50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 20. ágúst 2025 10:32 Á undanförnum árum hefur Ísland upplifað metfjölgun íbúa á stuttum tíma. Frá árinu 2017 hefur þjóðinni fjölgað um 50 þúsund manns sem er fimmtánföld fólksfjölgun miðað við meðaltal Evrópusambandsins og nær fjórföld á við hin Norðurlöndin. Þetta hefur skapað spennu í samfélaginu og haft áhrif á húsnæðismarkað, menntakerfi, heilbrigðisþjónustu og aðra innviði landsins. Við verðum að horfast í augu við að verkefnið er stórt og að nauðsynlegt sé að læra af reynslu annarra til að tryggja að ekki fari illa. Dómsmálaráðherra hefur tekið þessu verkefni alvarlega og stigið mikilvæg skref til að efla landamæravörslu og löggæslu. Nú þegar hafa verið samþykkt lög um farþegalista sem auka öryggi á landamærunum og styrkja varnir landsins í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Einnig hefur ráðherrann lagt fram og boðað breytingar á útlendingalögum sem snúa að því að styrkja innviði og auka skilvirkni málsmeðferðar og að samræma lögin við Noreg til að tryggja að Ísland verði ekki útsöluáfangastaður fyrir mannsal og skipulagða glæpastarfsemi. Þetta eru mikilvægar og nauðsynlegar aðgerðir til að skapa festu, fyrirsjáanleika og traust í kerfinu. En það er ekki nóg að horfa eingöngu á landamærin. Nú þegar býr hér stór hópur nýrra Íslendinga sem við þurfum að tryggja að verði virkir þátttakendur í samfélaginu okkar. Við getum ekki setið aðgerðalaus og vonað að þau muni aðlagast samfélaginu. Við þurfum að stíga markviss skref til að tryggja aukna samheldni og koma í veg fyrir að hér myndist jaðarhópar sem upplifa sig ekki hluta af íslensku samfélagi. Dæmin sýna að slík þróun skerðir tækifæri barna innflytjenda til að ná árangri og getur stuðlað að aukinni glæpatíðni og skautun í samfélaginu. Hér eru tungumálið og börnin lykilatriði. Það skiptir sköpum að nýir Íslendingar læri íslensku og geti tekið fullan þátt í samfélaginu. Í úttekt á inngildingu innflytjenda að íslensku samfélagi í samanburði við önnur OECD-ríki, sem unnin var fyrir íslensk stjórnvöld og birt í fyrra, kom fram að innflytjendur læra síður tungumálið hér en í nokkru aðildarríkjanna. Þar kom líka fram að námsframvinda barna af erlendum uppruna í íslenskum skólum væri áhyggjuefni og að meira en helmingur þeirra gæti ekki leyst verkefni á borð við að túlka einfalda texta. Hlutfallið var einungis hærra í einu aðildarríki OECD, Mexíkó. Enn meira áhyggjuefni er að börn innflytjenda sem fæðast á Íslandi standa sig jafnvel verr en börn sem flytja hingað á unga aldri og samkvæmt úttektinni var ein ástæða þessarar stöðu sú að að börn af erlendum uppruna á leikskólaaldri ganga ekki í leikskóla í sama mæli og börn annarra. Börn sem alast upp á Íslandi þurfa að fá raunverulegt tækifæri til að kynnast íslenskum skólum, tungumáli og menningu. Þátttaka í íþróttum og tómstundastarfi er þar einn lykillinn enda er starfið hér á landi á heimsmælikvarða og samofið íslenskri menningu. Á íþróttaæfingu, í keppnisferð og í tómstundastarfi lærir barn tungumálið, eignast vini og verður hluti af samfélaginu. Foreldrar kynnast öðrum foreldrum, tengjast nærsamfélaginu og finna sig í nýju landi. Íþrótta- og tómstundastarf er ekki aukaatriði heldur eitt af áhrifamestu verkfærunum sem við höfum til að styðja við skólastarfið og tryggja að börn og fjölskyldur verði virkir þátttakendur í samfélaginu. Á síðastliðnum árum hefur íþrótta- og æskulýðshreyfingin unnið að þessu markmiði með fjölbreyttum verkefnum sem mikilvægt er að stjórnvöld styðji. Með því að sameina festu í regluverki, öryggi á landamærum og kraft í aðlögun og þátttöku getum við byggt samfélag þar sem nýir Íslendingar verða virkir þátttakendur, börnin blómstra og samheldni eykst. Það er sameiginlegur hagur okkar allra. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ari Sigurjónsson Landamæri Alþingi Samfylkingin Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur Ísland upplifað metfjölgun íbúa á stuttum tíma. Frá árinu 2017 hefur þjóðinni fjölgað um 50 þúsund manns sem er fimmtánföld fólksfjölgun miðað við meðaltal Evrópusambandsins og nær fjórföld á við hin Norðurlöndin. Þetta hefur skapað spennu í samfélaginu og haft áhrif á húsnæðismarkað, menntakerfi, heilbrigðisþjónustu og aðra innviði landsins. Við verðum að horfast í augu við að verkefnið er stórt og að nauðsynlegt sé að læra af reynslu annarra til að tryggja að ekki fari illa. Dómsmálaráðherra hefur tekið þessu verkefni alvarlega og stigið mikilvæg skref til að efla landamæravörslu og löggæslu. Nú þegar hafa verið samþykkt lög um farþegalista sem auka öryggi á landamærunum og styrkja varnir landsins í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Einnig hefur ráðherrann lagt fram og boðað breytingar á útlendingalögum sem snúa að því að styrkja innviði og auka skilvirkni málsmeðferðar og að samræma lögin við Noreg til að tryggja að Ísland verði ekki útsöluáfangastaður fyrir mannsal og skipulagða glæpastarfsemi. Þetta eru mikilvægar og nauðsynlegar aðgerðir til að skapa festu, fyrirsjáanleika og traust í kerfinu. En það er ekki nóg að horfa eingöngu á landamærin. Nú þegar býr hér stór hópur nýrra Íslendinga sem við þurfum að tryggja að verði virkir þátttakendur í samfélaginu okkar. Við getum ekki setið aðgerðalaus og vonað að þau muni aðlagast samfélaginu. Við þurfum að stíga markviss skref til að tryggja aukna samheldni og koma í veg fyrir að hér myndist jaðarhópar sem upplifa sig ekki hluta af íslensku samfélagi. Dæmin sýna að slík þróun skerðir tækifæri barna innflytjenda til að ná árangri og getur stuðlað að aukinni glæpatíðni og skautun í samfélaginu. Hér eru tungumálið og börnin lykilatriði. Það skiptir sköpum að nýir Íslendingar læri íslensku og geti tekið fullan þátt í samfélaginu. Í úttekt á inngildingu innflytjenda að íslensku samfélagi í samanburði við önnur OECD-ríki, sem unnin var fyrir íslensk stjórnvöld og birt í fyrra, kom fram að innflytjendur læra síður tungumálið hér en í nokkru aðildarríkjanna. Þar kom líka fram að námsframvinda barna af erlendum uppruna í íslenskum skólum væri áhyggjuefni og að meira en helmingur þeirra gæti ekki leyst verkefni á borð við að túlka einfalda texta. Hlutfallið var einungis hærra í einu aðildarríki OECD, Mexíkó. Enn meira áhyggjuefni er að börn innflytjenda sem fæðast á Íslandi standa sig jafnvel verr en börn sem flytja hingað á unga aldri og samkvæmt úttektinni var ein ástæða þessarar stöðu sú að að börn af erlendum uppruna á leikskólaaldri ganga ekki í leikskóla í sama mæli og börn annarra. Börn sem alast upp á Íslandi þurfa að fá raunverulegt tækifæri til að kynnast íslenskum skólum, tungumáli og menningu. Þátttaka í íþróttum og tómstundastarfi er þar einn lykillinn enda er starfið hér á landi á heimsmælikvarða og samofið íslenskri menningu. Á íþróttaæfingu, í keppnisferð og í tómstundastarfi lærir barn tungumálið, eignast vini og verður hluti af samfélaginu. Foreldrar kynnast öðrum foreldrum, tengjast nærsamfélaginu og finna sig í nýju landi. Íþrótta- og tómstundastarf er ekki aukaatriði heldur eitt af áhrifamestu verkfærunum sem við höfum til að styðja við skólastarfið og tryggja að börn og fjölskyldur verði virkir þátttakendur í samfélaginu. Á síðastliðnum árum hefur íþrótta- og æskulýðshreyfingin unnið að þessu markmiði með fjölbreyttum verkefnum sem mikilvægt er að stjórnvöld styðji. Með því að sameina festu í regluverki, öryggi á landamærum og kraft í aðlögun og þátttöku getum við byggt samfélag þar sem nýir Íslendingar verða virkir þátttakendur, börnin blómstra og samheldni eykst. Það er sameiginlegur hagur okkar allra. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun