Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar 14. ágúst 2025 08:00 Í vikunni sem leið voru haldin kröftug mótmæli á fyrirlestri sem Gil S. Epstein, prófessor og forseti félagsvísindasviðs við Bar-Ilan-háskólan í Ísrael, hélt við stofnun á vegum Háskóla Íslands. Mótmælin urðu til þess að fyrirlestrinum var á endanum aflýst, sem vakti upp spurningar um akademískt frelsi og rétt fólks til mótmæla. Í umræðum um málið á ýmsum miðlum færði ég rök fyrir því að það sé ekki brot á akademísku frelsi fyrirlesara að fólk mótmæli honum kröftuglega, jafnvel þótt það verði til þess að fyrirlestrinum sé svo aflýst. Ég gerði það með þeim rökum að það hafi enginn, hvort sem um er að ræða fræðafólk eða ekki, ófrávíkjanlegan rétt á því að annað fólk hafi þögn á meðan viðkomandi talar. Megininntakið í akademísku frelsi er að yfirvöld – til dæmis háskólayfirvöld eða ríkisstjórn – stjórni því ekki hvað akademískt starfsfólk rannsakar eða tjáir sig um. Helst eiga yfirvöld þess í stað að skapa umhverfi þar sem akademískt starfsfólk stjórnar sínum rannsóknum að sem allra mestu leyti sjálft. Í því felst ekki að fólk almennt þurfi að hlusta á fræðafólk þegar það tjáir sig, hafi þögn og sýni því sérstaka virðingu. Það er því einfaldlega misskilningur að mótmælin hafi nokkuð með akademískt frelsi að gera. Akademískt frelsi leyfir hvorki né bannar mótmæli af því tagi sem áttu sér stað á fyrirlestrinum umrædda. Ég benti í þessu samhengi á að með því að gagnrýna umrædd mótmæli sem brot á akademísku frelsi væri í raun verið að útvatna merkingu hugtaksins með hætti sem tæpast er akademísku frelsi til framdráttar. Þetta er svipað því þegar fólk misbeitir hugtakinu „mannréttindabrot“ og fer, oftast í einhvers konar fljótræði, að nota það orð um alls kyns hegðun sem því mislíkar. Að leiðrétta notkun hugtaksins í slíku tilfelli þýðir augljóslega ekki að sá sem það gerir sé mótfallinn mannréttindum eða fylgjandi mannréttindabrotum. Þvert á móti er mikilvægt fyrir þá sem ætla sér að standa vörð um raunveruleg mannréttindi að nota hugtakið ekki í of víðum skilningi, því þá missir það þann slagkraft sem hugtakið þarf að hafa. Þessum rökum mínum hafa ýmsir kollegar mínir við Háskóla Íslands svarað með því að segja skilgreiningu mína á akademísku frelsi of þrönga. Hún leiði af sér að hleypa megi akademískum fundum upp og koma í veg fyrir að fræðafólk fái að tjá sig ef nægilega margir fást til að láta nægilega illa á slíkum fundum. Hvað kemur þá til dæmis í veg fyrir að mótmælendur mæti á fyrirlestur hjá mér og komi í veg fyrir að ég tjái mig um mín eigin rannsóknarsvið? Þessi gagnrýni byggir að mínu mati á misskilningi. Þótt akademískt frelsi feli ekki í sér að áheyrendum sé undir öllum kringstumstæðum skylt að þegja á meðan á fyrirlestri stendur er það vissulega góð almenn kurteisisregla að þegja meðan aðrir tala. Það sama á við um að sýna fólki virðingu og fleira þess háttar. Þetta eru góðar almennar kurteisisreglur af því tagi sem við kennum börnunum okkar þegar þau eru ung. Slíkar kurteisisreglur eru raunar óvenju fyrirferðamiklar í akademísku samhengi, þar sem sérlega mikilvægt er að umræður séu yfirvegaðar og málefnalegar. Segja má að fræðastarf einkennist af akademískri kurteisi. En eru kurteisisreglur af þessu tagi algildar og ófrávíkjanleg lögmál? Eigum við að líta svo á að akademísk kurteisi trompi alltaf öll önnur gildi? Fáir myndu svara þessum spurningum játandi. Akademísk kurteisi er mikilvægt gildi en það þarf að vega á móti öðrum gildum sem kunna að hafa meira vægi í vissum tilvikum. Að þessu leyti er akademísk kurteisi að mínu viti ólík akademísku frelsi eins og ég skilgreindi það hér að ofan: hið síðara er svo til ófrávíkjanlegt prinsipp en hið fyrra er eitt af þeim gildum sem við þurfum að vega á móti fjölmörgum öðrum gildum. Eitt af þessum „öðrum gildum“ sem við þurfum að vega á móti akademískri kurteisi er gildi þess að mótmæla hroðaverkum á borð við þjóðarmorðið sem nú er verið að fremja á Gaza fyrir allra augum. Slík mótmæli virðast nú um stundir hafa tilætluð áhrif, því að öðrum kosti myndu ísraelsk stjórnvöld ekki eyða jafn miklu púðri og raun ber vitni í að ráðast að þeim sem standa fyrir slíkum mótmælum (með tilheyrandi ómálefnalegum ásökunum um gyðingahatur og þess háttar). Mótmælin í síðustu viku ber að skoða í þessu ljósi. Við sem teljum að mótmælin hafi verið réttlætanleg þurfum ekki að hafna eða gera undantekningu á því mikilvæga prinsippi sem kallast akademískt frelsi. Við höfnum því hins vegar að akademísk kurteisi trompi alltaf öll önnur gildi og réttlæti þar með aðgerðaleysi gagnvart þjóðarmorði. Höfundur er prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Háskólar Skóla- og menntamál Ísrael Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni sem leið voru haldin kröftug mótmæli á fyrirlestri sem Gil S. Epstein, prófessor og forseti félagsvísindasviðs við Bar-Ilan-háskólan í Ísrael, hélt við stofnun á vegum Háskóla Íslands. Mótmælin urðu til þess að fyrirlestrinum var á endanum aflýst, sem vakti upp spurningar um akademískt frelsi og rétt fólks til mótmæla. Í umræðum um málið á ýmsum miðlum færði ég rök fyrir því að það sé ekki brot á akademísku frelsi fyrirlesara að fólk mótmæli honum kröftuglega, jafnvel þótt það verði til þess að fyrirlestrinum sé svo aflýst. Ég gerði það með þeim rökum að það hafi enginn, hvort sem um er að ræða fræðafólk eða ekki, ófrávíkjanlegan rétt á því að annað fólk hafi þögn á meðan viðkomandi talar. Megininntakið í akademísku frelsi er að yfirvöld – til dæmis háskólayfirvöld eða ríkisstjórn – stjórni því ekki hvað akademískt starfsfólk rannsakar eða tjáir sig um. Helst eiga yfirvöld þess í stað að skapa umhverfi þar sem akademískt starfsfólk stjórnar sínum rannsóknum að sem allra mestu leyti sjálft. Í því felst ekki að fólk almennt þurfi að hlusta á fræðafólk þegar það tjáir sig, hafi þögn og sýni því sérstaka virðingu. Það er því einfaldlega misskilningur að mótmælin hafi nokkuð með akademískt frelsi að gera. Akademískt frelsi leyfir hvorki né bannar mótmæli af því tagi sem áttu sér stað á fyrirlestrinum umrædda. Ég benti í þessu samhengi á að með því að gagnrýna umrædd mótmæli sem brot á akademísku frelsi væri í raun verið að útvatna merkingu hugtaksins með hætti sem tæpast er akademísku frelsi til framdráttar. Þetta er svipað því þegar fólk misbeitir hugtakinu „mannréttindabrot“ og fer, oftast í einhvers konar fljótræði, að nota það orð um alls kyns hegðun sem því mislíkar. Að leiðrétta notkun hugtaksins í slíku tilfelli þýðir augljóslega ekki að sá sem það gerir sé mótfallinn mannréttindum eða fylgjandi mannréttindabrotum. Þvert á móti er mikilvægt fyrir þá sem ætla sér að standa vörð um raunveruleg mannréttindi að nota hugtakið ekki í of víðum skilningi, því þá missir það þann slagkraft sem hugtakið þarf að hafa. Þessum rökum mínum hafa ýmsir kollegar mínir við Háskóla Íslands svarað með því að segja skilgreiningu mína á akademísku frelsi of þrönga. Hún leiði af sér að hleypa megi akademískum fundum upp og koma í veg fyrir að fræðafólk fái að tjá sig ef nægilega margir fást til að láta nægilega illa á slíkum fundum. Hvað kemur þá til dæmis í veg fyrir að mótmælendur mæti á fyrirlestur hjá mér og komi í veg fyrir að ég tjái mig um mín eigin rannsóknarsvið? Þessi gagnrýni byggir að mínu mati á misskilningi. Þótt akademískt frelsi feli ekki í sér að áheyrendum sé undir öllum kringstumstæðum skylt að þegja á meðan á fyrirlestri stendur er það vissulega góð almenn kurteisisregla að þegja meðan aðrir tala. Það sama á við um að sýna fólki virðingu og fleira þess háttar. Þetta eru góðar almennar kurteisisreglur af því tagi sem við kennum börnunum okkar þegar þau eru ung. Slíkar kurteisisreglur eru raunar óvenju fyrirferðamiklar í akademísku samhengi, þar sem sérlega mikilvægt er að umræður séu yfirvegaðar og málefnalegar. Segja má að fræðastarf einkennist af akademískri kurteisi. En eru kurteisisreglur af þessu tagi algildar og ófrávíkjanleg lögmál? Eigum við að líta svo á að akademísk kurteisi trompi alltaf öll önnur gildi? Fáir myndu svara þessum spurningum játandi. Akademísk kurteisi er mikilvægt gildi en það þarf að vega á móti öðrum gildum sem kunna að hafa meira vægi í vissum tilvikum. Að þessu leyti er akademísk kurteisi að mínu viti ólík akademísku frelsi eins og ég skilgreindi það hér að ofan: hið síðara er svo til ófrávíkjanlegt prinsipp en hið fyrra er eitt af þeim gildum sem við þurfum að vega á móti fjölmörgum öðrum gildum. Eitt af þessum „öðrum gildum“ sem við þurfum að vega á móti akademískri kurteisi er gildi þess að mótmæla hroðaverkum á borð við þjóðarmorðið sem nú er verið að fremja á Gaza fyrir allra augum. Slík mótmæli virðast nú um stundir hafa tilætluð áhrif, því að öðrum kosti myndu ísraelsk stjórnvöld ekki eyða jafn miklu púðri og raun ber vitni í að ráðast að þeim sem standa fyrir slíkum mótmælum (með tilheyrandi ómálefnalegum ásökunum um gyðingahatur og þess háttar). Mótmælin í síðustu viku ber að skoða í þessu ljósi. Við sem teljum að mótmælin hafi verið réttlætanleg þurfum ekki að hafna eða gera undantekningu á því mikilvæga prinsippi sem kallast akademískt frelsi. Við höfnum því hins vegar að akademísk kurteisi trompi alltaf öll önnur gildi og réttlæti þar með aðgerðaleysi gagnvart þjóðarmorði. Höfundur er prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun