hreinskilnislega. Auðvitað eigum við líka að nota ákveðnar mælingar. Blóðprufur, líkamssamsetningu og annað til að vita hvort einstaklingur hafi þörf til að nýta þessi lyf eða ekki.“ Veistu til þess að fólk skrökvi í svona meðferð eða samtölum við lækni? „Veit ekki hvort ég eigi að segja skrökvi en stundum heyrir maður bara hluta af heildarmyndinni.“ Hún ítrekar það að það skipti öllu máli að rétti lífsstíllinn sé stundaður samhliða notkun lyfjanna. „Lyfið virkar ekki í líkama sem er í miklu ójafnvægi. Eins og í miklum næringarskorti eins og er oft þegar fólk er að svelta sig og reyna léttast mjög hratt. Þetta er ekki megrunarlyf. Þetta er lyf við sjúkdómnum offitu og við eigum að vanda okkur.“
Þyngdarstjórnunarlyf Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira