Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar 20. ágúst 2025 13:01 Nokkuð erfitt var að lesa grein framkvæmdastjóra SFS hér á Vísi í gær sem sett var fram af talsverðu yfirlæti. Þar var bændum og veiðiréttarhöfum sagt að „anda rólega“. Anda rólega á meðan framandi eldislaxar hellast upp í laxveiðiár landsins og ógna villtum laxastofnum og lífsviðurværi fjölda fólks. Fólks sem á þó bara að anda rólega. Framkvæmdastjórinn ætti að vita betur en að fólk sitji þegjandi og horfi upp á sjókvíaeldisiðnaðinn ógna tilvist villtra laxastofna, náttúrunnar og lífsviðurværi sínu. Hún, og öll sem þekkja til, eru vel meðvituð um hætturnar af slíkri innrás. Hættum að villa um fyrir fólki Framkvæmdastjóri SFS gerir í grein sinni lítið úr áhyggjum fólks og talar um að eldislax í á jafngildi ekki endilega erfðablöndun því eldislaxarnir séu svo lélegir í að fjölga sér. Þetta er sérstök fullyrðing. Að sjálfsögðu þarf eldislaxinn að hrygna með villtum laxi svo að erfðablöndun eigi sér stað. En til þess er eldislaxinn mættur í árnar. Hann gengur árnar í þeim eina tilgangi að hrygna og það mun hann gera. Það er einmitt þess vegna sem bændur og landeigendur hafa þurft að grípa til róttækra aðgerða til að reyna að koma í veg fyrir skaðann. Ef að þessir laxar eru svona lélegir í að fjölga sér, hvernig stendur á því að 70% af laxastofnum í Noregi eru erfðablandaðir og stofnar þar að hruni komnir? Þarna er verið að slá ryki í augun á fólki og svona sefjun er ekki réttlætanleg þegar við stöndum hér í miðjum umhverfishamförum. Áhættumat erfðablöndunar Framkvæmdastjóri SFS talar ítrekað um áhættumat erfðablöndunar sem einhvers konar vísindi. Það er alrangt. Áhættumatið er einfaldlega líkan sem sett var fram af Hafrannsóknastofnun án nokkurra prófana. Síðar hefur komið á daginn að áhættumatið er haldið verulegum ágöllum og segir engan veginn til um áhættuna af því eldi sem við búum við í dag. Skemmst er að minnast úttektar Alþjóðahafrannsóknaráðsins frá því fyrr á þessu ári þar sem ráðið komst að þeirri niðurstöðu að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um hversu mikið magn af frjóum eldislaxi megi ala í kvíum hér við land, án þess að villtum laxastofnum sé spillt, sé ekki í samræmi við varúðarnálgun. Þessi niðurstaða er gríðarlegur áfellisdómur á áhættumatið og vinnu Hafrannsóknastofnunar og staðfestir að hér er ekki um nein vísindi að ræða. Enda er það svo að allt sem átti ekki að geta gerst samkvæmt áhættumatinu hefur nú gerst, og það oftar en einu sinni. Ekki þarf að horfa lengra en til Hrútafjarðarár, þar sem að erfðablöndun er komin í a.m.k. 11%. Grundvallaratriðið er að hvergi í heiminum hefur tekist að stunda sjókvíaeldi í stórum stíl án þess að það hafi haft veruleg neikvæð áhrif á villta laxastofna og náttúru. Þó að við á Íslandi teljum okkur geta gert allt betur en aðrir þá er ég ansi hræddur um að það sé ekki raunin. Við erum að stefna í sömu átt og Noregur með okkar laxastofna. Lærum af reynslunni og byggjum upp traust? Framkvæmdastjórinn kemur inn á það að við eigum að læra af reynslunni og byggja upp traust með opnum samskiptum. Hvernig á það að vera hægt ef að sömu mistökin gerast aftur og aftur og okkur er bara sagt að slaka á og anda rólega. Sjókvíaeldisiðnaðurinn og hagsmunaverðir hans hafa gert allt í sínu valdi til þess að skaða traust þjóðarinnar á þessari starfsemi sinni eins og kannanir hafa ítrekað sýnt. Þá neitar iðnaðurinn að læra af mistökum sínum og þess vegna erum við í þessari aðstöðu nú. Við munum ekki anda rólega á meðan strokulaxar af framandi uppruna synda upp í árnar okkar og ógna villta laxinum og okkar lífsviðurværi. Nei, við munum ekki anda rólega, meðan húsið brennur. Höfundur er formaður Veiðifélags Miðfirðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjókvíaeldi Stangveiði Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Sjá meira
Nokkuð erfitt var að lesa grein framkvæmdastjóra SFS hér á Vísi í gær sem sett var fram af talsverðu yfirlæti. Þar var bændum og veiðiréttarhöfum sagt að „anda rólega“. Anda rólega á meðan framandi eldislaxar hellast upp í laxveiðiár landsins og ógna villtum laxastofnum og lífsviðurværi fjölda fólks. Fólks sem á þó bara að anda rólega. Framkvæmdastjórinn ætti að vita betur en að fólk sitji þegjandi og horfi upp á sjókvíaeldisiðnaðinn ógna tilvist villtra laxastofna, náttúrunnar og lífsviðurværi sínu. Hún, og öll sem þekkja til, eru vel meðvituð um hætturnar af slíkri innrás. Hættum að villa um fyrir fólki Framkvæmdastjóri SFS gerir í grein sinni lítið úr áhyggjum fólks og talar um að eldislax í á jafngildi ekki endilega erfðablöndun því eldislaxarnir séu svo lélegir í að fjölga sér. Þetta er sérstök fullyrðing. Að sjálfsögðu þarf eldislaxinn að hrygna með villtum laxi svo að erfðablöndun eigi sér stað. En til þess er eldislaxinn mættur í árnar. Hann gengur árnar í þeim eina tilgangi að hrygna og það mun hann gera. Það er einmitt þess vegna sem bændur og landeigendur hafa þurft að grípa til róttækra aðgerða til að reyna að koma í veg fyrir skaðann. Ef að þessir laxar eru svona lélegir í að fjölga sér, hvernig stendur á því að 70% af laxastofnum í Noregi eru erfðablandaðir og stofnar þar að hruni komnir? Þarna er verið að slá ryki í augun á fólki og svona sefjun er ekki réttlætanleg þegar við stöndum hér í miðjum umhverfishamförum. Áhættumat erfðablöndunar Framkvæmdastjóri SFS talar ítrekað um áhættumat erfðablöndunar sem einhvers konar vísindi. Það er alrangt. Áhættumatið er einfaldlega líkan sem sett var fram af Hafrannsóknastofnun án nokkurra prófana. Síðar hefur komið á daginn að áhættumatið er haldið verulegum ágöllum og segir engan veginn til um áhættuna af því eldi sem við búum við í dag. Skemmst er að minnast úttektar Alþjóðahafrannsóknaráðsins frá því fyrr á þessu ári þar sem ráðið komst að þeirri niðurstöðu að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um hversu mikið magn af frjóum eldislaxi megi ala í kvíum hér við land, án þess að villtum laxastofnum sé spillt, sé ekki í samræmi við varúðarnálgun. Þessi niðurstaða er gríðarlegur áfellisdómur á áhættumatið og vinnu Hafrannsóknastofnunar og staðfestir að hér er ekki um nein vísindi að ræða. Enda er það svo að allt sem átti ekki að geta gerst samkvæmt áhættumatinu hefur nú gerst, og það oftar en einu sinni. Ekki þarf að horfa lengra en til Hrútafjarðarár, þar sem að erfðablöndun er komin í a.m.k. 11%. Grundvallaratriðið er að hvergi í heiminum hefur tekist að stunda sjókvíaeldi í stórum stíl án þess að það hafi haft veruleg neikvæð áhrif á villta laxastofna og náttúru. Þó að við á Íslandi teljum okkur geta gert allt betur en aðrir þá er ég ansi hræddur um að það sé ekki raunin. Við erum að stefna í sömu átt og Noregur með okkar laxastofna. Lærum af reynslunni og byggjum upp traust? Framkvæmdastjórinn kemur inn á það að við eigum að læra af reynslunni og byggja upp traust með opnum samskiptum. Hvernig á það að vera hægt ef að sömu mistökin gerast aftur og aftur og okkur er bara sagt að slaka á og anda rólega. Sjókvíaeldisiðnaðurinn og hagsmunaverðir hans hafa gert allt í sínu valdi til þess að skaða traust þjóðarinnar á þessari starfsemi sinni eins og kannanir hafa ítrekað sýnt. Þá neitar iðnaðurinn að læra af mistökum sínum og þess vegna erum við í þessari aðstöðu nú. Við munum ekki anda rólega á meðan strokulaxar af framandi uppruna synda upp í árnar okkar og ógna villta laxinum og okkar lífsviðurværi. Nei, við munum ekki anda rólega, meðan húsið brennur. Höfundur er formaður Veiðifélags Miðfirðinga.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun