Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar 18. ágúst 2025 07:32 Árið er 2050.Dóttir mín, sem nú er að fara í 10. bekk, verður þá orðin fertug – í blóma lífsins, rétt að komast á miðjan aldur. Ég hugsa oft til framtíðar hennar. Hvernig mun daglegt líf hennar líta út? Verður samfélagið sem hún býr í öruggt og traust? Mun hún anda að sér hreinu lofti – eða mun loftmengun hafa áhrif á heilsu hennar? Höfum við brugðist af festu við ógn loftslagsbreytinga og hruns vistkerfa – eða mun það grafa undan heilsu hennar, öryggi og framtíðarmöguleikum? Loftslagsváin ekki lengur fjarlæg Loftslagsváin er ekki lengur fjarlæg ógn heldur veruleiki sem þegar hefur áhrif á líf okkar. Jöklar hopa, hafið súrnar og öfgakenndir veðuratburðir verða tíðari. Flóð, þurrkar og hitabylgjur hafa þegar skilið eftir sig djúp spor – í vistkerfum, samfélögum og hjá fólki um allan heim. Þetta eru ekki einungis umhverfismál heldur bein mannleg ógn. Loftslagsváin hefur áhrif á heilsu okkar, fæðuöryggi, búsetu og stöðugleika samfélaga – og hún fléttast saman við aðrar áskoranir eins og veikara lýðræði, minnkandi traust og vaxandi ójöfnuð. Næstu ár skipta máli Í nýjustu áhættuskýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) kemur fram mat þess efnis að helstu ógnir næstu tveggja ára tengist upplýsingaóreiðu, veðuröfgum, átökum og klofningi samfélaga. Þetta endurspeglar þá óvissu sem við upplifum nú þegar í daglegu lífi. Þegar litið er lengra fram í tímann – til næstu tíu ára – er metið að loftslagstengd öfgaveður, tap á líffræðilegri fjölbreytni, hrun vistkerfa og skortur á auðlindum verði helstu ógnir við heilsu okkar, fæðuöryggi og stöðugleika samfélaga. Þetta er áminning um að náttúran er ekki eitthvað sem við skoðum utan frá – hún er lífæðin okkar. Ef við göngum ekki af virðingu og ábyrgð um hana, þá glötum við meira en jarðvegi, plöntum og dýrum – við glötum öryggi, trausti, heilsu og möguleikum framtíðarkynslóða. Að sjá stóru myndina Það er löngu tímabært að við horfum á stóru myndina – og við sjáum áskoranir heimsins í samhengi. Við höfum of lengi talað um „loftslagsmál“, „lífríkismál“, „efnahagsmál“ og „samfélagsmál“ eins og þetta séu óskyld málefni – þegar þau eru í raun órofa tengd. Loftslagsváin og hnignun lífríkisins hafa bein áhrif á heilsu okkar, efnahag og öryggi samfélaga. Á sama tíma ræður það sem við gerum – eða gerum ekki – í samfélags- og efnahagsmálum miklu um getu okkar til að bregðast við þessum áskorunum, vernda vistkerfi og tryggja stöðugleika til framtíðar. Það getur verið villandi – og jafnvel varasamt – að einangra flókin mál og reyna að leysa þau hvert í sínu horni. Heimurinn virkar ekki þannig. Lífið virkar ekki þannig. Við þurfum að horfa á þessi mál í samhengi og eiga samtal sem tengir punktana - samtal sem byggir á virðingu, forvitni og skilningi. Lausnirnar fást með samvinnu, heildarsýn og hugrekki til að horfa á stóru myndina og bregðast við af ábyrgð. Nú þurfum við stórhuga framtíðarsýn. Ég hvet stjórnvöld, fyrirtæki, stofnanir – og okkur öll – til að horfa til ársins 2050, ekki aðeins til næsta fjárlagafrumvarps eða næsta ársfjórðungsuppgjörs. Árið 2050 er nefnilega nær en okkur grunar. Hlustum á vísindin, tökumst af krafti á við loftslagsvána, verndum og endurheimtum vistkerfi og vinnum markvisst að því að byggja upp traust og samstöðu í samfélaginu. Náttúran er ekki eitthvað utan okkar – við erum hluti af henni. Hún er grunnurinn sem allt byggir á. Þegar við vanrækjum hana, töpum við sjálfum okkur. Svörum kalli framtíðarinnar Því spyr ég: Hvaða samfélag viljum við búa afkomendum okkar árið 2050? Og hvað ætlum við að gera í dag – svo dóttir mín, og börnin okkar allra, geti lifað lífi sem einkennist af öryggi, tækifærum og heilbrigðu umhverfi – í heimi sem skilur að náttúran, samfélagið og efnahagurinn eru hluti af sama kerfi. Ekki í heimi sem mótast af afleiðingum þeirra ákvarðana sem okkur skorti þor til að taka. Höfundur er forstöðumaður Sjálfbærnistofunar Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Árið er 2050.Dóttir mín, sem nú er að fara í 10. bekk, verður þá orðin fertug – í blóma lífsins, rétt að komast á miðjan aldur. Ég hugsa oft til framtíðar hennar. Hvernig mun daglegt líf hennar líta út? Verður samfélagið sem hún býr í öruggt og traust? Mun hún anda að sér hreinu lofti – eða mun loftmengun hafa áhrif á heilsu hennar? Höfum við brugðist af festu við ógn loftslagsbreytinga og hruns vistkerfa – eða mun það grafa undan heilsu hennar, öryggi og framtíðarmöguleikum? Loftslagsváin ekki lengur fjarlæg Loftslagsváin er ekki lengur fjarlæg ógn heldur veruleiki sem þegar hefur áhrif á líf okkar. Jöklar hopa, hafið súrnar og öfgakenndir veðuratburðir verða tíðari. Flóð, þurrkar og hitabylgjur hafa þegar skilið eftir sig djúp spor – í vistkerfum, samfélögum og hjá fólki um allan heim. Þetta eru ekki einungis umhverfismál heldur bein mannleg ógn. Loftslagsváin hefur áhrif á heilsu okkar, fæðuöryggi, búsetu og stöðugleika samfélaga – og hún fléttast saman við aðrar áskoranir eins og veikara lýðræði, minnkandi traust og vaxandi ójöfnuð. Næstu ár skipta máli Í nýjustu áhættuskýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) kemur fram mat þess efnis að helstu ógnir næstu tveggja ára tengist upplýsingaóreiðu, veðuröfgum, átökum og klofningi samfélaga. Þetta endurspeglar þá óvissu sem við upplifum nú þegar í daglegu lífi. Þegar litið er lengra fram í tímann – til næstu tíu ára – er metið að loftslagstengd öfgaveður, tap á líffræðilegri fjölbreytni, hrun vistkerfa og skortur á auðlindum verði helstu ógnir við heilsu okkar, fæðuöryggi og stöðugleika samfélaga. Þetta er áminning um að náttúran er ekki eitthvað sem við skoðum utan frá – hún er lífæðin okkar. Ef við göngum ekki af virðingu og ábyrgð um hana, þá glötum við meira en jarðvegi, plöntum og dýrum – við glötum öryggi, trausti, heilsu og möguleikum framtíðarkynslóða. Að sjá stóru myndina Það er löngu tímabært að við horfum á stóru myndina – og við sjáum áskoranir heimsins í samhengi. Við höfum of lengi talað um „loftslagsmál“, „lífríkismál“, „efnahagsmál“ og „samfélagsmál“ eins og þetta séu óskyld málefni – þegar þau eru í raun órofa tengd. Loftslagsváin og hnignun lífríkisins hafa bein áhrif á heilsu okkar, efnahag og öryggi samfélaga. Á sama tíma ræður það sem við gerum – eða gerum ekki – í samfélags- og efnahagsmálum miklu um getu okkar til að bregðast við þessum áskorunum, vernda vistkerfi og tryggja stöðugleika til framtíðar. Það getur verið villandi – og jafnvel varasamt – að einangra flókin mál og reyna að leysa þau hvert í sínu horni. Heimurinn virkar ekki þannig. Lífið virkar ekki þannig. Við þurfum að horfa á þessi mál í samhengi og eiga samtal sem tengir punktana - samtal sem byggir á virðingu, forvitni og skilningi. Lausnirnar fást með samvinnu, heildarsýn og hugrekki til að horfa á stóru myndina og bregðast við af ábyrgð. Nú þurfum við stórhuga framtíðarsýn. Ég hvet stjórnvöld, fyrirtæki, stofnanir – og okkur öll – til að horfa til ársins 2050, ekki aðeins til næsta fjárlagafrumvarps eða næsta ársfjórðungsuppgjörs. Árið 2050 er nefnilega nær en okkur grunar. Hlustum á vísindin, tökumst af krafti á við loftslagsvána, verndum og endurheimtum vistkerfi og vinnum markvisst að því að byggja upp traust og samstöðu í samfélaginu. Náttúran er ekki eitthvað utan okkar – við erum hluti af henni. Hún er grunnurinn sem allt byggir á. Þegar við vanrækjum hana, töpum við sjálfum okkur. Svörum kalli framtíðarinnar Því spyr ég: Hvaða samfélag viljum við búa afkomendum okkar árið 2050? Og hvað ætlum við að gera í dag – svo dóttir mín, og börnin okkar allra, geti lifað lífi sem einkennist af öryggi, tækifærum og heilbrigðu umhverfi – í heimi sem skilur að náttúran, samfélagið og efnahagurinn eru hluti af sama kerfi. Ekki í heimi sem mótast af afleiðingum þeirra ákvarðana sem okkur skorti þor til að taka. Höfundur er forstöðumaður Sjálfbærnistofunar Háskóla Íslands.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun