Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar 14. júlí 2025 16:32 Undanfarna daga höfum við séð fólk úr ýmsum stéttum sem starfa á Landspítalanum lýsa upplifun sinni af stöðu mála á háskólasjúkrahúsinu í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um mönnun og flæði sjúklinga. Starfsfólk Landspítalans hefur þungar áhyggjur af þróun mála og þar erum við geislafræðingar ekki undanskildir. Geislafræðingar sinna mikilvægum störfum á heilbrigðisstofnunum landsins, annars vegar við myndgreiningu og hins vegar við geislameðferð. Eins og kemur fram í úttekt Ríkisendurskoðunar sinna of fáir geislafræðingar þessum störfum, og ekki hefur tekist að ráða í öll þau störf sem hafa verið auglýst. Þá eru núverandi stöðugildi geislafræðinga á röntgendeild Landspítalans rétt ríflega helmingur af skilgreindri mönnunarþörf, eða 60 stöðugildi í stað 109 sem þyrftu að vera skv. úttekt landlæknis frá árinu 2023. Undanfarnar vikur hafa fjölmiðlar fjallað um að bið eftir geislameðferð á ákveðnum tegundum krabbameina hafi lengst fram úr hófi og sé nú orðin tvöfalt lengri en miðað er við. Þessi staða leggst auðvitað þungt á okkar skjólstæðinga, sem eru fólk sem stendur í miðri erfiðri krabbameinsmeðferð og má ekki við frekari óvissu. Geislafræðingar hafa lengi haft áhyggjur af því að þessi staða gæti komið upp. Greint hefur verið frá bráðaaðgerðum sem heilbrigðisyfirvöld reyna nú að tryggja, eins og að sjúklingar verði sendir erlendis í geislameðferð og að leitað verði til erlendra starfsmannaleiga til að mæta starfsmannaþörf. En það er ljóst að það geta bara verið lausnir til skamms tíma og að við verðum að laga grunnvandamálið til þess að geta tryggt nægilega mönnun nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu hér á Íslandi sem geislafræðingar sinna, í takt við fjölgun þjóðarinnar og aukið álag. Félag geislafræðinga hefur átt fund með heilbrigðisráðherra og óskað eftir samtali við forystu Landspítalans um hvernig hægt sé að taka höndum saman til að leysa vandann til framtíðar. Heilbrigðisráðherra hefur greint frá vilja til að kaupa 1-2 línuhraðla til viðbótar, en til þess að nota þá þarf sérhæft starfsfólk og við þurfum að tryggja nægilega mönnun. Til þess þarf að greina orsakir þess að ekki tekst að ráða í auglýst störf við geislameðferð og gera umbætur á starfsumhverfi og -kjörum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisendurskoðun Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Sjá meira
Undanfarna daga höfum við séð fólk úr ýmsum stéttum sem starfa á Landspítalanum lýsa upplifun sinni af stöðu mála á háskólasjúkrahúsinu í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um mönnun og flæði sjúklinga. Starfsfólk Landspítalans hefur þungar áhyggjur af þróun mála og þar erum við geislafræðingar ekki undanskildir. Geislafræðingar sinna mikilvægum störfum á heilbrigðisstofnunum landsins, annars vegar við myndgreiningu og hins vegar við geislameðferð. Eins og kemur fram í úttekt Ríkisendurskoðunar sinna of fáir geislafræðingar þessum störfum, og ekki hefur tekist að ráða í öll þau störf sem hafa verið auglýst. Þá eru núverandi stöðugildi geislafræðinga á röntgendeild Landspítalans rétt ríflega helmingur af skilgreindri mönnunarþörf, eða 60 stöðugildi í stað 109 sem þyrftu að vera skv. úttekt landlæknis frá árinu 2023. Undanfarnar vikur hafa fjölmiðlar fjallað um að bið eftir geislameðferð á ákveðnum tegundum krabbameina hafi lengst fram úr hófi og sé nú orðin tvöfalt lengri en miðað er við. Þessi staða leggst auðvitað þungt á okkar skjólstæðinga, sem eru fólk sem stendur í miðri erfiðri krabbameinsmeðferð og má ekki við frekari óvissu. Geislafræðingar hafa lengi haft áhyggjur af því að þessi staða gæti komið upp. Greint hefur verið frá bráðaaðgerðum sem heilbrigðisyfirvöld reyna nú að tryggja, eins og að sjúklingar verði sendir erlendis í geislameðferð og að leitað verði til erlendra starfsmannaleiga til að mæta starfsmannaþörf. En það er ljóst að það geta bara verið lausnir til skamms tíma og að við verðum að laga grunnvandamálið til þess að geta tryggt nægilega mönnun nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu hér á Íslandi sem geislafræðingar sinna, í takt við fjölgun þjóðarinnar og aukið álag. Félag geislafræðinga hefur átt fund með heilbrigðisráðherra og óskað eftir samtali við forystu Landspítalans um hvernig hægt sé að taka höndum saman til að leysa vandann til framtíðar. Heilbrigðisráðherra hefur greint frá vilja til að kaupa 1-2 línuhraðla til viðbótar, en til þess að nota þá þarf sérhæft starfsfólk og við þurfum að tryggja nægilega mönnun. Til þess þarf að greina orsakir þess að ekki tekst að ráða í auglýst störf við geislameðferð og gera umbætur á starfsumhverfi og -kjörum.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun