Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar 20. ágúst 2025 13:01 Nokkuð erfitt var að lesa grein framkvæmdastjóra SFS hér á Vísi í gær sem sett var fram af talsverðu yfirlæti. Þar var bændum og veiðiréttarhöfum sagt að „anda rólega“. Anda rólega á meðan framandi eldislaxar hellast upp í laxveiðiár landsins og ógna villtum laxastofnum og lífsviðurværi fjölda fólks. Fólks sem á þó bara að anda rólega. Framkvæmdastjórinn ætti að vita betur en að fólk sitji þegjandi og horfi upp á sjókvíaeldisiðnaðinn ógna tilvist villtra laxastofna, náttúrunnar og lífsviðurværi sínu. Hún, og öll sem þekkja til, eru vel meðvituð um hætturnar af slíkri innrás. Hættum að villa um fyrir fólki Framkvæmdastjóri SFS gerir í grein sinni lítið úr áhyggjum fólks og talar um að eldislax í á jafngildi ekki endilega erfðablöndun því eldislaxarnir séu svo lélegir í að fjölga sér. Þetta er sérstök fullyrðing. Að sjálfsögðu þarf eldislaxinn að hrygna með villtum laxi svo að erfðablöndun eigi sér stað. En til þess er eldislaxinn mættur í árnar. Hann gengur árnar í þeim eina tilgangi að hrygna og það mun hann gera. Það er einmitt þess vegna sem bændur og landeigendur hafa þurft að grípa til róttækra aðgerða til að reyna að koma í veg fyrir skaðann. Ef að þessir laxar eru svona lélegir í að fjölga sér, hvernig stendur á því að 70% af laxastofnum í Noregi eru erfðablandaðir og stofnar þar að hruni komnir? Þarna er verið að slá ryki í augun á fólki og svona sefjun er ekki réttlætanleg þegar við stöndum hér í miðjum umhverfishamförum. Áhættumat erfðablöndunar Framkvæmdastjóri SFS talar ítrekað um áhættumat erfðablöndunar sem einhvers konar vísindi. Það er alrangt. Áhættumatið er einfaldlega líkan sem sett var fram af Hafrannsóknastofnun án nokkurra prófana. Síðar hefur komið á daginn að áhættumatið er haldið verulegum ágöllum og segir engan veginn til um áhættuna af því eldi sem við búum við í dag. Skemmst er að minnast úttektar Alþjóðahafrannsóknaráðsins frá því fyrr á þessu ári þar sem ráðið komst að þeirri niðurstöðu að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um hversu mikið magn af frjóum eldislaxi megi ala í kvíum hér við land, án þess að villtum laxastofnum sé spillt, sé ekki í samræmi við varúðarnálgun. Þessi niðurstaða er gríðarlegur áfellisdómur á áhættumatið og vinnu Hafrannsóknastofnunar og staðfestir að hér er ekki um nein vísindi að ræða. Enda er það svo að allt sem átti ekki að geta gerst samkvæmt áhættumatinu hefur nú gerst, og það oftar en einu sinni. Ekki þarf að horfa lengra en til Hrútafjarðarár, þar sem að erfðablöndun er komin í a.m.k. 11%. Grundvallaratriðið er að hvergi í heiminum hefur tekist að stunda sjókvíaeldi í stórum stíl án þess að það hafi haft veruleg neikvæð áhrif á villta laxastofna og náttúru. Þó að við á Íslandi teljum okkur geta gert allt betur en aðrir þá er ég ansi hræddur um að það sé ekki raunin. Við erum að stefna í sömu átt og Noregur með okkar laxastofna. Lærum af reynslunni og byggjum upp traust? Framkvæmdastjórinn kemur inn á það að við eigum að læra af reynslunni og byggja upp traust með opnum samskiptum. Hvernig á það að vera hægt ef að sömu mistökin gerast aftur og aftur og okkur er bara sagt að slaka á og anda rólega. Sjókvíaeldisiðnaðurinn og hagsmunaverðir hans hafa gert allt í sínu valdi til þess að skaða traust þjóðarinnar á þessari starfsemi sinni eins og kannanir hafa ítrekað sýnt. Þá neitar iðnaðurinn að læra af mistökum sínum og þess vegna erum við í þessari aðstöðu nú. Við munum ekki anda rólega á meðan strokulaxar af framandi uppruna synda upp í árnar okkar og ógna villta laxinum og okkar lífsviðurværi. Nei, við munum ekki anda rólega, meðan húsið brennur. Höfundur er formaður Veiðifélags Miðfirðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjókvíaeldi Stangveiði Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Nokkuð erfitt var að lesa grein framkvæmdastjóra SFS hér á Vísi í gær sem sett var fram af talsverðu yfirlæti. Þar var bændum og veiðiréttarhöfum sagt að „anda rólega“. Anda rólega á meðan framandi eldislaxar hellast upp í laxveiðiár landsins og ógna villtum laxastofnum og lífsviðurværi fjölda fólks. Fólks sem á þó bara að anda rólega. Framkvæmdastjórinn ætti að vita betur en að fólk sitji þegjandi og horfi upp á sjókvíaeldisiðnaðinn ógna tilvist villtra laxastofna, náttúrunnar og lífsviðurværi sínu. Hún, og öll sem þekkja til, eru vel meðvituð um hætturnar af slíkri innrás. Hættum að villa um fyrir fólki Framkvæmdastjóri SFS gerir í grein sinni lítið úr áhyggjum fólks og talar um að eldislax í á jafngildi ekki endilega erfðablöndun því eldislaxarnir séu svo lélegir í að fjölga sér. Þetta er sérstök fullyrðing. Að sjálfsögðu þarf eldislaxinn að hrygna með villtum laxi svo að erfðablöndun eigi sér stað. En til þess er eldislaxinn mættur í árnar. Hann gengur árnar í þeim eina tilgangi að hrygna og það mun hann gera. Það er einmitt þess vegna sem bændur og landeigendur hafa þurft að grípa til róttækra aðgerða til að reyna að koma í veg fyrir skaðann. Ef að þessir laxar eru svona lélegir í að fjölga sér, hvernig stendur á því að 70% af laxastofnum í Noregi eru erfðablandaðir og stofnar þar að hruni komnir? Þarna er verið að slá ryki í augun á fólki og svona sefjun er ekki réttlætanleg þegar við stöndum hér í miðjum umhverfishamförum. Áhættumat erfðablöndunar Framkvæmdastjóri SFS talar ítrekað um áhættumat erfðablöndunar sem einhvers konar vísindi. Það er alrangt. Áhættumatið er einfaldlega líkan sem sett var fram af Hafrannsóknastofnun án nokkurra prófana. Síðar hefur komið á daginn að áhættumatið er haldið verulegum ágöllum og segir engan veginn til um áhættuna af því eldi sem við búum við í dag. Skemmst er að minnast úttektar Alþjóðahafrannsóknaráðsins frá því fyrr á þessu ári þar sem ráðið komst að þeirri niðurstöðu að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um hversu mikið magn af frjóum eldislaxi megi ala í kvíum hér við land, án þess að villtum laxastofnum sé spillt, sé ekki í samræmi við varúðarnálgun. Þessi niðurstaða er gríðarlegur áfellisdómur á áhættumatið og vinnu Hafrannsóknastofnunar og staðfestir að hér er ekki um nein vísindi að ræða. Enda er það svo að allt sem átti ekki að geta gerst samkvæmt áhættumatinu hefur nú gerst, og það oftar en einu sinni. Ekki þarf að horfa lengra en til Hrútafjarðarár, þar sem að erfðablöndun er komin í a.m.k. 11%. Grundvallaratriðið er að hvergi í heiminum hefur tekist að stunda sjókvíaeldi í stórum stíl án þess að það hafi haft veruleg neikvæð áhrif á villta laxastofna og náttúru. Þó að við á Íslandi teljum okkur geta gert allt betur en aðrir þá er ég ansi hræddur um að það sé ekki raunin. Við erum að stefna í sömu átt og Noregur með okkar laxastofna. Lærum af reynslunni og byggjum upp traust? Framkvæmdastjórinn kemur inn á það að við eigum að læra af reynslunni og byggja upp traust með opnum samskiptum. Hvernig á það að vera hægt ef að sömu mistökin gerast aftur og aftur og okkur er bara sagt að slaka á og anda rólega. Sjókvíaeldisiðnaðurinn og hagsmunaverðir hans hafa gert allt í sínu valdi til þess að skaða traust þjóðarinnar á þessari starfsemi sinni eins og kannanir hafa ítrekað sýnt. Þá neitar iðnaðurinn að læra af mistökum sínum og þess vegna erum við í þessari aðstöðu nú. Við munum ekki anda rólega á meðan strokulaxar af framandi uppruna synda upp í árnar okkar og ógna villta laxinum og okkar lífsviðurværi. Nei, við munum ekki anda rólega, meðan húsið brennur. Höfundur er formaður Veiðifélags Miðfirðinga.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar