Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 8. ágúst 2025 17:02 Á morgun verður Gleðigangan gengin í Reykjavík, hápunktur Hinsegin daga sem hafa staðið alla vikuna. Þessi árlegi viðburður er stærsta hátíð okkar sem erum hinsegin, tími til þess að fagna því hver við erum og þar sem meirihlutasamfélagið fær tækifæri til þess að sýna stuðning sinn við mannréttindi okkar og tilverurétt í samfélaginu. Það er ekkert leyndarmál að undanfarin ár hefur borið sífellt meira á fólki í íslensku samfélagi sem er andsnúið hinsegin tilveru, hinsegin réttindum og ekki síst hinsegin sýnileika. Hatursorðæða í okkar garð er orðin daglegt brauð á samfélagsmiðlum og hatursglæpir hafa í kjölfarið færst í aukana. Það er nánast hætt að teljast fréttnæmt að regnbogafáninn, táknmynd frelsis okkar, sé eyðilagður eða fjarlægður. Frelsi hinsegin fólks snýst bæði um frelsi til og frelsi frá. Samtökin ‘78 hafa í 47 ár barist fyrir frelsi hinsegin fólks til að elska og frelsinu til að fá að vera við sjálf. En við berjumst einnig fyrir frelsi frá fordómum og mismunun. Frelsi frá ótta og ofbeldi. Við sættum okkur ekki við neitt annað. Íslenskt hinsegin samfélag stendur sterkt og samstaðan okkar á meðal hefur líklega aldrei verið eins mikil. Rétt eins og demantar, þá styrkjumst við og glönsum undir pressu. Upp með glimmerið, upp með fánana! Á morgun sýnum við þeim hvernig frelsi lítur út. Höfundur er samskipta- og kynningarstjóri Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Gleðigangan Þorbjörg Þorvaldsdóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Á morgun verður Gleðigangan gengin í Reykjavík, hápunktur Hinsegin daga sem hafa staðið alla vikuna. Þessi árlegi viðburður er stærsta hátíð okkar sem erum hinsegin, tími til þess að fagna því hver við erum og þar sem meirihlutasamfélagið fær tækifæri til þess að sýna stuðning sinn við mannréttindi okkar og tilverurétt í samfélaginu. Það er ekkert leyndarmál að undanfarin ár hefur borið sífellt meira á fólki í íslensku samfélagi sem er andsnúið hinsegin tilveru, hinsegin réttindum og ekki síst hinsegin sýnileika. Hatursorðæða í okkar garð er orðin daglegt brauð á samfélagsmiðlum og hatursglæpir hafa í kjölfarið færst í aukana. Það er nánast hætt að teljast fréttnæmt að regnbogafáninn, táknmynd frelsis okkar, sé eyðilagður eða fjarlægður. Frelsi hinsegin fólks snýst bæði um frelsi til og frelsi frá. Samtökin ‘78 hafa í 47 ár barist fyrir frelsi hinsegin fólks til að elska og frelsinu til að fá að vera við sjálf. En við berjumst einnig fyrir frelsi frá fordómum og mismunun. Frelsi frá ótta og ofbeldi. Við sættum okkur ekki við neitt annað. Íslenskt hinsegin samfélag stendur sterkt og samstaðan okkar á meðal hefur líklega aldrei verið eins mikil. Rétt eins og demantar, þá styrkjumst við og glönsum undir pressu. Upp með glimmerið, upp með fánana! Á morgun sýnum við þeim hvernig frelsi lítur út. Höfundur er samskipta- og kynningarstjóri Samtakanna ‘78.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun