Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar 3. september 2025 10:32 Það er ekki öllum gefið að fara vel með annarra manna fé. Nú stendur ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur, að eigin sögn, í ströngu og leitar leiða til frekara aðhalds í ríkisrekstrinum. Verðbólgan er enn langt frá markmiði og vaxtalækkunarferli Seðlabankans er lokið í bili. Vonir ráðherra um að tíðindalítil fjármálaáætlun kæmi til með að ríða baggamuninn í þeim efnum eru brostnar og nú talað um aðhald komi með fjárlögum í haust. Þótt umrætt haust sé raunar á dagskrá Alþingis eftir rúma vikur hefur enginn á stjórnarheimilinu verið til í að viðra hugmyndir um hvar tækifæri til aðhalds og hagræðingar sé að finna. Kannski vegna þess að ekki er samstaða um nauðsynlegar aðgerðir innan ríkisstjórnarinnar. Kannski. Nokkuð hefur verið fjallað um póstþjónustu og lagaskyldu Íslandspóst til að sinna pakkasendingum milli landa í kjölfar þess að fyrirtækið stöðvaði slíkar sendingar á dögunum. Deilt hefur verið um hvort skyldan sé yfirhöfuð til staðar og ef svo er, hvort ríkisfyrirtækið uppfylli þær skyldur. Byggðastofnun, sem fer með eftirlit á póstmarkaði, hefur hins vegar staðfest að fyrirtækinu ber að sinna þjónustunni. Ekki nóg með það að fyrirtækið sinni ekki lagalegu skyldu sinni er eignarhald ríkisins á fyrirtæki í samkeppnisrekstri sem þessum tímaskekkja. Eitt sinn kunna að hafa verið rök með því að ríkið sinnti póstþjónustu hér á landi. Það er aftur á móti ljóst að samhliða fjölgun fyrirtækja á þeim markaði og tækniþróun eiga þau rök ekki lengur við. Ríkisstjórn sem leitar leiða til hagræðingar í rekstri hlýtur að horfa til þess, sem eðlilegt er, að selja Íslandspóst og tryggja alþjónustu með útboði. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Pósturinn Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Það er ekki öllum gefið að fara vel með annarra manna fé. Nú stendur ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur, að eigin sögn, í ströngu og leitar leiða til frekara aðhalds í ríkisrekstrinum. Verðbólgan er enn langt frá markmiði og vaxtalækkunarferli Seðlabankans er lokið í bili. Vonir ráðherra um að tíðindalítil fjármálaáætlun kæmi til með að ríða baggamuninn í þeim efnum eru brostnar og nú talað um aðhald komi með fjárlögum í haust. Þótt umrætt haust sé raunar á dagskrá Alþingis eftir rúma vikur hefur enginn á stjórnarheimilinu verið til í að viðra hugmyndir um hvar tækifæri til aðhalds og hagræðingar sé að finna. Kannski vegna þess að ekki er samstaða um nauðsynlegar aðgerðir innan ríkisstjórnarinnar. Kannski. Nokkuð hefur verið fjallað um póstþjónustu og lagaskyldu Íslandspóst til að sinna pakkasendingum milli landa í kjölfar þess að fyrirtækið stöðvaði slíkar sendingar á dögunum. Deilt hefur verið um hvort skyldan sé yfirhöfuð til staðar og ef svo er, hvort ríkisfyrirtækið uppfylli þær skyldur. Byggðastofnun, sem fer með eftirlit á póstmarkaði, hefur hins vegar staðfest að fyrirtækinu ber að sinna þjónustunni. Ekki nóg með það að fyrirtækið sinni ekki lagalegu skyldu sinni er eignarhald ríkisins á fyrirtæki í samkeppnisrekstri sem þessum tímaskekkja. Eitt sinn kunna að hafa verið rök með því að ríkið sinnti póstþjónustu hér á landi. Það er aftur á móti ljóst að samhliða fjölgun fyrirtækja á þeim markaði og tækniþróun eiga þau rök ekki lengur við. Ríkisstjórn sem leitar leiða til hagræðingar í rekstri hlýtur að horfa til þess, sem eðlilegt er, að selja Íslandspóst og tryggja alþjónustu með útboði. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun