Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar 1. september 2025 17:30 Þó svo að vissulega séu ekki allir almennir borgarar í Ísrael hlynntir útrýmingarstefnu núverandi valdhafa þá hafa þeir notið stuðnings meirihluta kjósenda í landinu og stríðsglæpamaðurinn Benjamin Netanyahu leitt ríkisstjórn landsins samfleytt í nærri tvo áratugi. Það hefur hann gert með dyggum stuðningi kjósenda í Ísrael. Ef hinn almenni kjósandi þar í landi finnur ekki fyrir neinum þrýstingi frá umheiminum er afar ólíklegt að hann muni hætta að styðja við stjórnvöld í landinu og þá grimmdarlegu aðskilnaðar- og landtökustefnu sem þau hafa gerst sek um í áratugi. Ef stjórnvöld í viðkomandi landi, undir forystu manns sem er eftirlýstur vegna alvarlegra stríðsglæpa, finna heldur ekki fyrir neinum þrýstingi frá almenningi í landinu, fólkinu sem veitti þeim umboð til að fara með stjórn landsins, er sömuleiðis afar ólíklegt að þau hætti að myrða börnin á Gaza. Ef fer fram sem horfir og heimsbyggðin heldur áfram að loka augunum fyrir því sem er að gerast í Palestínu og láta eins og það sé mikilvægara að taka þátt í söngvakeppnum og spila körfubolta með fulltrúum ríkis sem er að fremja þjóðarmorð, þá munu öll börnin á Gaza á endanum verða drepin og fjölskyldur þeirra sömuleiðis. Það ættu allir að vera orðnir meðvitaðir um í dag. Með því að heimila fulltrúum Ísraels að taka þátt í skemmtiviðburðum í nafni ísraelska ríkisins, til dæmis með þátttöku þeirra í Eurovision og þátttöku landsliða Ísraels á alþjóðlegum íþróttamótum er heimsbyggðin (þar með talið við Íslendingar) í raun óbeint að segja við almenning í Ísrael að við látum okkur ekki varða það sem stjórnvöld þar í landi eru að gera. Þannig upplifir hinn almenni kjósandi í Ísrael aðgerðarleysi heimsins. Að við séum í raun óbeint þeirra bandamenn og þannig meðábyrg fyrir útrýmingu palestínsku þjóðarinnar. Þess vegna setja kjósendur í Ísrael ekki niður fótinn og stoppa þjóðarmorðið. Svo virðist sem heimsbyggðin hafi bara lokað augunum fyrir þessari staðreynd, sbr. þá ákvörðun Íslendinga að taka þátt í söngvakeppni með fulltrúum Ísraels og umræða undanfarna daga m.a. um þá ákvörðun að taka þátt í körfuboltaleik með ísraelska landsliðinu og sú ákvörðun að bjóða ísraelska hagfræðingnum Gil Epstein að halda fyrirlestra hér á landi. Það á auðvitað einnig við um þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að viðhalda stjórnmálasambandi við stjórnvöld í Ísrael og beita ekki þeim fáu verkfærum sem við höfum til að reyna að stuðla að því að þjóðarmorðinu linni. Þó svo að fólk sem býr við frið og öryggi á lítilli eyju í Norður-Atlantshafi sjái hlutina ekki endilega með þessum augum þá skapar þetta þá upplifun fyrir hinn almenna kjósanda í Ísrael að Ísland sé í raun í þeirra liði. Þetta er staðan og hún mun ekki breytast nema við breytum okkar hugsunum og gjörðum. Orð og yfirlýsingar duga ekki til stöðva þjóðarmorð. Það vitum við öll og þess vegna er það á okkar ábyrgð að horfast í augu við veruleikann og taka ákvarðanir í samræmi við þau viðurstyggilegu grimmdarverk sem við okkur blasa. Nú þurfum við öll að standa saman og ákveða að við ætlum að leggja okkar af mörkum og láta verkin tala. Mætum öll saman á Austurvöll á laugardaginn kemur, stöndum saman sem þjóð, setjum mannúð og virðingu fyrir lífi annarra í fyrsta sæti og látum nú verkin tala, fyrir börnin á Gaza. Höfundur er viðskipta- og stjórnsýslufræðingur og fyrrverandi bæjarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þó svo að vissulega séu ekki allir almennir borgarar í Ísrael hlynntir útrýmingarstefnu núverandi valdhafa þá hafa þeir notið stuðnings meirihluta kjósenda í landinu og stríðsglæpamaðurinn Benjamin Netanyahu leitt ríkisstjórn landsins samfleytt í nærri tvo áratugi. Það hefur hann gert með dyggum stuðningi kjósenda í Ísrael. Ef hinn almenni kjósandi þar í landi finnur ekki fyrir neinum þrýstingi frá umheiminum er afar ólíklegt að hann muni hætta að styðja við stjórnvöld í landinu og þá grimmdarlegu aðskilnaðar- og landtökustefnu sem þau hafa gerst sek um í áratugi. Ef stjórnvöld í viðkomandi landi, undir forystu manns sem er eftirlýstur vegna alvarlegra stríðsglæpa, finna heldur ekki fyrir neinum þrýstingi frá almenningi í landinu, fólkinu sem veitti þeim umboð til að fara með stjórn landsins, er sömuleiðis afar ólíklegt að þau hætti að myrða börnin á Gaza. Ef fer fram sem horfir og heimsbyggðin heldur áfram að loka augunum fyrir því sem er að gerast í Palestínu og láta eins og það sé mikilvægara að taka þátt í söngvakeppnum og spila körfubolta með fulltrúum ríkis sem er að fremja þjóðarmorð, þá munu öll börnin á Gaza á endanum verða drepin og fjölskyldur þeirra sömuleiðis. Það ættu allir að vera orðnir meðvitaðir um í dag. Með því að heimila fulltrúum Ísraels að taka þátt í skemmtiviðburðum í nafni ísraelska ríkisins, til dæmis með þátttöku þeirra í Eurovision og þátttöku landsliða Ísraels á alþjóðlegum íþróttamótum er heimsbyggðin (þar með talið við Íslendingar) í raun óbeint að segja við almenning í Ísrael að við látum okkur ekki varða það sem stjórnvöld þar í landi eru að gera. Þannig upplifir hinn almenni kjósandi í Ísrael aðgerðarleysi heimsins. Að við séum í raun óbeint þeirra bandamenn og þannig meðábyrg fyrir útrýmingu palestínsku þjóðarinnar. Þess vegna setja kjósendur í Ísrael ekki niður fótinn og stoppa þjóðarmorðið. Svo virðist sem heimsbyggðin hafi bara lokað augunum fyrir þessari staðreynd, sbr. þá ákvörðun Íslendinga að taka þátt í söngvakeppni með fulltrúum Ísraels og umræða undanfarna daga m.a. um þá ákvörðun að taka þátt í körfuboltaleik með ísraelska landsliðinu og sú ákvörðun að bjóða ísraelska hagfræðingnum Gil Epstein að halda fyrirlestra hér á landi. Það á auðvitað einnig við um þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að viðhalda stjórnmálasambandi við stjórnvöld í Ísrael og beita ekki þeim fáu verkfærum sem við höfum til að reyna að stuðla að því að þjóðarmorðinu linni. Þó svo að fólk sem býr við frið og öryggi á lítilli eyju í Norður-Atlantshafi sjái hlutina ekki endilega með þessum augum þá skapar þetta þá upplifun fyrir hinn almenna kjósanda í Ísrael að Ísland sé í raun í þeirra liði. Þetta er staðan og hún mun ekki breytast nema við breytum okkar hugsunum og gjörðum. Orð og yfirlýsingar duga ekki til stöðva þjóðarmorð. Það vitum við öll og þess vegna er það á okkar ábyrgð að horfast í augu við veruleikann og taka ákvarðanir í samræmi við þau viðurstyggilegu grimmdarverk sem við okkur blasa. Nú þurfum við öll að standa saman og ákveða að við ætlum að leggja okkar af mörkum og láta verkin tala. Mætum öll saman á Austurvöll á laugardaginn kemur, stöndum saman sem þjóð, setjum mannúð og virðingu fyrir lífi annarra í fyrsta sæti og látum nú verkin tala, fyrir börnin á Gaza. Höfundur er viðskipta- og stjórnsýslufræðingur og fyrrverandi bæjarstjóri.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun