Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson og María Björk Stefánsdóttir skrifa 18. júlí 2025 16:30 Nýlega vakti Röskva athygli stúdenta og almennings á beiðni opinberu háskólanna til Loga Einarssonar háskólaráðherra um að hækka skrásetningargjöld. Í beiðninni var meðal annars óskað eftir því að hækka skrásetningargjald HÍ um 140%, kæmi ríkið ekki til móts við kostnað með öðrum hætti. Gjaldið er núna 75.000 kr. en háskólinn telur að rétt gjald miðað við kostnað ætti að vera 180.000 kr. Í kjölfar birtingar myndbandsins hefur málið farið á flug og hafa meðal annars háskólaráðherra og rektor HÍ tjáð sig um það í fjölmiðlum. En hvað liggur að baki beiðninni um hækkun skrásetningargjaldsins? Hverjar yrðu afleiðingar hækkunarinnar? Og hvers vegna er Röskva andsnúin hækkuninni? Af hverju vill háskólinn hækka skrásetningargjaldið? Ástæða þess að háskólarnir óska eftir hækkun skrásetningargjaldsins núna er sú sama og þegar óskað var eftir hækkun gjaldsins árin 2020 og 2022. Háskólastigið er undirfjármagnað og langt undir meðaltali OECD ríkja hvað varðar fjármögnun háskólanna, eins og ráðherra benti réttilega á í fjölmiðlum. Háskólinn grípur því til þess örþrifaráðs að seilast í vasa stúdenta til að brúa bilið, að greiða fyrir það sem ríkið er ekki tilbúið að greiða fyrir. Útreikningar háskólans eru uppfullir af kostnaðarliðum allt öðrum en kostnaði fyrir skráningu nemenda í háskólann, en sem dæmi má nefna kostnað við rekstur kennslusviðs og aðgang að bókasafni. Þess vegna var gjaldið kært og þess vegna var það dæmt ólögmætt. En hvaða afleiðingar hefði hækkun skrásetningargjaldsins? Hækkun skrásetningargjaldsins myndi augljóslega skerða aðgengi að námi, sérstaklega fyrir jaðarsetta og efnaminni stúdenta. 180.000 kr. er ekki lítil upphæð fyrir fólk sem lifir á námslánum eða vinnur í þrjá mánuði á ári, hvað þá fyrir þá sem eru foreldrar eða á leigumarkaði. Þar að auki lánar Menntasjóður námsmanna ekki fyrir skrásetningargjöldum en aðeins er í boði að staðgreiða gjöldin eða taka kortalán. Það þarf ekki að leita lengra en í athugasemdir við myndband Röskvu á TikTok til að sjá afleiðingarnar sem þessi hækkun myndi hafa. Meðal athugasemda eru „Er einmitt að íhuga áframhaldandi nám en þetta gjald er ekki í lagi“ og „Nú er ég pottþétt viss um að mig langar ekki í Háskóla“. Hækkun gjaldsins gæti leitt til þess að færri skrá sig í háskólanám. Afleiðingar færri háskólanema eru bæði takmarkaður ágóði af hækkun gjaldsins og minni menntun íslensku þjóðarinnar. Í stuttu máli, háskólinn græðir lítið á þessu á meðan nemendur tapa stórt. Sitjum ekki hjá - skrifum undir Íslenska ríkið vanfjármagnar opinberu háskóla landsins, háskólarnir vilja því hækka skrásetningargjöld til að stemma stigu við vanfjármögnuninni. Fátækir nemendur eiga semsagt að bera þungann af vondri hagstjórn og skakkri forgangsröðun íslenska ríkisins. Til verður vítahringur, háskólanám verður óaðgengilegra og færri mennta sig sem veldur hnignun á innviðum menntastofnana og menntun þjóðarinnar. Við í Röskvu höfnum þessari þróun og höfum því stofnað undirskriftalista til að skora á Loga Einarsson að hækka ekki skrásetningargjöldin og fjármagna háskólana almennilega. Hlekkur að undirskriftarsöfnun. Höfundar eru forseti og oddviti Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega vakti Röskva athygli stúdenta og almennings á beiðni opinberu háskólanna til Loga Einarssonar háskólaráðherra um að hækka skrásetningargjöld. Í beiðninni var meðal annars óskað eftir því að hækka skrásetningargjald HÍ um 140%, kæmi ríkið ekki til móts við kostnað með öðrum hætti. Gjaldið er núna 75.000 kr. en háskólinn telur að rétt gjald miðað við kostnað ætti að vera 180.000 kr. Í kjölfar birtingar myndbandsins hefur málið farið á flug og hafa meðal annars háskólaráðherra og rektor HÍ tjáð sig um það í fjölmiðlum. En hvað liggur að baki beiðninni um hækkun skrásetningargjaldsins? Hverjar yrðu afleiðingar hækkunarinnar? Og hvers vegna er Röskva andsnúin hækkuninni? Af hverju vill háskólinn hækka skrásetningargjaldið? Ástæða þess að háskólarnir óska eftir hækkun skrásetningargjaldsins núna er sú sama og þegar óskað var eftir hækkun gjaldsins árin 2020 og 2022. Háskólastigið er undirfjármagnað og langt undir meðaltali OECD ríkja hvað varðar fjármögnun háskólanna, eins og ráðherra benti réttilega á í fjölmiðlum. Háskólinn grípur því til þess örþrifaráðs að seilast í vasa stúdenta til að brúa bilið, að greiða fyrir það sem ríkið er ekki tilbúið að greiða fyrir. Útreikningar háskólans eru uppfullir af kostnaðarliðum allt öðrum en kostnaði fyrir skráningu nemenda í háskólann, en sem dæmi má nefna kostnað við rekstur kennslusviðs og aðgang að bókasafni. Þess vegna var gjaldið kært og þess vegna var það dæmt ólögmætt. En hvaða afleiðingar hefði hækkun skrásetningargjaldsins? Hækkun skrásetningargjaldsins myndi augljóslega skerða aðgengi að námi, sérstaklega fyrir jaðarsetta og efnaminni stúdenta. 180.000 kr. er ekki lítil upphæð fyrir fólk sem lifir á námslánum eða vinnur í þrjá mánuði á ári, hvað þá fyrir þá sem eru foreldrar eða á leigumarkaði. Þar að auki lánar Menntasjóður námsmanna ekki fyrir skrásetningargjöldum en aðeins er í boði að staðgreiða gjöldin eða taka kortalán. Það þarf ekki að leita lengra en í athugasemdir við myndband Röskvu á TikTok til að sjá afleiðingarnar sem þessi hækkun myndi hafa. Meðal athugasemda eru „Er einmitt að íhuga áframhaldandi nám en þetta gjald er ekki í lagi“ og „Nú er ég pottþétt viss um að mig langar ekki í Háskóla“. Hækkun gjaldsins gæti leitt til þess að færri skrá sig í háskólanám. Afleiðingar færri háskólanema eru bæði takmarkaður ágóði af hækkun gjaldsins og minni menntun íslensku þjóðarinnar. Í stuttu máli, háskólinn græðir lítið á þessu á meðan nemendur tapa stórt. Sitjum ekki hjá - skrifum undir Íslenska ríkið vanfjármagnar opinberu háskóla landsins, háskólarnir vilja því hækka skrásetningargjöld til að stemma stigu við vanfjármögnuninni. Fátækir nemendur eiga semsagt að bera þungann af vondri hagstjórn og skakkri forgangsröðun íslenska ríkisins. Til verður vítahringur, háskólanám verður óaðgengilegra og færri mennta sig sem veldur hnignun á innviðum menntastofnana og menntun þjóðarinnar. Við í Röskvu höfnum þessari þróun og höfum því stofnað undirskriftalista til að skora á Loga Einarsson að hækka ekki skrásetningargjöldin og fjármagna háskólana almennilega. Hlekkur að undirskriftarsöfnun. Höfundar eru forseti og oddviti Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun