Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 18. ágúst 2025 08:33 Nú hefur tekið gildi ein stærsta þjónustuaukning Strætó um árabil. Með tíðari ferðum, lengri kvöldakstri og betra aðgengi verða almenningssamgöngur raunhæfur valkostur fyrir fleiri íbúa en áður. Hlutfall íbúa sem búa nálægt stoppistöð með 10-mínútna þjónustu á annatíma hækkar úr 18% í yfir 50% sem verður að kallast bylting í aðgengi. Þessi breyting er grundvallarskref í átt að framtíðarsýn þar sem almenningssamgöngur eru burðarás í sjálfbæru samfélagi og er hluti af innleiðingu Borgarlínu. Á annatíma ganga nú leiðir 3, 5, 6 og 12 á 10 mínútna fresti, í stað 15 mínútna áður. Leiðirnar 19, 21 og 24 eru nú tvöfalt tíðari á annatíma og 3, 5, 12 og 15 utan annatíma. Með þessu aukast lífsgæði íbúa því víða er orðið einfalt að taka strætó án mikillar skipulagningar, tengingar verða öruggari og biðtími styttist verulega. Ég hvet þig til að prófa strax í dag! Fjórtán leiðir, þar á meðal helstu tengileiðir höfuðborgarsvæðisins, ganga nú lengur á kvöldin. Þá stytta nýjar forgangsakreinar ferðatíma og koma strætó fram hjá umferðarþyngslum. Þjónustuaukningin stendur ekki ein og sér heldur er hún hluti af víðtækri þjónustuumbótavinnu. Undir minni stjórmarformennskutíð í Strætó bs höfum við lagt mikla áherslu á notendamiðaða nálgun, þjónustumenningu og stöðugt samtal við farþega. Með því að hlusta á þarfir notenda og bregðast við með áþreifanlegum úrbótum er verið að byggja upp traust og styrkja stöðu almenningssamgangna. Með þessari þjónustuaukningu er sömuleiðis verið að leggja grunn að nýju leiðarneti og komu Borgarlínu. Sterkar almenningssamgöngur draga úr umferðarteppum, minnka kolefnislosun, bæta heilsu, auka jafnræði í aðgengi að atvinnu og menntun og stuðla að betri nýtingu landrýmis. En þær stuðla líka að vellíðan og hamingju. Nú er lítið mál að rölta út á stoppistöð og taka næsta strætó og leyfa huganum að reika á leið til vinnu eða skóla í stað oft á tíðum stressandi aksturs. Það er jú besta leiðin. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og fyrrum stjórnarformaður Strætó bs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Strætó Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Nú hefur tekið gildi ein stærsta þjónustuaukning Strætó um árabil. Með tíðari ferðum, lengri kvöldakstri og betra aðgengi verða almenningssamgöngur raunhæfur valkostur fyrir fleiri íbúa en áður. Hlutfall íbúa sem búa nálægt stoppistöð með 10-mínútna þjónustu á annatíma hækkar úr 18% í yfir 50% sem verður að kallast bylting í aðgengi. Þessi breyting er grundvallarskref í átt að framtíðarsýn þar sem almenningssamgöngur eru burðarás í sjálfbæru samfélagi og er hluti af innleiðingu Borgarlínu. Á annatíma ganga nú leiðir 3, 5, 6 og 12 á 10 mínútna fresti, í stað 15 mínútna áður. Leiðirnar 19, 21 og 24 eru nú tvöfalt tíðari á annatíma og 3, 5, 12 og 15 utan annatíma. Með þessu aukast lífsgæði íbúa því víða er orðið einfalt að taka strætó án mikillar skipulagningar, tengingar verða öruggari og biðtími styttist verulega. Ég hvet þig til að prófa strax í dag! Fjórtán leiðir, þar á meðal helstu tengileiðir höfuðborgarsvæðisins, ganga nú lengur á kvöldin. Þá stytta nýjar forgangsakreinar ferðatíma og koma strætó fram hjá umferðarþyngslum. Þjónustuaukningin stendur ekki ein og sér heldur er hún hluti af víðtækri þjónustuumbótavinnu. Undir minni stjórmarformennskutíð í Strætó bs höfum við lagt mikla áherslu á notendamiðaða nálgun, þjónustumenningu og stöðugt samtal við farþega. Með því að hlusta á þarfir notenda og bregðast við með áþreifanlegum úrbótum er verið að byggja upp traust og styrkja stöðu almenningssamgangna. Með þessari þjónustuaukningu er sömuleiðis verið að leggja grunn að nýju leiðarneti og komu Borgarlínu. Sterkar almenningssamgöngur draga úr umferðarteppum, minnka kolefnislosun, bæta heilsu, auka jafnræði í aðgengi að atvinnu og menntun og stuðla að betri nýtingu landrýmis. En þær stuðla líka að vellíðan og hamingju. Nú er lítið mál að rölta út á stoppistöð og taka næsta strætó og leyfa huganum að reika á leið til vinnu eða skóla í stað oft á tíðum stressandi aksturs. Það er jú besta leiðin. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og fyrrum stjórnarformaður Strætó bs.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar