Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar 2. september 2025 19:31 Í dag mælti ég fyrir tillögu á fyrsta fundi borgarstjórnar eftir sumarfrí um að hefja vinnu með Minjastofnun að friðlýsingu menningarsögulegra minja á Laugarnestanga. Frá árinu 2016 hefur verið í gildi verndaráætlun Laugarnestanga til að tryggja að fornleifar þar glatist ekki og nýting, skipulag og rekstur svæðisins haldist í hendur, meðal annars á forsendum þeirra. Þar á undan hafði svæðið verið sett undir hverfisvernd Reykjavíkurborgar en fjölmörg svæði í Reykjavík eru undir hverfisvernd og flest þeirra vinsæl og fjölfarin útivistar- og afþreyingarsvæði, eins og Laugarnestangi. Laugarnestangi er sérstæður í borgarlandinu. Hann hefur ekki einvörðungu hátt sögu- og menningargildi heldur er hann einnig mikilvægur í tilliti náttúruverndar og fyrir líffræðilegar og jarðfræðilegar náttúruminjar. Þá má nefna að frá Laugarnestanga sést til allra átta; vel yfir Reykjavík og hið manngerða borgarskipulag, til fjalla og yfir óspillta strandlengju og langt út á haf. Þetta er eitt fárra svæða í þéttbýli höfuðborgarinnar þar sem hægt er að upplifa jafn heildstætt menningarlandslag og náttúru. Með því að færa vernd svæðisins á hærra stig gefst okkur ríkara tækifæri til að miðla enn frekar sögu og menningu þess til komandi kynslóða en einnig standa vörð um verðmætin sem felast í náttúrunni sem þar fyrirfinnst og hlúa að lífbreytileika og búsetusvæðum fjölbreyttra lífvera. Friðlýsingarformið er sú verndaraðgerð sem er best skilgreind í lögum og með því eru sett skýr verndarmarkmið og skilmálar hvernig framfylgja skuli þeim. Það er því ánægjulegt að borgarstjórn samþykkti að hefja friðlýsingarferli Laugarnestangans. Samhliða framsækinni borgarþróun verðum við ávallt að skoða gaumgæfilega hugmyndir um náttúruvernd og verndun minja og mannvistaleifa í borgarlandinu. Með því að styrkja slíkt um alla borg náum við að tryggja sjálfbæra borgarþróun og vernda land og svæði um ókomna tíð fyrir hugsanlega óafturkræfum athöfnum manna. Slíkt gegnir einnig mikilvægu hlutverki í að draga úr og aðlagast loftslagsbreytingum. Það hefur því aldrei verið mikilvægara en nú að huga að aukinni vernd og friðlýsingum í Reykjavík. Hvort sem þær taka til menningarlandslags og menningarminja, eins og tilfelli Laugarnestangans, eða vegna verðmætra og viðkvæmra vistkerfa, leira, þangfjara, búsvæða fugla, sjávarhryggleysingja og straumvatna sem eru búsvæði laxa og silunga. Að því sögðu er það er von mín að friðlýsingarferli Laugarnestanga gangi hratt og örugglega fyrir sig og að í kjölfarið verði nýtt fleiri tækifæri til friðlýsinga í landi Reykjavíkur. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Borgarstjórn Reykjavík Umhverfismál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Í dag mælti ég fyrir tillögu á fyrsta fundi borgarstjórnar eftir sumarfrí um að hefja vinnu með Minjastofnun að friðlýsingu menningarsögulegra minja á Laugarnestanga. Frá árinu 2016 hefur verið í gildi verndaráætlun Laugarnestanga til að tryggja að fornleifar þar glatist ekki og nýting, skipulag og rekstur svæðisins haldist í hendur, meðal annars á forsendum þeirra. Þar á undan hafði svæðið verið sett undir hverfisvernd Reykjavíkurborgar en fjölmörg svæði í Reykjavík eru undir hverfisvernd og flest þeirra vinsæl og fjölfarin útivistar- og afþreyingarsvæði, eins og Laugarnestangi. Laugarnestangi er sérstæður í borgarlandinu. Hann hefur ekki einvörðungu hátt sögu- og menningargildi heldur er hann einnig mikilvægur í tilliti náttúruverndar og fyrir líffræðilegar og jarðfræðilegar náttúruminjar. Þá má nefna að frá Laugarnestanga sést til allra átta; vel yfir Reykjavík og hið manngerða borgarskipulag, til fjalla og yfir óspillta strandlengju og langt út á haf. Þetta er eitt fárra svæða í þéttbýli höfuðborgarinnar þar sem hægt er að upplifa jafn heildstætt menningarlandslag og náttúru. Með því að færa vernd svæðisins á hærra stig gefst okkur ríkara tækifæri til að miðla enn frekar sögu og menningu þess til komandi kynslóða en einnig standa vörð um verðmætin sem felast í náttúrunni sem þar fyrirfinnst og hlúa að lífbreytileika og búsetusvæðum fjölbreyttra lífvera. Friðlýsingarformið er sú verndaraðgerð sem er best skilgreind í lögum og með því eru sett skýr verndarmarkmið og skilmálar hvernig framfylgja skuli þeim. Það er því ánægjulegt að borgarstjórn samþykkti að hefja friðlýsingarferli Laugarnestangans. Samhliða framsækinni borgarþróun verðum við ávallt að skoða gaumgæfilega hugmyndir um náttúruvernd og verndun minja og mannvistaleifa í borgarlandinu. Með því að styrkja slíkt um alla borg náum við að tryggja sjálfbæra borgarþróun og vernda land og svæði um ókomna tíð fyrir hugsanlega óafturkræfum athöfnum manna. Slíkt gegnir einnig mikilvægu hlutverki í að draga úr og aðlagast loftslagsbreytingum. Það hefur því aldrei verið mikilvægara en nú að huga að aukinni vernd og friðlýsingum í Reykjavík. Hvort sem þær taka til menningarlandslags og menningarminja, eins og tilfelli Laugarnestangans, eða vegna verðmætra og viðkvæmra vistkerfa, leira, þangfjara, búsvæða fugla, sjávarhryggleysingja og straumvatna sem eru búsvæði laxa og silunga. Að því sögðu er það er von mín að friðlýsingarferli Laugarnestanga gangi hratt og örugglega fyrir sig og að í kjölfarið verði nýtt fleiri tækifæri til friðlýsinga í landi Reykjavíkur. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Reykjavík
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun