Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar 1. september 2025 08:31 Umræða um skólamál hefur síðustu vikur einkennst af ofuráherslu á einkunnir og samræmt námsmat. Fjallað er um samræmd próf, vöntun á þeim eða upp er máluð mynd af ómögulegri stöðu íslenskra nemenda á hinum og þessum sviðum. Tölum og prósentum er kastað fram. Á meðan tölurnar fá athygli gleymist umræðan um þá hlið náms sem skiptir hvað mestu máli: sköpun, hugmyndaauðgi, félagslega færni og gagnrýna hugsun. Nemendur eru nefnilega ekki tölur í kerfi heldur einstaklingar með fjölbreytta hæfileika sem skólinn á að rækta, en ekki þröngva inn í staðlað form. Kennarar vita þetta best. Þeir sjá á hverjum degi að neistinn kviknar ekki við bókstaf á blaði heldur þegar barn finnur svör við eigin spurningum, lærir af mistökum sínum eða tekst á við þrautir og skapar eitthvað nýtt. Þá verður til sjálfstraust og gleði sem knýr áfram allt annað nám. Þessir mikilvægu þættir verða ekki mældir á stöðluðum prófum. Sköpun er ekki aukaefni í námi heldur grunnfærni. Börn fæðast forvitin, spyrja endalaust og hafa óþrjótandi áhuga á að kanna umhverfi sitt en áherslan á próf getur sannarlega kæft forvitnina. Þegar börnin hætta að spyrja og forvitnast minnkar viljinn til að þora og þá tapast krafturinn sem knýr framfarirnar. Við megum ekki mæla bara til að mæla. Niðurstöður námsmats verða að nýtast til framþróunar. Við verðum auðvitað að fylgjast með lestri og stærðfræði en próf mega ekki verða aðalviðmið náms. Þau ná ekki utan um eiginleika sem skipta sköpum fyrir framtíðina. Þar má nefna samkennd, seiglu, siðferðilega dómgreind, hæfileikann til að vinna með öðrum, gagnrýna hugsun, hugmyndaauðgi og sköpun. Ef skólinn nærir ekki þessa hæfni er hættan sú að við séum að undirbúa nemendur fyrir fortíðina í stað framtíðarinnar. Nemendur sem hefja skólagöngu núna stíga út á vinnumarkað eftir tíu til tuttugu ár. Við vitum ekki hvernig heimsmyndin verður þá. Það sem við vitum þó er að hún mun krefjast sveigjanleika, hugmyndaauðgi og hæfileika til að takast á við óvissu. Verkefni skólans er ekki að festa börnin í fyrir fram mótað box heldur að styðja þau til að móta sinn eigin ramma sem má stíga út fyrir og endurbyggja aftur og aftur. Þar felst raunveruleg menntun til framtíðar. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Bryngeir Valdimarsson Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Umræða um skólamál hefur síðustu vikur einkennst af ofuráherslu á einkunnir og samræmt námsmat. Fjallað er um samræmd próf, vöntun á þeim eða upp er máluð mynd af ómögulegri stöðu íslenskra nemenda á hinum og þessum sviðum. Tölum og prósentum er kastað fram. Á meðan tölurnar fá athygli gleymist umræðan um þá hlið náms sem skiptir hvað mestu máli: sköpun, hugmyndaauðgi, félagslega færni og gagnrýna hugsun. Nemendur eru nefnilega ekki tölur í kerfi heldur einstaklingar með fjölbreytta hæfileika sem skólinn á að rækta, en ekki þröngva inn í staðlað form. Kennarar vita þetta best. Þeir sjá á hverjum degi að neistinn kviknar ekki við bókstaf á blaði heldur þegar barn finnur svör við eigin spurningum, lærir af mistökum sínum eða tekst á við þrautir og skapar eitthvað nýtt. Þá verður til sjálfstraust og gleði sem knýr áfram allt annað nám. Þessir mikilvægu þættir verða ekki mældir á stöðluðum prófum. Sköpun er ekki aukaefni í námi heldur grunnfærni. Börn fæðast forvitin, spyrja endalaust og hafa óþrjótandi áhuga á að kanna umhverfi sitt en áherslan á próf getur sannarlega kæft forvitnina. Þegar börnin hætta að spyrja og forvitnast minnkar viljinn til að þora og þá tapast krafturinn sem knýr framfarirnar. Við megum ekki mæla bara til að mæla. Niðurstöður námsmats verða að nýtast til framþróunar. Við verðum auðvitað að fylgjast með lestri og stærðfræði en próf mega ekki verða aðalviðmið náms. Þau ná ekki utan um eiginleika sem skipta sköpum fyrir framtíðina. Þar má nefna samkennd, seiglu, siðferðilega dómgreind, hæfileikann til að vinna með öðrum, gagnrýna hugsun, hugmyndaauðgi og sköpun. Ef skólinn nærir ekki þessa hæfni er hættan sú að við séum að undirbúa nemendur fyrir fortíðina í stað framtíðarinnar. Nemendur sem hefja skólagöngu núna stíga út á vinnumarkað eftir tíu til tuttugu ár. Við vitum ekki hvernig heimsmyndin verður þá. Það sem við vitum þó er að hún mun krefjast sveigjanleika, hugmyndaauðgi og hæfileika til að takast á við óvissu. Verkefni skólans er ekki að festa börnin í fyrir fram mótað box heldur að styðja þau til að móta sinn eigin ramma sem má stíga út fyrir og endurbyggja aftur og aftur. Þar felst raunveruleg menntun til framtíðar. Höfundur er kennari.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun