Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 18. ágúst 2025 08:33 Nú hefur tekið gildi ein stærsta þjónustuaukning Strætó um árabil. Með tíðari ferðum, lengri kvöldakstri og betra aðgengi verða almenningssamgöngur raunhæfur valkostur fyrir fleiri íbúa en áður. Hlutfall íbúa sem búa nálægt stoppistöð með 10-mínútna þjónustu á annatíma hækkar úr 18% í yfir 50% sem verður að kallast bylting í aðgengi. Þessi breyting er grundvallarskref í átt að framtíðarsýn þar sem almenningssamgöngur eru burðarás í sjálfbæru samfélagi og er hluti af innleiðingu Borgarlínu. Á annatíma ganga nú leiðir 3, 5, 6 og 12 á 10 mínútna fresti, í stað 15 mínútna áður. Leiðirnar 19, 21 og 24 eru nú tvöfalt tíðari á annatíma og 3, 5, 12 og 15 utan annatíma. Með þessu aukast lífsgæði íbúa því víða er orðið einfalt að taka strætó án mikillar skipulagningar, tengingar verða öruggari og biðtími styttist verulega. Ég hvet þig til að prófa strax í dag! Fjórtán leiðir, þar á meðal helstu tengileiðir höfuðborgarsvæðisins, ganga nú lengur á kvöldin. Þá stytta nýjar forgangsakreinar ferðatíma og koma strætó fram hjá umferðarþyngslum. Þjónustuaukningin stendur ekki ein og sér heldur er hún hluti af víðtækri þjónustuumbótavinnu. Undir minni stjórmarformennskutíð í Strætó bs höfum við lagt mikla áherslu á notendamiðaða nálgun, þjónustumenningu og stöðugt samtal við farþega. Með því að hlusta á þarfir notenda og bregðast við með áþreifanlegum úrbótum er verið að byggja upp traust og styrkja stöðu almenningssamgangna. Með þessari þjónustuaukningu er sömuleiðis verið að leggja grunn að nýju leiðarneti og komu Borgarlínu. Sterkar almenningssamgöngur draga úr umferðarteppum, minnka kolefnislosun, bæta heilsu, auka jafnræði í aðgengi að atvinnu og menntun og stuðla að betri nýtingu landrýmis. En þær stuðla líka að vellíðan og hamingju. Nú er lítið mál að rölta út á stoppistöð og taka næsta strætó og leyfa huganum að reika á leið til vinnu eða skóla í stað oft á tíðum stressandi aksturs. Það er jú besta leiðin. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og fyrrum stjórnarformaður Strætó bs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Strætó Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hefur tekið gildi ein stærsta þjónustuaukning Strætó um árabil. Með tíðari ferðum, lengri kvöldakstri og betra aðgengi verða almenningssamgöngur raunhæfur valkostur fyrir fleiri íbúa en áður. Hlutfall íbúa sem búa nálægt stoppistöð með 10-mínútna þjónustu á annatíma hækkar úr 18% í yfir 50% sem verður að kallast bylting í aðgengi. Þessi breyting er grundvallarskref í átt að framtíðarsýn þar sem almenningssamgöngur eru burðarás í sjálfbæru samfélagi og er hluti af innleiðingu Borgarlínu. Á annatíma ganga nú leiðir 3, 5, 6 og 12 á 10 mínútna fresti, í stað 15 mínútna áður. Leiðirnar 19, 21 og 24 eru nú tvöfalt tíðari á annatíma og 3, 5, 12 og 15 utan annatíma. Með þessu aukast lífsgæði íbúa því víða er orðið einfalt að taka strætó án mikillar skipulagningar, tengingar verða öruggari og biðtími styttist verulega. Ég hvet þig til að prófa strax í dag! Fjórtán leiðir, þar á meðal helstu tengileiðir höfuðborgarsvæðisins, ganga nú lengur á kvöldin. Þá stytta nýjar forgangsakreinar ferðatíma og koma strætó fram hjá umferðarþyngslum. Þjónustuaukningin stendur ekki ein og sér heldur er hún hluti af víðtækri þjónustuumbótavinnu. Undir minni stjórmarformennskutíð í Strætó bs höfum við lagt mikla áherslu á notendamiðaða nálgun, þjónustumenningu og stöðugt samtal við farþega. Með því að hlusta á þarfir notenda og bregðast við með áþreifanlegum úrbótum er verið að byggja upp traust og styrkja stöðu almenningssamgangna. Með þessari þjónustuaukningu er sömuleiðis verið að leggja grunn að nýju leiðarneti og komu Borgarlínu. Sterkar almenningssamgöngur draga úr umferðarteppum, minnka kolefnislosun, bæta heilsu, auka jafnræði í aðgengi að atvinnu og menntun og stuðla að betri nýtingu landrýmis. En þær stuðla líka að vellíðan og hamingju. Nú er lítið mál að rölta út á stoppistöð og taka næsta strætó og leyfa huganum að reika á leið til vinnu eða skóla í stað oft á tíðum stressandi aksturs. Það er jú besta leiðin. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og fyrrum stjórnarformaður Strætó bs.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun