Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson og Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifa 28. ágúst 2025 17:30 Kröfufundir 6. september kl. 14, Reykjavík, Akureyri, Ísafirði, Egilsstöðum og Stykkishólmi Fjölmörg samtök og hópar, þar á meðal Alþýðusamband Íslands (ASÍ), hafa boðað til fundar á Austurvelli laugardaginn 6. september og einnig á Akureyri, Ísafirði, Egilsstöðum og Stykkishólmi. Til fundarins er boðað vegna skipulagðra óhæfuverka stjórnvalda í Ísraelgagnvart Palestínumönnum sem lögð hafa verið að jöfnu við þjóðarmorð. Íslendingar geta ekki, fremur en aðrir, liðið þau viðurstyggilegu grimmdarverk sem Ísraelar fremja á degi hverjum á Gaza-svæðinu og víðar í Palestínu. Það er löngu tímabært að íslensk stjórnvöld hætti að láta almennar og innihaldslitlar yfirlýsingar nægja um þann hrylling sem almenningur í Palestínu býr við vegna útþenslustefnu og landvinningastríðs þeirra ofstækismanna sem ráða ríkjum í Ísrael. Þögult samþykki Miðstjórn ASÍ hefur ítrekað ályktað um þjóðernishreinsanir Ísraela sem byggja á aðskilnaðarstefnu (e. apartheid) og miða að því að eyða byggðum Palestínumanna og hrekja þá íbúa sem ekki tekst að myrða í flóttamannabúðir í nágrannalöndum. Þegar ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tók til starfa ályktaði miðstjórn ASÍ m.a. svo: „Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) hvetur ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur til að fordæma, á hverjum þeim vettvangi sem við verður komið, framferði Ísraela gagnvart Palestínumönnum. Mikilvægt er að hin nýja ríkisstjórn Íslands sýni í verki þá andstyggð og óhugnað sem skipulagt þjóðarmorð á Palestínumönnum á Gaza-svæðinu vekur.“ Fyrir liggur að ASÍ hefur líkt og aðrir talað fyrir daufum eyrum. Frá því að þessi ályktun var birt í janúar á þessu ári hefur ástandið á Gaza versnað til mikilla muna. Heimsbyggðin hefur fylgst með grimmd Ísraela sem vart verður með orðum lýst; myndir af banhungruðu fólki freista þess að fá eitthvað matarkyns á meðan ísraelski herinn lætur byssukúlum og sprengjum rigna yfir það hverfa ekki úr minni þeirra sem þær hafa séð. Hungursneyð af mannavöldum er notað sem morðvopn og hátæknibúnaði beitt til að gera manndrápin sem skilvirkust. Blaðamenn sem leitast við að upplýsa heimsbyggðina um þjóðarmorðið eru skipulega teknir af lífi. Þögul hjáseta á meðan iðnvætt þjóðarmorð fer fram felur í sér samábyrgð og siðleysi. Á fundinum á Austurvelli, á Akureyri, Ísafirði, Egilsstöðum og Stykkishólmi, verður helsta krafan sú að Alþingi Íslendinga og ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur láti af geð- og framtaksleysi sínu og styðji án allra undanbragða þær aðgerðir á alþjóðavettvangi sem efnt er til í því skyni að koma andstyggð heimsbyggðarinnar vegna framferðis Ísraela til skila. Viðskiptabann á Ísrael gæti verið ein slík skýr krafa sem ríkisstjórnin gæti hrint í framkvæmd án tafar. Slíkt bann myndi senda Ísrael ótvíræð skilaboð um að þolinmæði Íslands gagnvart voðaverkum í Palestínu sé endanlega á þrotum og jafnframt vera öðrum ríkjum góð fyrirmynd. Alþjóðleg samstaða um slíkt hefði án efa afgerandi og alvarlegar afleiðingar fyrir Ísrael til framtíðar. Viðurkenning og ábyrgð Um 80% þeirra sem Ísraelar hafa myrt á Gaza eru óbreyttir borgarar. Börn eru um þriðjungur fórnarlambanna. Til samstöðufundarins á Austurvelli, og víðsvegar um landið, er boðað til að rödd almennings fái að hljóma. Þjóðin getur ekki lengur setið þögul hjá gagnvart gjöreyðingu Gaza-svæðisins og þjóðernishreinsunum Ísraela sem kostað hafa minnst 80.000 mannslíf samkvæmt óháðum rannsóknum. Minnumst þess að íslensk stjórnvöld viðurkenndu sjálfstæði Palestínu árið 2011. Í grein sem þáverandi utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, birti í Morgunblaðinu í októbermánuði 2011 sagði m.a: „Eða hvernig er hægt að styðja mannréttindi í Egyptalandi, Líbíu, Túnis, Jemen eða Bahrain en hafna því gagnvart Palestínu? Slíkt væri þverstæða, rökleysa, og ekki hægt að skýra með neinu öðru en ístöðuleysi gagnvart Bandaríkjunum.“ Ekki varð séð að íslenskir ráðamenn væru haldnir djúpstæðum efa um eigin visku og ágæti ákvarðana árið 2011. Viðurkenningin var enda byggð á „gildum“ og vandaðri rökgreiningu þáverandi utanríkisráðherra, líkt og tilvitnunin sannar. Ríkisstjórn Íslands fær ekki lengur flúið ábyrgð og afstöðu. Við hvetjum almenning að taka þátt í fundunum og sýna með því andstöðu sína á framferði ríkisstjórnar Ísraels. Finnbjörn er forseti Alþýðusambands Íslands. Guðrún Margrét starfar á skrifstofu þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög ASÍ Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Finnbjörn A. Hermannsson Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Kröfufundir 6. september kl. 14, Reykjavík, Akureyri, Ísafirði, Egilsstöðum og Stykkishólmi Fjölmörg samtök og hópar, þar á meðal Alþýðusamband Íslands (ASÍ), hafa boðað til fundar á Austurvelli laugardaginn 6. september og einnig á Akureyri, Ísafirði, Egilsstöðum og Stykkishólmi. Til fundarins er boðað vegna skipulagðra óhæfuverka stjórnvalda í Ísraelgagnvart Palestínumönnum sem lögð hafa verið að jöfnu við þjóðarmorð. Íslendingar geta ekki, fremur en aðrir, liðið þau viðurstyggilegu grimmdarverk sem Ísraelar fremja á degi hverjum á Gaza-svæðinu og víðar í Palestínu. Það er löngu tímabært að íslensk stjórnvöld hætti að láta almennar og innihaldslitlar yfirlýsingar nægja um þann hrylling sem almenningur í Palestínu býr við vegna útþenslustefnu og landvinningastríðs þeirra ofstækismanna sem ráða ríkjum í Ísrael. Þögult samþykki Miðstjórn ASÍ hefur ítrekað ályktað um þjóðernishreinsanir Ísraela sem byggja á aðskilnaðarstefnu (e. apartheid) og miða að því að eyða byggðum Palestínumanna og hrekja þá íbúa sem ekki tekst að myrða í flóttamannabúðir í nágrannalöndum. Þegar ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tók til starfa ályktaði miðstjórn ASÍ m.a. svo: „Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) hvetur ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur til að fordæma, á hverjum þeim vettvangi sem við verður komið, framferði Ísraela gagnvart Palestínumönnum. Mikilvægt er að hin nýja ríkisstjórn Íslands sýni í verki þá andstyggð og óhugnað sem skipulagt þjóðarmorð á Palestínumönnum á Gaza-svæðinu vekur.“ Fyrir liggur að ASÍ hefur líkt og aðrir talað fyrir daufum eyrum. Frá því að þessi ályktun var birt í janúar á þessu ári hefur ástandið á Gaza versnað til mikilla muna. Heimsbyggðin hefur fylgst með grimmd Ísraela sem vart verður með orðum lýst; myndir af banhungruðu fólki freista þess að fá eitthvað matarkyns á meðan ísraelski herinn lætur byssukúlum og sprengjum rigna yfir það hverfa ekki úr minni þeirra sem þær hafa séð. Hungursneyð af mannavöldum er notað sem morðvopn og hátæknibúnaði beitt til að gera manndrápin sem skilvirkust. Blaðamenn sem leitast við að upplýsa heimsbyggðina um þjóðarmorðið eru skipulega teknir af lífi. Þögul hjáseta á meðan iðnvætt þjóðarmorð fer fram felur í sér samábyrgð og siðleysi. Á fundinum á Austurvelli, á Akureyri, Ísafirði, Egilsstöðum og Stykkishólmi, verður helsta krafan sú að Alþingi Íslendinga og ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur láti af geð- og framtaksleysi sínu og styðji án allra undanbragða þær aðgerðir á alþjóðavettvangi sem efnt er til í því skyni að koma andstyggð heimsbyggðarinnar vegna framferðis Ísraela til skila. Viðskiptabann á Ísrael gæti verið ein slík skýr krafa sem ríkisstjórnin gæti hrint í framkvæmd án tafar. Slíkt bann myndi senda Ísrael ótvíræð skilaboð um að þolinmæði Íslands gagnvart voðaverkum í Palestínu sé endanlega á þrotum og jafnframt vera öðrum ríkjum góð fyrirmynd. Alþjóðleg samstaða um slíkt hefði án efa afgerandi og alvarlegar afleiðingar fyrir Ísrael til framtíðar. Viðurkenning og ábyrgð Um 80% þeirra sem Ísraelar hafa myrt á Gaza eru óbreyttir borgarar. Börn eru um þriðjungur fórnarlambanna. Til samstöðufundarins á Austurvelli, og víðsvegar um landið, er boðað til að rödd almennings fái að hljóma. Þjóðin getur ekki lengur setið þögul hjá gagnvart gjöreyðingu Gaza-svæðisins og þjóðernishreinsunum Ísraela sem kostað hafa minnst 80.000 mannslíf samkvæmt óháðum rannsóknum. Minnumst þess að íslensk stjórnvöld viðurkenndu sjálfstæði Palestínu árið 2011. Í grein sem þáverandi utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, birti í Morgunblaðinu í októbermánuði 2011 sagði m.a: „Eða hvernig er hægt að styðja mannréttindi í Egyptalandi, Líbíu, Túnis, Jemen eða Bahrain en hafna því gagnvart Palestínu? Slíkt væri þverstæða, rökleysa, og ekki hægt að skýra með neinu öðru en ístöðuleysi gagnvart Bandaríkjunum.“ Ekki varð séð að íslenskir ráðamenn væru haldnir djúpstæðum efa um eigin visku og ágæti ákvarðana árið 2011. Viðurkenningin var enda byggð á „gildum“ og vandaðri rökgreiningu þáverandi utanríkisráðherra, líkt og tilvitnunin sannar. Ríkisstjórn Íslands fær ekki lengur flúið ábyrgð og afstöðu. Við hvetjum almenning að taka þátt í fundunum og sýna með því andstöðu sína á framferði ríkisstjórnar Ísraels. Finnbjörn er forseti Alþýðusambands Íslands. Guðrún Margrét starfar á skrifstofu þess.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar