Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar 9. júlí 2025 16:01 Niðurstöður skýrslna og rannsókna á borð við PISA sýna að námsárangur íslenskra grunnskólabarna fer versnandi og að þau dragast æ meira aftur úr jafnöldrum sínum í öðrum OECD-ríkjum. Þetta er þróun sem samfélagið verður að taka alvarlega – og bregðast við af ábyrgð. Foreldrar vilja börnum sínum allt það besta – það er eðlilegt og nauðsynlegt. Í sömu andrá og heimilin fá fregnir af versnandi stöðu íslensks menntakerfis eru foreldrar gagnrýndir fyrir að vera krefjandi í samskiptum við kennara; að gera óraunhæfar kröfur, krefjast of mikils og vera jafnvel ókurteisir. Á sama tíma er einnig kvartað yfir skorti á eftirfylgni, þátttöku og skilningi foreldra á mælikvörðum menntakerfisins. Hér er ákveðin mótsögn sem þarf að leysa í gegnum opið samtal og gagnkvæma virðingu. Á undanförnum árum hefur umræðan um menntamál grunnskólanna verið að miklu leyti á forræði sérfræðinga og stjórnvalda. Foreldrum hefur verið vísað til hliðar með þeim rökum að þeir hafi lítið til málanna að leggja. En foreldrar og forráðamenn gegna lykilhlutverki í lífi barna sinna – og þar með í menntun þeirra. Kennarar, skólastjórnendur og annað fagfólk innan skólanna gegna einnig mikilvægu hlutverki. Það er samvinna þessara hópa – byggð á trausti og virðingu – sem getur skapað besta námsumhverfið fyrir börnin. Foreldrar eru vel meðvitaðir um mikilvægi hæfra kennara sem skapa jákvætt námsumhverfi og tryggja að hver nemandi nái viðeigandi árangri. Foreldrar skilja einnig að til þess þurfa skólarnir stuðning – bæði innan skólans og heima fyrir. Þetta samstarf verður að byggjast á traustri samvinnu en ekki tortryggni. Foreldrar, líkt og dr. Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD), sjá að þau mælitæki sem eru nýtt í dag virka ekki og við því verði bregðast. Sjá nánar hér: Segir íslenska nemendur og skóla fljúga blindflug án samræmds námsmats - Vísir SAMKÓP, félag foreldra grunnskólabarna í Kópavogi, ætlar að leggja sitt af mörkum við að efla foreldra enn frekar í jákvæðri og uppbyggilegri þátttöku í skólastarfi grunnskóla Kópavogs og lýsir yfir stuðningi við nauðsynlegar breytingar á mælikvörðum námsárangurs og hæfni nemenda. Félagið leggur áherslu á að skýr og skiljanleg viðmið verði sett svo koma megi í veg fyrir það sem dr. Schleicher kallar „blindflug“ skólakerfisins – þar sem bæði nemendur og kennarar stefna að óljósum markmiðum án skýrra mælistika. Höfundur er formaður SAMKÓP. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Niðurstöður skýrslna og rannsókna á borð við PISA sýna að námsárangur íslenskra grunnskólabarna fer versnandi og að þau dragast æ meira aftur úr jafnöldrum sínum í öðrum OECD-ríkjum. Þetta er þróun sem samfélagið verður að taka alvarlega – og bregðast við af ábyrgð. Foreldrar vilja börnum sínum allt það besta – það er eðlilegt og nauðsynlegt. Í sömu andrá og heimilin fá fregnir af versnandi stöðu íslensks menntakerfis eru foreldrar gagnrýndir fyrir að vera krefjandi í samskiptum við kennara; að gera óraunhæfar kröfur, krefjast of mikils og vera jafnvel ókurteisir. Á sama tíma er einnig kvartað yfir skorti á eftirfylgni, þátttöku og skilningi foreldra á mælikvörðum menntakerfisins. Hér er ákveðin mótsögn sem þarf að leysa í gegnum opið samtal og gagnkvæma virðingu. Á undanförnum árum hefur umræðan um menntamál grunnskólanna verið að miklu leyti á forræði sérfræðinga og stjórnvalda. Foreldrum hefur verið vísað til hliðar með þeim rökum að þeir hafi lítið til málanna að leggja. En foreldrar og forráðamenn gegna lykilhlutverki í lífi barna sinna – og þar með í menntun þeirra. Kennarar, skólastjórnendur og annað fagfólk innan skólanna gegna einnig mikilvægu hlutverki. Það er samvinna þessara hópa – byggð á trausti og virðingu – sem getur skapað besta námsumhverfið fyrir börnin. Foreldrar eru vel meðvitaðir um mikilvægi hæfra kennara sem skapa jákvætt námsumhverfi og tryggja að hver nemandi nái viðeigandi árangri. Foreldrar skilja einnig að til þess þurfa skólarnir stuðning – bæði innan skólans og heima fyrir. Þetta samstarf verður að byggjast á traustri samvinnu en ekki tortryggni. Foreldrar, líkt og dr. Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD), sjá að þau mælitæki sem eru nýtt í dag virka ekki og við því verði bregðast. Sjá nánar hér: Segir íslenska nemendur og skóla fljúga blindflug án samræmds námsmats - Vísir SAMKÓP, félag foreldra grunnskólabarna í Kópavogi, ætlar að leggja sitt af mörkum við að efla foreldra enn frekar í jákvæðri og uppbyggilegri þátttöku í skólastarfi grunnskóla Kópavogs og lýsir yfir stuðningi við nauðsynlegar breytingar á mælikvörðum námsárangurs og hæfni nemenda. Félagið leggur áherslu á að skýr og skiljanleg viðmið verði sett svo koma megi í veg fyrir það sem dr. Schleicher kallar „blindflug“ skólakerfisins – þar sem bæði nemendur og kennarar stefna að óljósum markmiðum án skýrra mælistika. Höfundur er formaður SAMKÓP.
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun