Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar 8. júlí 2025 16:02 Ég held að við upplifum flest áhyggjur þegar við lesum fréttir af því að bið fólks með krabbamein eftir því að komast í geislameðferð sé orðin tvöfalt lengri en sú hámarksbið sem miðað er við. Flest þekkjum við til og vitum hversu mikið álag er á fólki sem gengur í gegnum þessa erfiðu meðferð og sömuleiðis á ástvini þess. Það er hálfóhugsandi að ímynda sér stöðu þeirra sem hafa lokið lyfjameðferð og bíða bara eftir að geta haldið áfram sinni meðferð við þennan lífsógnandi óvin. Það er þess vegna gríðarlega mikilvægt að gripið verði strax í taumana. Það þarf að greina ástæður þessarar þróunar og ráðast strax í aðgerðir sem leysa málin til framtíðar. Við heyrum fréttir af því að nú sé verið að leita til starfsmannaleiga erlendis og að fólk verði sent á sjúkrahús í öðrum löndum til að fara í geislameðferð. Á meðan að það er skiljanlegt að verið sé að leita leiða til að leysa þennan bráðavanda, er líka alveg ljóst að þetta eru plástrar sem mega alls ekki festast í sessi. Við getum ekki boðið upp á það að fólk í sinni allra viðkvæmustu stöðu þurfi að kveðja bæði öryggið sitt og félags- og stuðningsnet til að fá meðferð í öðru landi. Vandinn er auðvitað flókinn, eins og oft er. En ég er fullviss um að hægt sé að snúa málum á rétta braut og það þarf að gerast ekki seinna en strax. Fram hefur komið að tækjakostur og fjöldi starfsmanna sé meginskýring á biðtímanum. Það þarf að tryggja fjármagn fyrir húsnæði og tækjakaupum en það má ekki gleyma því að tryggja þarf einnig mönnun sem getur staðið undir starfsemi við þrjá til fjóra línuhraðla sem heilbrigðisráðherra hefur sagt þurfa til. Ég tek undir það mat, en Krabbameinsfélagið hefur greint frá spám um að krabbameinstilfellum á Íslandi muni fjölga um 57% til ársins 2040. Það þarf að ráðast í greiningu og aðgerðir sem tryggja að á Íslandi verði nægilegur fjöldi geislafræðinga og sérfræðinga í geislalækningum sem sinna geislameðferð og hafi hæfni í íslensku. Við höfum staðið framarlega í baráttunni við krabbamein og skulum ekki missa þau verðmæti úr höndunum. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Framsóknarflokkurinn Heilbrigðismál Krabbamein Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Sjá meira
Ég held að við upplifum flest áhyggjur þegar við lesum fréttir af því að bið fólks með krabbamein eftir því að komast í geislameðferð sé orðin tvöfalt lengri en sú hámarksbið sem miðað er við. Flest þekkjum við til og vitum hversu mikið álag er á fólki sem gengur í gegnum þessa erfiðu meðferð og sömuleiðis á ástvini þess. Það er hálfóhugsandi að ímynda sér stöðu þeirra sem hafa lokið lyfjameðferð og bíða bara eftir að geta haldið áfram sinni meðferð við þennan lífsógnandi óvin. Það er þess vegna gríðarlega mikilvægt að gripið verði strax í taumana. Það þarf að greina ástæður þessarar þróunar og ráðast strax í aðgerðir sem leysa málin til framtíðar. Við heyrum fréttir af því að nú sé verið að leita til starfsmannaleiga erlendis og að fólk verði sent á sjúkrahús í öðrum löndum til að fara í geislameðferð. Á meðan að það er skiljanlegt að verið sé að leita leiða til að leysa þennan bráðavanda, er líka alveg ljóst að þetta eru plástrar sem mega alls ekki festast í sessi. Við getum ekki boðið upp á það að fólk í sinni allra viðkvæmustu stöðu þurfi að kveðja bæði öryggið sitt og félags- og stuðningsnet til að fá meðferð í öðru landi. Vandinn er auðvitað flókinn, eins og oft er. En ég er fullviss um að hægt sé að snúa málum á rétta braut og það þarf að gerast ekki seinna en strax. Fram hefur komið að tækjakostur og fjöldi starfsmanna sé meginskýring á biðtímanum. Það þarf að tryggja fjármagn fyrir húsnæði og tækjakaupum en það má ekki gleyma því að tryggja þarf einnig mönnun sem getur staðið undir starfsemi við þrjá til fjóra línuhraðla sem heilbrigðisráðherra hefur sagt þurfa til. Ég tek undir það mat, en Krabbameinsfélagið hefur greint frá spám um að krabbameinstilfellum á Íslandi muni fjölga um 57% til ársins 2040. Það þarf að ráðast í greiningu og aðgerðir sem tryggja að á Íslandi verði nægilegur fjöldi geislafræðinga og sérfræðinga í geislalækningum sem sinna geislameðferð og hafi hæfni í íslensku. Við höfum staðið framarlega í baráttunni við krabbamein og skulum ekki missa þau verðmæti úr höndunum. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar