Skamma og banna Play að blekkja neytendur Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. júlí 2025 11:08 Auglýsingar Play fóru ekki vel í fulltrúa Neytendastofu. Vísir/Vilhelm Neytendastofa hefur skammað og bannað flugfélaginu Play að birta auglýsingar sem eru líklegar til að blekkja neytendur um raunverulegan afslátt af flugi. Flugfélagið segir umræddar auglýsingar hafa verið gerðar í góðri trú. Málið varðar auglýsingar sem birtust meðal annars á vefsíðum félagsins eða samfélagsmiðlum og stóð þar að afsláttur í formi prósentuhlutfalls fengist af flugferðum flugfélagsins. Frasar líkt og „Gleðilegt nýtt flugár! 25% afsláttur af 2025!“ og „Viltu koma út að leika? 33% afsláttur til allra áfangastaða,“ prýddu auglýsingarnar. Í úrskurði Neytendastofu segir hins vegar að umræddur afsláttur hafi einungis verið af flugferðinni sjálfri, ekki af endanlegu verði ferðarinnar. Það er að segja, afslátturinn var mun lægri heldur en auglýst prósentutala. Ekki hafi komið fram að takmarkað sætaframboð væri í boði né að að afslátturinn gilti ekki alltaf til allra áfangastaða. Einungis var hægt að sjá takmarkanir afsláttarins ef farið var neðst á síðu bókunarvélar flugfélagsins. Auglýsing Play frá því sumarið 2024 þar sem 20 prósenta afsláttur var auglýstur. Afslátturinn náði aðeins til fargjalds en ekki skatta og opinberra gjalda.Play „Samkvæmt ákvæðinu teljast viðskiptahættir villandi ef fyrirtæki leynir upplýsingum sem skipta máli við ákvörðun um að eiga viðskipti eða þær eru veittar á óljósan eða margræðan hátt,“ segir í úrskurðinum. Í svari Play til Neytendastofu segir að umræddar auglýsingar hafi verið gerðar í góðri trú og ekki hafi þau fengið ábendingar áður vegna sambærilegra auglýsinga. Félagið hafi þá sett af stað verkefni til að bæta merkingar og auglýsingar þar sem auglýstur er afsláttur. Lögð verði áhersla á föst verð auk texta eða stjörnumerkinga sem skýra að um sérstakir skilmálar eigi við. Með framsetningu auglýsingarinnar telur stofnunin þær vera líklegar til að blekkja neytendur um raunverulegt prósentuhlutfall afsláttar af flugi. Einnig hafi ekki verið nægilega skýrt í auglýsingunum til hvaða vöru eða þjónustu áðurnefndur afsláttur næði til. Því væri verið að leyna þeim upplýsingum fyrir neytendum. Með úrskurðinum, sem birtur var 8. júlí, hefur Neytendastofa bannað Play að viðhafa þessa viðskiptahætti. Play Neytendur Fréttir af flugi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Sjá meira
Málið varðar auglýsingar sem birtust meðal annars á vefsíðum félagsins eða samfélagsmiðlum og stóð þar að afsláttur í formi prósentuhlutfalls fengist af flugferðum flugfélagsins. Frasar líkt og „Gleðilegt nýtt flugár! 25% afsláttur af 2025!“ og „Viltu koma út að leika? 33% afsláttur til allra áfangastaða,“ prýddu auglýsingarnar. Í úrskurði Neytendastofu segir hins vegar að umræddur afsláttur hafi einungis verið af flugferðinni sjálfri, ekki af endanlegu verði ferðarinnar. Það er að segja, afslátturinn var mun lægri heldur en auglýst prósentutala. Ekki hafi komið fram að takmarkað sætaframboð væri í boði né að að afslátturinn gilti ekki alltaf til allra áfangastaða. Einungis var hægt að sjá takmarkanir afsláttarins ef farið var neðst á síðu bókunarvélar flugfélagsins. Auglýsing Play frá því sumarið 2024 þar sem 20 prósenta afsláttur var auglýstur. Afslátturinn náði aðeins til fargjalds en ekki skatta og opinberra gjalda.Play „Samkvæmt ákvæðinu teljast viðskiptahættir villandi ef fyrirtæki leynir upplýsingum sem skipta máli við ákvörðun um að eiga viðskipti eða þær eru veittar á óljósan eða margræðan hátt,“ segir í úrskurðinum. Í svari Play til Neytendastofu segir að umræddar auglýsingar hafi verið gerðar í góðri trú og ekki hafi þau fengið ábendingar áður vegna sambærilegra auglýsinga. Félagið hafi þá sett af stað verkefni til að bæta merkingar og auglýsingar þar sem auglýstur er afsláttur. Lögð verði áhersla á föst verð auk texta eða stjörnumerkinga sem skýra að um sérstakir skilmálar eigi við. Með framsetningu auglýsingarinnar telur stofnunin þær vera líklegar til að blekkja neytendur um raunverulegt prósentuhlutfall afsláttar af flugi. Einnig hafi ekki verið nægilega skýrt í auglýsingunum til hvaða vöru eða þjónustu áðurnefndur afsláttur næði til. Því væri verið að leyna þeim upplýsingum fyrir neytendum. Með úrskurðinum, sem birtur var 8. júlí, hefur Neytendastofa bannað Play að viðhafa þessa viðskiptahætti.
Play Neytendur Fréttir af flugi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Sjá meira