Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar 24. ágúst 2025 10:33 Hvers vegna hlustar menntamálaráðherra, Samfylkingin og Viðreisn ekki á foreldra? Árum saman hefur verið sterkt ákall frá foreldrum grunnskólabarna að skipt verði um einkunnakerfi grunnskólanna, enda er það skaðlegt, óskiljanlegt og streituvaldandi fyrir flesta. Undirritaður tók þátt í að innleiða og keyra þetta kerfi í nokkra skóla og þekkir því kerfið eins og lófann á sér. Hundruðum klukkustunda var eytt í kynningar, námskeið, eftirfylgni og stuðning en aldrei var meirihlutinn með kerfið á hreinu og svo gott sem engin eftirspurn var eftir því enda kerfi sem skaðar meira en það gefur. Menntamálaráðherra heldur því fram að foreldrar verði bara að leggja sig meira fram og þetta komi allt á endanum. Samfylkingin og Viðreisn eru um borð með ráðherra og verja kerfið með kjafti og klóm. Þetta óskiljanlega kerfi er hluti af því að kennarar eru óvissir með vinnu sína enda námsmat stór partur af námi og kennslu. Þessi óvissa eykur álag verulega í grunnskólanum á alla. Einkunnin B spannar frá 3,5 - 8,4 í tölukerfinu, skv. samræmdum könnunarprófum, og það er augljóst að hvatinn til að standa sig vel er svo gott sem enginn. Meginþorri nemenda er með sömu einkunn, skv aðalnámskrá, þrátt fyrir að þeir viti að munurinn á milli þeirra sé verulegur. Enginn fullorðin myndi láta bjóða sér þetta, en ríkisstjórninni finnst það gott að jafna alla niður á við og halda nemendum og foreldrum í myrkrinu hvað námsstöðu barna þeirra varðar. Þá geta foreldrar síður gagnrýnt stöðuna þegar upplýsingar eru klæddar í óskiljanlegan búning. Þessi tilraun er búin að standa í 10 ár og kominn tími til að upplýsa foreldra um námsstöðu barna sinna í stað þess að bjóða þeim upp á þessa þvælu sem núverandi einkunnakerfi er. Það verður að létta þessari óværu af komandi kynslóðum strax, ekki með einni stefnunni enn eða tískuhugtökum meirihlutans. Það þarf nýtt skiljanlegt, markvisst kerfi sem allir geta unnið eftir og skilar árangri. Einkunnakerfið er ekki fyrir menntamálaráðherra eða forvígismenn Samfylkingar og Viðreisnar heldur nemendur, foreldra og kennara. Menntamál eru grunnur lífsgæða allra landa og skólar góð jöfnunartæki. Tölfræðin sýnir okkur hins vegar að á Íslandi eru nemendur ekki með jöfn tækifæri eftir grunnskólann. Einn mesti ójöfnuður námsárangurs mælist á milli nemenda innan íslenskra skóla skv. OECD. Þá er hentugt að hafa einkunnakerfi þannig að ,,allir“ fái bara B. Að ójöfnuðurinn sé falinn í handónýtu einkunnakerfi. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa engan áhuga á menntamálum og hafa útvistað málaflokknum til ráðherra sem nennir ekki að kynna sér málin og vill láta foreldra vinna vinnuna sína, dæmigert. Setjum börn í fyrsta sæti, setjum framtíðina í fyrsta sæti og setjum menntamál í fyrsta sæti, þau snerta okkur öll. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Hvers vegna hlustar menntamálaráðherra, Samfylkingin og Viðreisn ekki á foreldra? Árum saman hefur verið sterkt ákall frá foreldrum grunnskólabarna að skipt verði um einkunnakerfi grunnskólanna, enda er það skaðlegt, óskiljanlegt og streituvaldandi fyrir flesta. Undirritaður tók þátt í að innleiða og keyra þetta kerfi í nokkra skóla og þekkir því kerfið eins og lófann á sér. Hundruðum klukkustunda var eytt í kynningar, námskeið, eftirfylgni og stuðning en aldrei var meirihlutinn með kerfið á hreinu og svo gott sem engin eftirspurn var eftir því enda kerfi sem skaðar meira en það gefur. Menntamálaráðherra heldur því fram að foreldrar verði bara að leggja sig meira fram og þetta komi allt á endanum. Samfylkingin og Viðreisn eru um borð með ráðherra og verja kerfið með kjafti og klóm. Þetta óskiljanlega kerfi er hluti af því að kennarar eru óvissir með vinnu sína enda námsmat stór partur af námi og kennslu. Þessi óvissa eykur álag verulega í grunnskólanum á alla. Einkunnin B spannar frá 3,5 - 8,4 í tölukerfinu, skv. samræmdum könnunarprófum, og það er augljóst að hvatinn til að standa sig vel er svo gott sem enginn. Meginþorri nemenda er með sömu einkunn, skv aðalnámskrá, þrátt fyrir að þeir viti að munurinn á milli þeirra sé verulegur. Enginn fullorðin myndi láta bjóða sér þetta, en ríkisstjórninni finnst það gott að jafna alla niður á við og halda nemendum og foreldrum í myrkrinu hvað námsstöðu barna þeirra varðar. Þá geta foreldrar síður gagnrýnt stöðuna þegar upplýsingar eru klæddar í óskiljanlegan búning. Þessi tilraun er búin að standa í 10 ár og kominn tími til að upplýsa foreldra um námsstöðu barna sinna í stað þess að bjóða þeim upp á þessa þvælu sem núverandi einkunnakerfi er. Það verður að létta þessari óværu af komandi kynslóðum strax, ekki með einni stefnunni enn eða tískuhugtökum meirihlutans. Það þarf nýtt skiljanlegt, markvisst kerfi sem allir geta unnið eftir og skilar árangri. Einkunnakerfið er ekki fyrir menntamálaráðherra eða forvígismenn Samfylkingar og Viðreisnar heldur nemendur, foreldra og kennara. Menntamál eru grunnur lífsgæða allra landa og skólar góð jöfnunartæki. Tölfræðin sýnir okkur hins vegar að á Íslandi eru nemendur ekki með jöfn tækifæri eftir grunnskólann. Einn mesti ójöfnuður námsárangurs mælist á milli nemenda innan íslenskra skóla skv. OECD. Þá er hentugt að hafa einkunnakerfi þannig að ,,allir“ fái bara B. Að ójöfnuðurinn sé falinn í handónýtu einkunnakerfi. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa engan áhuga á menntamálum og hafa útvistað málaflokknum til ráðherra sem nennir ekki að kynna sér málin og vill láta foreldra vinna vinnuna sína, dæmigert. Setjum börn í fyrsta sæti, setjum framtíðina í fyrsta sæti og setjum menntamál í fyrsta sæti, þau snerta okkur öll. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun