Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar 17. júlí 2025 09:33 Í dag kemur Ursula von der Leyen, formaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til landsins til þess að funda með forsætisráðherra og utanríkisráðherra um öryggismál og almannavarnir. Hún er boðin velkomin með eldgosi og getur því séð viðbúnað Íslands gegn þessari ógn í eigin persónu. Stjórnarráðið hefur hins vegar gefið út að heimsóknin þjóni einnig þeim tilgangi að „skerpa sýn helstu bandamanna okkar á viðvarandi öryggisáskoranir á norðurslóðum og í Norður-Atlantshafi”. Miðað við stefnu ríkisstjórnarinnar og Evrópusambandsin er þar ekki átt við eldgos, snjóflóð, sjávarháska og ógnina af loftslagsbreytingum heldur hernaðarlega ógn. Forsætisráðherra hefur nýlega lýst því yfir að eyða skuli 1,5% landsframleiðslu, jafngildi framlaga ríkisins til alls háskólastigsins, í varnartengd útgjöld. Utanríkisráðherra hóf kjörtímabilið á því að tala um fælingarmáttinn í veru herliðs hér á landi og von der Leyen talaði í vor fyrir 800 milljarða evra vígvæðingarpakka Evrópusambandsins sem miðar að því að efla hergagnaiðnað álfunar og byggja upp stórskotalið, drónasveima og loftvarnir. Komu von der Leyen hefur þegar verið mótmælt vegna glæpsamlegs aðgerðaleysis Evrópusambandsins gagnvart þjóðarmorðinu í Palestínu og þá sérstaklega Gaza. En það er líka full ástæða til að standa gegn pressu Evrópuríkja á að Ísland taki þátt í vígvæðingarbrjálæði þeirra. Á síðasta Nató fundi samþykktu öll Evrópuríkin, sum þó með seimingi, að eyða 5% þjóðarframleiðslu í vígbúnað, upphæð sem er margföldun á núverandi útgjöldum og mun leggja velferðarmál í rúst og stoppa allann framgang í umhverfismálum. Þaðan kemur krafan um að Ísland auki við vígbúnað, axli meiri ábyrgð á eigin hervörnum og gefist upp á því að halda norðurslóðum utan við skylmingar stórveldanna. Evrópusambandið mun ekki koma okkur til bjargar ef að Ísland lendir á milli tannanna á Bandaríkjunum, Rússlandi og Kína og það er ekkert í núverandi samningum sem skuldbindur Íslendinga til þess að eyða peningum í hernaðaruppbyggingu. Ísland ætti að einbeita sér að borgaralegum vörnum gegn nærtækustu ógninni sem að okkur steðjar, náttúruöflunum. Herveldi Evrópu og Norður-Ameríku geta borgað fyrir sína eigin heri. Ég beini því til forsætis- og utanríkisráðherra á fundinum í dag að þær standi fastar gegn kröfum um að Ísland sói meiri peningum í morðvopn og malbik fyrir þau. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hernaður Evrópusambandið Átök í Ísrael og Palestínu Innrás Rússa í Úkraínu Guttormur Þorsteinsson Mest lesið Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Skoðun Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag kemur Ursula von der Leyen, formaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til landsins til þess að funda með forsætisráðherra og utanríkisráðherra um öryggismál og almannavarnir. Hún er boðin velkomin með eldgosi og getur því séð viðbúnað Íslands gegn þessari ógn í eigin persónu. Stjórnarráðið hefur hins vegar gefið út að heimsóknin þjóni einnig þeim tilgangi að „skerpa sýn helstu bandamanna okkar á viðvarandi öryggisáskoranir á norðurslóðum og í Norður-Atlantshafi”. Miðað við stefnu ríkisstjórnarinnar og Evrópusambandsin er þar ekki átt við eldgos, snjóflóð, sjávarháska og ógnina af loftslagsbreytingum heldur hernaðarlega ógn. Forsætisráðherra hefur nýlega lýst því yfir að eyða skuli 1,5% landsframleiðslu, jafngildi framlaga ríkisins til alls háskólastigsins, í varnartengd útgjöld. Utanríkisráðherra hóf kjörtímabilið á því að tala um fælingarmáttinn í veru herliðs hér á landi og von der Leyen talaði í vor fyrir 800 milljarða evra vígvæðingarpakka Evrópusambandsins sem miðar að því að efla hergagnaiðnað álfunar og byggja upp stórskotalið, drónasveima og loftvarnir. Komu von der Leyen hefur þegar verið mótmælt vegna glæpsamlegs aðgerðaleysis Evrópusambandsins gagnvart þjóðarmorðinu í Palestínu og þá sérstaklega Gaza. En það er líka full ástæða til að standa gegn pressu Evrópuríkja á að Ísland taki þátt í vígvæðingarbrjálæði þeirra. Á síðasta Nató fundi samþykktu öll Evrópuríkin, sum þó með seimingi, að eyða 5% þjóðarframleiðslu í vígbúnað, upphæð sem er margföldun á núverandi útgjöldum og mun leggja velferðarmál í rúst og stoppa allann framgang í umhverfismálum. Þaðan kemur krafan um að Ísland auki við vígbúnað, axli meiri ábyrgð á eigin hervörnum og gefist upp á því að halda norðurslóðum utan við skylmingar stórveldanna. Evrópusambandið mun ekki koma okkur til bjargar ef að Ísland lendir á milli tannanna á Bandaríkjunum, Rússlandi og Kína og það er ekkert í núverandi samningum sem skuldbindur Íslendinga til þess að eyða peningum í hernaðaruppbyggingu. Ísland ætti að einbeita sér að borgaralegum vörnum gegn nærtækustu ógninni sem að okkur steðjar, náttúruöflunum. Herveldi Evrópu og Norður-Ameríku geta borgað fyrir sína eigin heri. Ég beini því til forsætis- og utanríkisráðherra á fundinum í dag að þær standi fastar gegn kröfum um að Ísland sói meiri peningum í morðvopn og malbik fyrir þau. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar