Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar 31. ágúst 2025 10:05 Einn gesta þáttarins „Viklokin” á Rás 1, laugardaginn 30.ágúst, var Þórólfur Matthíasson prófessor emeritus og hagfræðingur. Til umræðu enn og aftur var hin svokallaða „innviðaskuld” okkar Íslendinga. Þórólfur talaði þar um slit á vegakerfinu sem m.a. orsakaðist af því að allir vöruflutningar fara nú fram á þjóðvegum landsins. Þórólfur bætti svo við”....svo kemur ferðamannaiðnaðurinn í viðbót, þar sem við höfum kosið að skipuleggja hann þannig að láta ferðamennina sjá um aksturinn sjálfa, á bílaleigubílum og þetta veldur mjög miklu sliti á kerfinu, án þess að við höfum þá greiðslukerfi fyrir notkunina á mannvirkjunum, sem gengur upp, þannig að þetta þarf að takast á við. Það er ekki hægt að senda alla reikningana fyrir að flytja lax í flug eða ferðamenn austur á Vík til skattgreiðenda. Það verður að taka það einhvern veginn af notendum mannvirkjanna, vegna þess að þeir eru ekki endilega skattgreiðendur hér……það þarf að passa upp á þetta, sérstaklega í sambandi við ferðamannaiðnaðinn. Að greiðsluþátttaka ferðamanna vegna þeirra útgjalda sem falla til hérna er ekki nógu mikil. Kostnaðurinn vegna þessa lendir í of ríkum mæli á skattgreiðendum.” Skrifa mætti heila ritgerð um þessa nálgun prófessorsins á ferðaþjónustuna, en hér ætla ég að skoða fullyrðingu hans um að ferðamenn séu ekki skattgreiðendur á Íslandi. Hinn dæmigerði ferðamaður greiðir ríkulega fyrir afnot og til samneyslunnar Fyrir rúmum sjö árum og oft síðar, hefur svipuð umræða komið upp. Í lok mars árið 2018, skrifaði ég grein sem birtist í Fréttablaðinu um skattspor Angelu Müller frá Stuttgart í Þýskalandi, sem kom með eiginmanni sínum til Íslands sumarið áður. Svo vill til, að þau hjónin fengu ekki nóg af Íslandi í fyrri ferð sinni og komu því aftur nú í sumar. Þau dvöldu hér í níu daga og fóru hringinn í kringum landið á bílaleigubíl. Þau borðuðu á veitingastöðum bæði í hádeginu og á kvöldin og nýttu auk þess ýmsa afþreyingu, fóru í siglingu, í baðlón og í hvalaskoðun, svo eitthvað sé nefnt. Auk þess keyptu þau sér bæði íslenskar lopapeysur og töluvert af minjagripum, sem ekki verður tíundað frekar hér. Síðan þau komu síðast, hefur ýmislegt breyst - verð á flestum þjónustuþáttum hefur hækkað verulega (og þar með virðisaukaskattsupphæðir), gistináttaskattur hefur margfaldast og bílastæðagjöld eru nú innheimt á nánast hverju „götuhorni”. Kostnaður þeirra við Íslandsferðina var á þessa leið, miðast við tvo, fyrir utan flugfargjald: Flugvallagjöld á Íslandi námu 11.230 kr. Gisting í 9 nætur á 3ja-4ra stjörnu hótelum kostaði 315.000 kr. Þar af var gistináttaskattur 800 kr. per einingu, samtals 7.200 kr. og virðisaukaskattur (11%) á gistingu 30.503 kr. Kostnaður vegna morgunverðar var 54.000 kr. og þar af var greiddur 5.352 kr. í virðisaukaskatt (11%). Kostnaður vegna bílaleigubíls í millistærð var 353.000 kr., þar af var greiddur 68.323 kr. í virðisaukaskatt (24%). Kostnaður vegna eldsneytis var um 80.000 kr. (Eknir 2.500 km). Af þeim kostnaði rann rúmur helmingur í ríkissjóð vegna bensín- og olíugjalds ásamt virðisaukaskatti (24%), eða um 43.000 kr. Hér er rétt að geta þess að langflestir bílaleigubílar eru ennþá knúnir bensíni eða díselolíu. Kostnaður vegna hádegisverða var um 63.000 kr. Þar af var virðisaukaskattur (11%) eða 6.240 kr. Kostnaður vegna kvöldverða var um 162.000 kr. Þar af virðisaukaskattur (11%) eða 16.055 kr. Kostnaður vegna áfengra drykkja (9 flöskur af léttvíni á veitingahúsi) var72.000 kr. Þar af nam áfengisgjald og virðisaukaskattur ca. 17.000 kr. Í þjóðgarðinum á Þingvöllum, Í Vatnajökulsþjóðgarði og við Geysi (land í eigu ríkisins) greiddu hjónin bílastæðagjöld, alls 3.300 kr. Við aðra áfangastaði ferðamanna (Seljalandsfoss, Skógafoss, Reynisfjara, Dyrhólaey, Fjaðrárgljúfur, Stuðlagil, Námaskarð, Hverfjall, Glanna og Kirkjufell), greiddu þau samtals 10.772. Þeim láðist að greiða fyrir bílastæðið við Kirkjufell innan sólarhrings og því féll þar á vangreiðsluálag (Sannir Landvættir) upp á 4.500 kr. auk færslugjalds 250 kr. Fyrir siglingu á Jökulsárlóni voru greiddar 13.800 kr. Þar af var virðisaukaskattur (11%) eða 1.368 kr. Jafnframt fóru þau í hvalaskoðunarferð sem kostaði 27.000 kr. Virðisaukaskattur (11%) af þeirri ferð var 2.674 kr. Müller hjónin fóru í tvö baðlón og greiddu fyrir það samtals 46.980 kr. Virðisaukaskattur (11%) var 4.678 kr. Sínum augum lítur hver á silfrið Samkvæmt ofangreindu eru Müller hjónin frá Stuttgart að greiða í skatt og þjónustugjöld til hins opinbera og til fyrirtækja í eigu ríkisins, samtals 216.923 kr. sem eru tæp 18% af heildarverði ferðarinnar. Tekjur sem ríkissjóður hefði orðið af, hefðu Müller hjónin ekki komið til landsins. Óbeint framlag til hagkerfisins er hér ótalið. En þegar allt er talið með, þá rennur um það bil þriðja hver króna sem ferðaþjónustan aflar, til ríkis og sveitarfélaga. Müller hjónin eru dæmigerðir sumarferðamenn á Íslandi og eru í hópi hundruða þúsunda annarra gesta sem ferðast um landið á svipaðan hátt. Þau nýta sér fjöbreytta þjónustu vítt og breitt um landið eins og flestir ferðamenn gera. Þau borga skatta og gjöld eins og lög gera ráð fyrir og greiða þar með ríkulega fyrir notkun vegakerfis og aðstöðu á ferðamannastöðum. Það má færa fyrir því sterk rök að erlendir ferðamenn séu einstaklega heppilegir skattgreiðendur á landinu, þar sem þeir í langflestum tilfellum bæta aðeins við, legga til fjármuni til innviðauppbyggingar, auka nýtingu þeirra og taka á sama tíma hlutfallslega mjög lítið út úr samneyslunni á landinu. Það er því óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið. Höfundur er framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Katla DMI ehf og fyrrverandi formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðaþjónusta Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Einn gesta þáttarins „Viklokin” á Rás 1, laugardaginn 30.ágúst, var Þórólfur Matthíasson prófessor emeritus og hagfræðingur. Til umræðu enn og aftur var hin svokallaða „innviðaskuld” okkar Íslendinga. Þórólfur talaði þar um slit á vegakerfinu sem m.a. orsakaðist af því að allir vöruflutningar fara nú fram á þjóðvegum landsins. Þórólfur bætti svo við”....svo kemur ferðamannaiðnaðurinn í viðbót, þar sem við höfum kosið að skipuleggja hann þannig að láta ferðamennina sjá um aksturinn sjálfa, á bílaleigubílum og þetta veldur mjög miklu sliti á kerfinu, án þess að við höfum þá greiðslukerfi fyrir notkunina á mannvirkjunum, sem gengur upp, þannig að þetta þarf að takast á við. Það er ekki hægt að senda alla reikningana fyrir að flytja lax í flug eða ferðamenn austur á Vík til skattgreiðenda. Það verður að taka það einhvern veginn af notendum mannvirkjanna, vegna þess að þeir eru ekki endilega skattgreiðendur hér……það þarf að passa upp á þetta, sérstaklega í sambandi við ferðamannaiðnaðinn. Að greiðsluþátttaka ferðamanna vegna þeirra útgjalda sem falla til hérna er ekki nógu mikil. Kostnaðurinn vegna þessa lendir í of ríkum mæli á skattgreiðendum.” Skrifa mætti heila ritgerð um þessa nálgun prófessorsins á ferðaþjónustuna, en hér ætla ég að skoða fullyrðingu hans um að ferðamenn séu ekki skattgreiðendur á Íslandi. Hinn dæmigerði ferðamaður greiðir ríkulega fyrir afnot og til samneyslunnar Fyrir rúmum sjö árum og oft síðar, hefur svipuð umræða komið upp. Í lok mars árið 2018, skrifaði ég grein sem birtist í Fréttablaðinu um skattspor Angelu Müller frá Stuttgart í Þýskalandi, sem kom með eiginmanni sínum til Íslands sumarið áður. Svo vill til, að þau hjónin fengu ekki nóg af Íslandi í fyrri ferð sinni og komu því aftur nú í sumar. Þau dvöldu hér í níu daga og fóru hringinn í kringum landið á bílaleigubíl. Þau borðuðu á veitingastöðum bæði í hádeginu og á kvöldin og nýttu auk þess ýmsa afþreyingu, fóru í siglingu, í baðlón og í hvalaskoðun, svo eitthvað sé nefnt. Auk þess keyptu þau sér bæði íslenskar lopapeysur og töluvert af minjagripum, sem ekki verður tíundað frekar hér. Síðan þau komu síðast, hefur ýmislegt breyst - verð á flestum þjónustuþáttum hefur hækkað verulega (og þar með virðisaukaskattsupphæðir), gistináttaskattur hefur margfaldast og bílastæðagjöld eru nú innheimt á nánast hverju „götuhorni”. Kostnaður þeirra við Íslandsferðina var á þessa leið, miðast við tvo, fyrir utan flugfargjald: Flugvallagjöld á Íslandi námu 11.230 kr. Gisting í 9 nætur á 3ja-4ra stjörnu hótelum kostaði 315.000 kr. Þar af var gistináttaskattur 800 kr. per einingu, samtals 7.200 kr. og virðisaukaskattur (11%) á gistingu 30.503 kr. Kostnaður vegna morgunverðar var 54.000 kr. og þar af var greiddur 5.352 kr. í virðisaukaskatt (11%). Kostnaður vegna bílaleigubíls í millistærð var 353.000 kr., þar af var greiddur 68.323 kr. í virðisaukaskatt (24%). Kostnaður vegna eldsneytis var um 80.000 kr. (Eknir 2.500 km). Af þeim kostnaði rann rúmur helmingur í ríkissjóð vegna bensín- og olíugjalds ásamt virðisaukaskatti (24%), eða um 43.000 kr. Hér er rétt að geta þess að langflestir bílaleigubílar eru ennþá knúnir bensíni eða díselolíu. Kostnaður vegna hádegisverða var um 63.000 kr. Þar af var virðisaukaskattur (11%) eða 6.240 kr. Kostnaður vegna kvöldverða var um 162.000 kr. Þar af virðisaukaskattur (11%) eða 16.055 kr. Kostnaður vegna áfengra drykkja (9 flöskur af léttvíni á veitingahúsi) var72.000 kr. Þar af nam áfengisgjald og virðisaukaskattur ca. 17.000 kr. Í þjóðgarðinum á Þingvöllum, Í Vatnajökulsþjóðgarði og við Geysi (land í eigu ríkisins) greiddu hjónin bílastæðagjöld, alls 3.300 kr. Við aðra áfangastaði ferðamanna (Seljalandsfoss, Skógafoss, Reynisfjara, Dyrhólaey, Fjaðrárgljúfur, Stuðlagil, Námaskarð, Hverfjall, Glanna og Kirkjufell), greiddu þau samtals 10.772. Þeim láðist að greiða fyrir bílastæðið við Kirkjufell innan sólarhrings og því féll þar á vangreiðsluálag (Sannir Landvættir) upp á 4.500 kr. auk færslugjalds 250 kr. Fyrir siglingu á Jökulsárlóni voru greiddar 13.800 kr. Þar af var virðisaukaskattur (11%) eða 1.368 kr. Jafnframt fóru þau í hvalaskoðunarferð sem kostaði 27.000 kr. Virðisaukaskattur (11%) af þeirri ferð var 2.674 kr. Müller hjónin fóru í tvö baðlón og greiddu fyrir það samtals 46.980 kr. Virðisaukaskattur (11%) var 4.678 kr. Sínum augum lítur hver á silfrið Samkvæmt ofangreindu eru Müller hjónin frá Stuttgart að greiða í skatt og þjónustugjöld til hins opinbera og til fyrirtækja í eigu ríkisins, samtals 216.923 kr. sem eru tæp 18% af heildarverði ferðarinnar. Tekjur sem ríkissjóður hefði orðið af, hefðu Müller hjónin ekki komið til landsins. Óbeint framlag til hagkerfisins er hér ótalið. En þegar allt er talið með, þá rennur um það bil þriðja hver króna sem ferðaþjónustan aflar, til ríkis og sveitarfélaga. Müller hjónin eru dæmigerðir sumarferðamenn á Íslandi og eru í hópi hundruða þúsunda annarra gesta sem ferðast um landið á svipaðan hátt. Þau nýta sér fjöbreytta þjónustu vítt og breitt um landið eins og flestir ferðamenn gera. Þau borga skatta og gjöld eins og lög gera ráð fyrir og greiða þar með ríkulega fyrir notkun vegakerfis og aðstöðu á ferðamannastöðum. Það má færa fyrir því sterk rök að erlendir ferðamenn séu einstaklega heppilegir skattgreiðendur á landinu, þar sem þeir í langflestum tilfellum bæta aðeins við, legga til fjármuni til innviðauppbyggingar, auka nýtingu þeirra og taka á sama tíma hlutfallslega mjög lítið út úr samneyslunni á landinu. Það er því óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið. Höfundur er framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Katla DMI ehf og fyrrverandi formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar