Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar 20. ágúst 2025 07:32 Það bárust fréttir úr Vonarstræti í byrjun ársins. Það var kominn titringur á Alþingi, reyndar aðeins á 5. hæð Smiðju, þegar strætó eða aðrir þungir bílar óku eftir götunni. Titringurinn fannst líka í ráðhúsi Reykjavíkurborgar, og samkvæmt fréttum hafði fólk þar áhyggjur af því að Úkraínuforseta gæti orðið bylt við. Án þess að mæla fyrir hönd Selenskí, því hann er fullfær um það sjálfur, þá held ég að hann hafi kynnst verra. Mér finnst leitt að heyra af þessum titringi. Hann gerist þó í flestum húsum með stálgrind og er eðlilegur hluti af byggingu þeirra. Það er þó smávægilegur hristingur miðað við höggin sem hver einasti strætóstjóri má búast við tugi skipta í hverri ferð, og um leið allir farþegar þeirra. Allar hraðahindranir eins og sú sem er í Vonarstræti virka þannig að bíll keyrir á þær og verður fyrir örlitlum eða nokkrum árekstri, það fer eftir hraða bílsins og ástandi hindrunar, og ökumenn læra að hægja á sér. Það skapar álag á bíl og ökumann. Það verður að finna leiðir til að ná niður umferðarhraða sem ekki valda þessu álagi. Hraðahindrun við Vonarstræti.Aðsend Strætó fer að mestu leyti eftir tengigötum, ekki húsagötum. Tengigötur liggja víða nálægt skólum og það er lífsnauðsynlegt að ná niður umferðarhraða þar. Það verður að finna aðrar aðferðir heldur en að byggja dýrar granítfyrirstöður til þess. Það er hægt að setja upp hraðamyndavélar eða aðrar lausnir fyrir það fé sem sparast ef við hættum að búa til hraðahindranir. Það myndi bæta líðan strætóstjóra og strætófarþega, nema ef stjórnendum finnst að það eigi stöðugt að minna fólk í strætó á að það hafi valið rangan kost? Svo myndi það bæta ástand þúsunda bíla sem er ekið eftir tengigötunum daglega, og líðan bílstjóra þeirra og farþega. Hversu margar eru hraðahindranirnar? Á leið 13 sem fer frá Hringbraut út á Eiðisgranda og þar aftur til baka upp á Sléttuveg eru 38 hraðahindranir merktar á Borgarvefsjá. Vagninn fer þetta á 36 mínútum miðað við áætlun, þannig að það er meira en ein á mínútu alla ferðina. Vandinn við hraðahindranir eins og eru algengastar hér er fjölþættur. Í fyrsta lagi eru þær dýrar í uppsetningu. Endurgerð á níu hraðahindrunum í Reykjavík á þessu ári er áætluð 200 milljónir, eða 22 milljónir á hverja þeirra. Þær eru þungar og síga gjarnan í jörðina og þarf að endurbæta stöðugt eftir hvern íslenskan vetur með tilheyrandi kostnaði. Það er mjög augljóst núna eftir frostakafla þegar þiðnar, og hraðahindrunin hefur sigið, eða vegur lyfst. Þær fara illa með bakið á strætóstjórum. Þær fara illa með strætófarþega, bæði á geði og líkama. Það er löngu kominn tími að velja aðrar leiðir til að halda niðri umferðarhraða á strætóleiðum. Þá er búið að breyta hraðahindruninni í Vonarstræti. Ekki með því að taka hana burtu, sem hefði verið ódýrasta leiðin, heldur með því að malbika upp að henni, svo hún virkar ekki lengur sem hraðahindrun. Þarna verður hún þá til frambúðar, nokkurra milljón króna flykki sem ekki gegnir sínu hlutverki heldur er grafin í götuna, svona eins og hugmynd sem aldrei virkaði almennilega. Gildir það bara gagnvart fólkinu á Alþingi og í ráðhúsinu, eða geta aðrir vegfarendur farið fram á að það gildi fyrir þau líka? Höfundur er upplýsinga- og stjórnsýslufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strætó Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Það bárust fréttir úr Vonarstræti í byrjun ársins. Það var kominn titringur á Alþingi, reyndar aðeins á 5. hæð Smiðju, þegar strætó eða aðrir þungir bílar óku eftir götunni. Titringurinn fannst líka í ráðhúsi Reykjavíkurborgar, og samkvæmt fréttum hafði fólk þar áhyggjur af því að Úkraínuforseta gæti orðið bylt við. Án þess að mæla fyrir hönd Selenskí, því hann er fullfær um það sjálfur, þá held ég að hann hafi kynnst verra. Mér finnst leitt að heyra af þessum titringi. Hann gerist þó í flestum húsum með stálgrind og er eðlilegur hluti af byggingu þeirra. Það er þó smávægilegur hristingur miðað við höggin sem hver einasti strætóstjóri má búast við tugi skipta í hverri ferð, og um leið allir farþegar þeirra. Allar hraðahindranir eins og sú sem er í Vonarstræti virka þannig að bíll keyrir á þær og verður fyrir örlitlum eða nokkrum árekstri, það fer eftir hraða bílsins og ástandi hindrunar, og ökumenn læra að hægja á sér. Það skapar álag á bíl og ökumann. Það verður að finna leiðir til að ná niður umferðarhraða sem ekki valda þessu álagi. Hraðahindrun við Vonarstræti.Aðsend Strætó fer að mestu leyti eftir tengigötum, ekki húsagötum. Tengigötur liggja víða nálægt skólum og það er lífsnauðsynlegt að ná niður umferðarhraða þar. Það verður að finna aðrar aðferðir heldur en að byggja dýrar granítfyrirstöður til þess. Það er hægt að setja upp hraðamyndavélar eða aðrar lausnir fyrir það fé sem sparast ef við hættum að búa til hraðahindranir. Það myndi bæta líðan strætóstjóra og strætófarþega, nema ef stjórnendum finnst að það eigi stöðugt að minna fólk í strætó á að það hafi valið rangan kost? Svo myndi það bæta ástand þúsunda bíla sem er ekið eftir tengigötunum daglega, og líðan bílstjóra þeirra og farþega. Hversu margar eru hraðahindranirnar? Á leið 13 sem fer frá Hringbraut út á Eiðisgranda og þar aftur til baka upp á Sléttuveg eru 38 hraðahindranir merktar á Borgarvefsjá. Vagninn fer þetta á 36 mínútum miðað við áætlun, þannig að það er meira en ein á mínútu alla ferðina. Vandinn við hraðahindranir eins og eru algengastar hér er fjölþættur. Í fyrsta lagi eru þær dýrar í uppsetningu. Endurgerð á níu hraðahindrunum í Reykjavík á þessu ári er áætluð 200 milljónir, eða 22 milljónir á hverja þeirra. Þær eru þungar og síga gjarnan í jörðina og þarf að endurbæta stöðugt eftir hvern íslenskan vetur með tilheyrandi kostnaði. Það er mjög augljóst núna eftir frostakafla þegar þiðnar, og hraðahindrunin hefur sigið, eða vegur lyfst. Þær fara illa með bakið á strætóstjórum. Þær fara illa með strætófarþega, bæði á geði og líkama. Það er löngu kominn tími að velja aðrar leiðir til að halda niðri umferðarhraða á strætóleiðum. Þá er búið að breyta hraðahindruninni í Vonarstræti. Ekki með því að taka hana burtu, sem hefði verið ódýrasta leiðin, heldur með því að malbika upp að henni, svo hún virkar ekki lengur sem hraðahindrun. Þarna verður hún þá til frambúðar, nokkurra milljón króna flykki sem ekki gegnir sínu hlutverki heldur er grafin í götuna, svona eins og hugmynd sem aldrei virkaði almennilega. Gildir það bara gagnvart fólkinu á Alþingi og í ráðhúsinu, eða geta aðrir vegfarendur farið fram á að það gildi fyrir þau líka? Höfundur er upplýsinga- og stjórnsýslufræðingur.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun